Sendu inn spurningu

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Hvaða áratugur er núna?

Samkvæmt tímatali okkar er núna fyrsti áratugur tuttugustu og fyrstu aldar. Hann byrjaði 1. janúar 2001 og honum lýkur 31. desember árið 2010. Á undan honum var tíundi áratugur tuttugustu aldar og á eftir honum er að sjálfsögðu annar áratugur 21. aldar.

Sjá til dæmis svar Þorsteins Vilhjálmssonar við spurningunni Hvenær eru aldamót, og af hverju hélt fólk að þau væru um áramótin 1999/2000? og til samanburðar "laggott" svar ÞV við spurningunni Hvenær kemst maður á fertugsaldur? Er það við þrítugasta afmælisdaginn eða þann þrítugasta og fyrsta?

Útgáfudagur

15.5.2001

Spyrjandi

Sandra Dís Sigurðardóttir, fædd 1987

Höfundur

Þorsteinn Vilhjálmsson

prófessor emeritus, ritstjóri Vísindavefsins 2000-2010 og ritstjóri Evrópuvefsins 2011

Tilvísun

Þorsteinn Vilhjálmsson. „Hvaða áratugur er núna?“ Vísindavefurinn, 15. maí 2001. Sótt 13. nóvember 2019. http://visindavefur.is/svar.php?id=1606.

Þorsteinn Vilhjálmsson. (2001, 15. maí). Hvaða áratugur er núna? Vísindavefurinn. Sótt af http://visindavefur.is/svar.php?id=1606

Þorsteinn Vilhjálmsson. „Hvaða áratugur er núna?“ Vísindavefurinn. 15. maí. 2001. Vefsíða. 13. nóv. 2019. <http://visindavefur.is/svar.php?id=1606>.

Chicago | APA | MLA

Sendu inn spurningu
eða

Vísindadagatalið

Viðar Guðmundsson

1955

Viðar Guðmundsson er prófessor í eðlisfræði við HÍ. Rannsóknir Viðars hafa snúist um líkanagerð af ýmsum eiginleikum rafeindakerfa í skertum víddum í manngerðum hálfleiðurum.