Sólin Sólin Rís 11:13 • sest 15:31 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 13:20 • Sest 09:25 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 04:21 • Síðdegis: 16:45 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 10:42 • Síðdegis: 22:57 í Reykjavík
Sólin Sólin Rís 11:13 • sest 15:31 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 13:20 • Sest 09:25 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 04:21 • Síðdegis: 16:45 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 10:42 • Síðdegis: 22:57 í Reykjavík
LeiðbeiningarTil baka

Sendu inn spurningu

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Hvað getur blettatígur haldið hámarkshraða lengi?

Jón Már Halldórsson



Blettatígurinn (Acinonyx jubatus) er sprettharðasta landspendýr heims. Á stuttum sprettum getur hann náð yfir 100 km hraða á klst. Þess má geta til samanburðar að bestu hundrað metra hlauparar meðal manna fara þá vegalengd á 10 sekúndum sem samsvarar 36 km á klst. Við mundum því ekki komast langt á hlaupum undan blettatígri!

Blettatígurinn er mjög vel aðlagaður slíkum hlaupum; hann er meðal annars tiltölulega léttbyggður samanborið við önnur stór kattardýr (frá 35 til 60 kg að þyngd), með lítinn haus og mjög langar lappir. Blettatígurinn getur ekki dregið klærnar inn eins og önnur kattardýr.

Það tekur blettatígurinn aðeins um 3 sekúndur að ná 90 km/klst. Samkvæmt rannsóknum getur hann haldið slíkum hraða, og jafnvel meiri, í að minnsta kosti 20 sekúndur og allt upp í 40-50 sekúndur. Þó er óalgengt að blettatígrar haldi út á hámarkshraða í meira en hálfa mínútu. Árangur veiðiatlögunnar veltur á þessum stutta tíma. Þessi veiðiaðferð reynist blettatígrinum einstaklega árangursrík því rannsóknir hafa sýnt að 50% af tilraunum blettatígursins enda með veiði. Oft gerist það reyndar að blettatígurinn er rændur bráðinni og þar eru oftast hýenur og ljón að verki.

Myndin er fengin á vefsetrinu Zoonet.org

Skoðið einnig skyld svör:

Höfundur

Jón Már Halldórsson

líffræðingur

Útgáfudagur

15.5.2001

Spyrjandi

Víkingur Hauksson

Tilvísun

Jón Már Halldórsson. „Hvað getur blettatígur haldið hámarkshraða lengi?“ Vísindavefurinn, 15. maí 2001, sótt 13. desember 2024, https://visindavefur.is/svar.php?id=1608.

Jón Már Halldórsson. (2001, 15. maí). Hvað getur blettatígur haldið hámarkshraða lengi? Vísindavefurinn. https://visindavefur.is/svar.php?id=1608

Jón Már Halldórsson. „Hvað getur blettatígur haldið hámarkshraða lengi?“ Vísindavefurinn. 15. maí. 2001. Vefsíða. 13. des. 2024. <https://visindavefur.is/svar.php?id=1608>.

Chicago | APA | MLA

Senda grein til vinar

=

Hvað getur blettatígur haldið hámarkshraða lengi?


Blettatígurinn (Acinonyx jubatus) er sprettharðasta landspendýr heims. Á stuttum sprettum getur hann náð yfir 100 km hraða á klst. Þess má geta til samanburðar að bestu hundrað metra hlauparar meðal manna fara þá vegalengd á 10 sekúndum sem samsvarar 36 km á klst. Við mundum því ekki komast langt á hlaupum undan blettatígri!

Blettatígurinn er mjög vel aðlagaður slíkum hlaupum; hann er meðal annars tiltölulega léttbyggður samanborið við önnur stór kattardýr (frá 35 til 60 kg að þyngd), með lítinn haus og mjög langar lappir. Blettatígurinn getur ekki dregið klærnar inn eins og önnur kattardýr.

Það tekur blettatígurinn aðeins um 3 sekúndur að ná 90 km/klst. Samkvæmt rannsóknum getur hann haldið slíkum hraða, og jafnvel meiri, í að minnsta kosti 20 sekúndur og allt upp í 40-50 sekúndur. Þó er óalgengt að blettatígrar haldi út á hámarkshraða í meira en hálfa mínútu. Árangur veiðiatlögunnar veltur á þessum stutta tíma. Þessi veiðiaðferð reynist blettatígrinum einstaklega árangursrík því rannsóknir hafa sýnt að 50% af tilraunum blettatígursins enda með veiði. Oft gerist það reyndar að blettatígurinn er rændur bráðinni og þar eru oftast hýenur og ljón að verki.

Myndin er fengin á vefsetrinu Zoonet.org

Skoðið einnig skyld svör:...