Sólin Sólin Rís 07:55 • sest 18:34 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 00:00 • Sest 00:00 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 08:27 • Síðdegis: 20:42 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 02:18 • Síðdegis: 14:45 í Reykjavík
Sólin Sólin Rís 07:55 • sest 18:34 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 00:00 • Sest 00:00 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 08:27 • Síðdegis: 20:42 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 02:18 • Síðdegis: 14:45 í Reykjavík
LeiðbeiningarTil baka

Sendu inn spurningu

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Er hægt með rannsóknum á Y-litningum Íslendinga að finna út hve landnámsmenn voru margir?

Agnar Helgason

Upphafleg spurning var á þessa leið:
Ég sá þátt í sjónvarpinu (60 mínútur) þar sem var sýnt fram á að mjög margir gyðingar höfðu sama Y-litning þar sem hann erfist óbreyttur frá föður til sonar. Kenningin sem var sett fram var að allir afkomendur Arons hefðu sama Y-litning. Ef ég hef skilið þetta rétt hljóta mjög margir Íslendingar að hafa sama Y-litning, er hægt með rannsóknum á Íslendingum að finna út hvað voru margir landnámsmenn?
Samkvæmt samantekt Jóns Steffensens eru 383 landnámsmenn og 54 landnámskonur nefndar í Landnámabók. Flestir telja að landnámshópurinn hafi verið töluvert fjölmennari og að Landnámabók segi aðeins frá litlum hluta þeirra einstaklinga sem fluttu til Íslands fyrir um 1100 árum. Sagnfræðilegar heimildir og fornleifar gefa takmarkaðar upplýsingar um fjölda landnámshópsins, en margar áætlanir hafa verið byggðar á fjölda býla við bændatal sem tekið var árið 1095. Þá voru 4560 býli með bændum sem borguðu skatt, og ef gert er ráð fyrir að á hverju býli hafi búið að meðaltali 10-15 einstaklingar og að allir bændur hafi verið taldir með, fáum við út að afkomendur landnámshópsins hafi verið á bilinu 45.600-68.400 einstaklingar árið 1095.

Oftast er gert ráð fyrir talsverðri fólksfjölgun í kjölfar landnáms, en Jón Steffensen og fleiri fræðimenn hafa gert ráð fyrir að upphaflegur fjöldi landnámshópsins hafi getað verið á bilinu 8.000-20.000. Miðað við að helmingur einstaklinga hafi verið karlkyns, gefa þessar tölur okkur 4.000-10.000 landnámsmenn af karlkyni.

Erfðabreytileiki Y-litninga í núlifandi íslenskum körlum getur gefið ákveðnar vísbendingar um fjölda landnámsmanna. Allir íslenskir karlar hafa erft Y-litning frá föður sínum eins og spyrjandi segir, og þessir feður erfðu Y-litningana frá sínum feðrum og svo framvegis. Ef haldið er áfram að rekja sig aftur í tímann eftir slíkum feðrakeðjum í um það bil 36 kynslóðir þá endum við í langflestum tilvikum á landnámsmönnum. Nú er það svo að Y-litningar íslenskra karla eru ekki allir erfðafræðilega eins. Miðað við nýlega grein eftir Agnar Helgason og félaga (2000) eru aðeins um 8% líkur á að tveir handahófsvaldir íslenskir karlar beri Y-litninga sem eru erfðafræðilega eins (til samanburðar eru líkurnar fyrir Norðmenn og Íra um 6%, en aðeins 4% fyrir Svía).

Í hvert skipti sem karlmaður eignast son eru ákveðnar líkur á að stökkbreyting hafi orðið á erfðaefni Y-litningsins sem sonurinn erfir frá föður sínum. Slíkar stökkbreytingar eru oftast lítilvægar misritunarvillur sem koma fram þegar DNA-röðin í Y-litningi föðurins var afrituð vegna myndunar á þeirri sæðisfrumu sem flutti erfðaefni föðurins inn í eggfrumu móðurinnar. Líkurnar á að faðir og sonur hafi ólíka Y-litninga vegna stökkbreytinga eru reyndar tiltölulega lágar, en líkurnar á að stökkbreytingar hafi orðið á DNA-röð Y-litnings sem einstaklingur hefur erft frá langa-langa-langafa eru allt að því fimmfalt hærri og þær eru enn miklu meiri ef fjörutíu kynslóðir skilja að forföður og afkomanda í beinan karllegg. Af þessu getum við dregið þá almennu ályktun að því fjarskyldari sem tveir karlar eru í beinan karllegg, þeim mun ólíkari eru DNA-raðirnar sem mynda Y-litninga þeirra.

Þessar forsendur gera okkur kleift að nota erfðabreytileika íslenskra Y-litninga til að draga tilteknar en takmarkaðar ályktanir um fjölda forfeðra íslenskra karla í beinan karllegg og þar með gefa þær óbeina vísbendingu um fjölda landnámsmanna. Hægt er að fræðast um þær aðferðir sem liggja til grundvallar slíkum útreikningum í ágætri bók eftir Hartl og Clark frá 1997 (sjá heimildir eða aðrar sambærilegar inngangsbækur í stofnerfðafræði).

Mikilvægt er að hafa í huga að þættir eins og náttúruval, genaflökt, seinni tíma innflutningur karla og upphafleg erfðasamsetning landnámshópsins hafa að öllu jöfnu veruleg áhrif á þann erfðabreytileika sem við mælum í Y-litningum og öðru erfðaefni mannhópa. Áhrif þessara þátta gera það að verkum að erfðabreytileiki íslenskra Y-litninga endurspeglar bara að hluta til fjölda landnámsmanna. Af þessum sökum er erfitt (ef ekki ómögulegt) að gefa nákvæmt mat á fjölda landnámsmanna eingöngu með Y-litningum.

Upplýsingar um erfðabreytileika íslenskra Y-litninga gera okkur kleift að útiloka öfgakenndar tilgátur á báða boga. Ef rannsókn á íslenskum körlum hefði til að mynda leitt í ljós að allir Y-litningar þeirra væru erfðafræðilega eins gætum við ályktað að allir íslenskir karlar gætu rakið karlleggi sína til eins forföður sem var uppi á nýliðnum öldum. Slík ofureinsleitni Y-litninga myndi að öllu jöfnu benda til þess að landnámsmenn hafi verið mjög fáir (ef til vill nokkur hundruð). Í ljósi þess að við finnum marga ólíka Y-litninga í íslenskum körlum getum við ályktað að forfeður á landnámstíma hafi ekki verið „mjög fáir”.

Jafn ljóst er að forfeður núlifandi íslenskra karla í beinan karllegg voru færri á landnámstíma en forfeður flestra annarra Evrópuþjóða. Þetta er vegna þess að erfðabreytileiki íslenskra Y-litninga er minni en erfðabreytileiki nánast allra annarra Evrópuþjóða (sjá Agnar Helgason og félagar 2000 og Agnar Helgason 2001).

Þeir sem vilja nákvæmara mat á fjölda landnámsmanna verða sem stendur að leita á náðir sagnfræðinga og fornleifafræðinga. Í framtíðinni gætu hins vegar erfðafræðin og ættfræðin veitt áreiðanlegri upplýsingar um fjölda landnámsmanna og -kvenna.

Hemildir:

Hartl, D.L. og Clark, A.G. 1997. Principles of population genetics. Sinauer, Sunderland, MA.

Helgason, A. 2001. The ancestry and genetic history of the Icelanders: An analysis of mtDNA sequences, Y chromosome haplotypes and genealogies. Doktorsritgerð. Institute of Biological Anthropology, University of Oxford.

Helgason, A., Sigurðardóttir, S., Nicholson, J., Sykes, B., Hill, E., Bradley, D.G., Bosnes, V., Gulcher, J.R., Ward, R., Stefánsson, K., 2000. „Estimating Scandinavian and Gaelic ancestry in the male settlers of Iceland”. American Journal of Human Genetics 67: 697-717.

Jón Steffensen 1975. Menning og meinsemdir: Ritgerðasafn um mótunarsögu íslenskrar þjóðar og baráttu hennar við hungur og sóttir. Ísafoldarprentsmiðja, Reykjavík.



Mynd: Air Academy High School: Genetic Engineering

Höfundur

líffræðilegur mannfræðingur hjá ÍE

Útgáfudagur

11.5.2001

Spyrjandi

Matja Dise M. Steen

Tilvísun

Agnar Helgason. „Er hægt með rannsóknum á Y-litningum Íslendinga að finna út hve landnámsmenn voru margir?“ Vísindavefurinn, 11. maí 2001, sótt 7. október 2024, https://visindavefur.is/svar.php?id=1590.

Agnar Helgason. (2001, 11. maí). Er hægt með rannsóknum á Y-litningum Íslendinga að finna út hve landnámsmenn voru margir? Vísindavefurinn. https://visindavefur.is/svar.php?id=1590

Agnar Helgason. „Er hægt með rannsóknum á Y-litningum Íslendinga að finna út hve landnámsmenn voru margir?“ Vísindavefurinn. 11. maí. 2001. Vefsíða. 7. okt. 2024. <https://visindavefur.is/svar.php?id=1590>.

Chicago | APA | MLA

Senda grein til vinar

=

Er hægt með rannsóknum á Y-litningum Íslendinga að finna út hve landnámsmenn voru margir?
Upphafleg spurning var á þessa leið:

Ég sá þátt í sjónvarpinu (60 mínútur) þar sem var sýnt fram á að mjög margir gyðingar höfðu sama Y-litning þar sem hann erfist óbreyttur frá föður til sonar. Kenningin sem var sett fram var að allir afkomendur Arons hefðu sama Y-litning. Ef ég hef skilið þetta rétt hljóta mjög margir Íslendingar að hafa sama Y-litning, er hægt með rannsóknum á Íslendingum að finna út hvað voru margir landnámsmenn?
Samkvæmt samantekt Jóns Steffensens eru 383 landnámsmenn og 54 landnámskonur nefndar í Landnámabók. Flestir telja að landnámshópurinn hafi verið töluvert fjölmennari og að Landnámabók segi aðeins frá litlum hluta þeirra einstaklinga sem fluttu til Íslands fyrir um 1100 árum. Sagnfræðilegar heimildir og fornleifar gefa takmarkaðar upplýsingar um fjölda landnámshópsins, en margar áætlanir hafa verið byggðar á fjölda býla við bændatal sem tekið var árið 1095. Þá voru 4560 býli með bændum sem borguðu skatt, og ef gert er ráð fyrir að á hverju býli hafi búið að meðaltali 10-15 einstaklingar og að allir bændur hafi verið taldir með, fáum við út að afkomendur landnámshópsins hafi verið á bilinu 45.600-68.400 einstaklingar árið 1095.

Oftast er gert ráð fyrir talsverðri fólksfjölgun í kjölfar landnáms, en Jón Steffensen og fleiri fræðimenn hafa gert ráð fyrir að upphaflegur fjöldi landnámshópsins hafi getað verið á bilinu 8.000-20.000. Miðað við að helmingur einstaklinga hafi verið karlkyns, gefa þessar tölur okkur 4.000-10.000 landnámsmenn af karlkyni.

Erfðabreytileiki Y-litninga í núlifandi íslenskum körlum getur gefið ákveðnar vísbendingar um fjölda landnámsmanna. Allir íslenskir karlar hafa erft Y-litning frá föður sínum eins og spyrjandi segir, og þessir feður erfðu Y-litningana frá sínum feðrum og svo framvegis. Ef haldið er áfram að rekja sig aftur í tímann eftir slíkum feðrakeðjum í um það bil 36 kynslóðir þá endum við í langflestum tilvikum á landnámsmönnum. Nú er það svo að Y-litningar íslenskra karla eru ekki allir erfðafræðilega eins. Miðað við nýlega grein eftir Agnar Helgason og félaga (2000) eru aðeins um 8% líkur á að tveir handahófsvaldir íslenskir karlar beri Y-litninga sem eru erfðafræðilega eins (til samanburðar eru líkurnar fyrir Norðmenn og Íra um 6%, en aðeins 4% fyrir Svía).

Í hvert skipti sem karlmaður eignast son eru ákveðnar líkur á að stökkbreyting hafi orðið á erfðaefni Y-litningsins sem sonurinn erfir frá föður sínum. Slíkar stökkbreytingar eru oftast lítilvægar misritunarvillur sem koma fram þegar DNA-röðin í Y-litningi föðurins var afrituð vegna myndunar á þeirri sæðisfrumu sem flutti erfðaefni föðurins inn í eggfrumu móðurinnar. Líkurnar á að faðir og sonur hafi ólíka Y-litninga vegna stökkbreytinga eru reyndar tiltölulega lágar, en líkurnar á að stökkbreytingar hafi orðið á DNA-röð Y-litnings sem einstaklingur hefur erft frá langa-langa-langafa eru allt að því fimmfalt hærri og þær eru enn miklu meiri ef fjörutíu kynslóðir skilja að forföður og afkomanda í beinan karllegg. Af þessu getum við dregið þá almennu ályktun að því fjarskyldari sem tveir karlar eru í beinan karllegg, þeim mun ólíkari eru DNA-raðirnar sem mynda Y-litninga þeirra.

Þessar forsendur gera okkur kleift að nota erfðabreytileika íslenskra Y-litninga til að draga tilteknar en takmarkaðar ályktanir um fjölda forfeðra íslenskra karla í beinan karllegg og þar með gefa þær óbeina vísbendingu um fjölda landnámsmanna. Hægt er að fræðast um þær aðferðir sem liggja til grundvallar slíkum útreikningum í ágætri bók eftir Hartl og Clark frá 1997 (sjá heimildir eða aðrar sambærilegar inngangsbækur í stofnerfðafræði).

Mikilvægt er að hafa í huga að þættir eins og náttúruval, genaflökt, seinni tíma innflutningur karla og upphafleg erfðasamsetning landnámshópsins hafa að öllu jöfnu veruleg áhrif á þann erfðabreytileika sem við mælum í Y-litningum og öðru erfðaefni mannhópa. Áhrif þessara þátta gera það að verkum að erfðabreytileiki íslenskra Y-litninga endurspeglar bara að hluta til fjölda landnámsmanna. Af þessum sökum er erfitt (ef ekki ómögulegt) að gefa nákvæmt mat á fjölda landnámsmanna eingöngu með Y-litningum.

Upplýsingar um erfðabreytileika íslenskra Y-litninga gera okkur kleift að útiloka öfgakenndar tilgátur á báða boga. Ef rannsókn á íslenskum körlum hefði til að mynda leitt í ljós að allir Y-litningar þeirra væru erfðafræðilega eins gætum við ályktað að allir íslenskir karlar gætu rakið karlleggi sína til eins forföður sem var uppi á nýliðnum öldum. Slík ofureinsleitni Y-litninga myndi að öllu jöfnu benda til þess að landnámsmenn hafi verið mjög fáir (ef til vill nokkur hundruð). Í ljósi þess að við finnum marga ólíka Y-litninga í íslenskum körlum getum við ályktað að forfeður á landnámstíma hafi ekki verið „mjög fáir”.

Jafn ljóst er að forfeður núlifandi íslenskra karla í beinan karllegg voru færri á landnámstíma en forfeður flestra annarra Evrópuþjóða. Þetta er vegna þess að erfðabreytileiki íslenskra Y-litninga er minni en erfðabreytileiki nánast allra annarra Evrópuþjóða (sjá Agnar Helgason og félagar 2000 og Agnar Helgason 2001).

Þeir sem vilja nákvæmara mat á fjölda landnámsmanna verða sem stendur að leita á náðir sagnfræðinga og fornleifafræðinga. Í framtíðinni gætu hins vegar erfðafræðin og ættfræðin veitt áreiðanlegri upplýsingar um fjölda landnámsmanna og -kvenna.

Hemildir:

Hartl, D.L. og Clark, A.G. 1997. Principles of population genetics. Sinauer, Sunderland, MA.

Helgason, A. 2001. The ancestry and genetic history of the Icelanders: An analysis of mtDNA sequences, Y chromosome haplotypes and genealogies. Doktorsritgerð. Institute of Biological Anthropology, University of Oxford.

Helgason, A., Sigurðardóttir, S., Nicholson, J., Sykes, B., Hill, E., Bradley, D.G., Bosnes, V., Gulcher, J.R., Ward, R., Stefánsson, K., 2000. „Estimating Scandinavian and Gaelic ancestry in the male settlers of Iceland”. American Journal of Human Genetics 67: 697-717.

Jón Steffensen 1975. Menning og meinsemdir: Ritgerðasafn um mótunarsögu íslenskrar þjóðar og baráttu hennar við hungur og sóttir. Ísafoldarprentsmiðja, Reykjavík.



Mynd: Air Academy High School: Genetic Engineering...