Sólin Sólin Rís 03:55 • sest 22:56 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 18:59 • Sest 03:37 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 04:27 • Síðdegis: 16:57 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 10:42 • Síðdegis: 23:06 í Reykjavík

Hvað er vatnshöfuð og hverjar eru afleiðingar þess?

Þórður Þórkelsson og Davíð Þórisson

Miðtaugakerfið (það er heili og mæna) er umlukið tærum vökva, svokölluðum mænuvökva, sem verndar það fyrir ytri áverkum. Inni í heilanum eru fjögur vökvafyllt hólf, svokölluð heilahólf, sem eru samtengd og opnast út á yfirborð heilans. Mænuvökvinn myndast inni í heilahófunum þaðan sem hann rennur út á yfirborð heilans. Hann frásogast að lokum inn í æðar sem liggja á innra yfirborði höfuðkúpunnar.

Vatnshöfuð (hydrocephalus) myndast þegar afrennsli eða frásog vökvans truflast. Myndast þá þrýstingur inni í heilahólfunum, þau stækka og þrýsta á heilavefinn, sem fellur meira og minna saman. Eykst þannig vatnsmagnið inni í höfðinu.

Vatnshöfuð getur ýmist verið meðfætt eða áunnið (til dæmis eftir höfuðáverka eða heilahimnubólgu). Þegar um kornabörn er að ræða stækkar höfuð þeirra yfirleitt, þar sem höfuðbeinin eru ekki samvaxin fyrstu mánuði lífsins.

Vatnshöfuð getur valdið ýmsum einkennum frá miðtaugakerfi, svo sem ógleði, uppköstum, sjónsviðsbreytingum og jafnvel skertri meðvitund.

Vatnshöfuð leiðir nánast undantekningarlaust til dauða ef ekkert er að gert. Nútímalæknisfræði gerir okkur ekki kleift að lækna vatnshöfuð heldur aðeins að meðhöndla sjúkdóminn. Oftast er þetta gert með því að setja plastlegg á milli heilahólfs og niður í kviðarhol, þaðan sem vökvinn frásogast inn í blóðrásina. Helstu fylgikvillar þeirrar meðferðar eru sýkingar og stíflur í leggnum.

Sum þeirra barna sem fá vatnshöfuð verða hreyfihömluð og jafnvel þroskaskert. Mikilvægt er að greina og meðhöndla vatnshöfuð fljótt og vel, til þess að minnka líkur á því að einstaklingurinn verði fyrir taugaskaða.

Höfundar

Útgáfudagur

15.5.2001

Spyrjandi

Garðar Jóhannesson

Tilvísun

Þórður Þórkelsson og Davíð Þórisson. „Hvað er vatnshöfuð og hverjar eru afleiðingar þess?“ Vísindavefurinn, 15. maí 2001. Sótt 20. maí 2024. http://visindavefur.is/svar.php?id=1609.

Þórður Þórkelsson og Davíð Þórisson. (2001, 15. maí). Hvað er vatnshöfuð og hverjar eru afleiðingar þess? Vísindavefurinn. Sótt af http://visindavefur.is/svar.php?id=1609

Þórður Þórkelsson og Davíð Þórisson. „Hvað er vatnshöfuð og hverjar eru afleiðingar þess?“ Vísindavefurinn. 15. maí. 2001. Vefsíða. 20. maí. 2024. <http://visindavefur.is/svar.php?id=1609>.

Chicago | APA | MLA

Spyrja

Sendu inn spurningu LeiðbeiningarTil baka

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Senda grein til vinar

=

Hvað er vatnshöfuð og hverjar eru afleiðingar þess?
Miðtaugakerfið (það er heili og mæna) er umlukið tærum vökva, svokölluðum mænuvökva, sem verndar það fyrir ytri áverkum. Inni í heilanum eru fjögur vökvafyllt hólf, svokölluð heilahólf, sem eru samtengd og opnast út á yfirborð heilans. Mænuvökvinn myndast inni í heilahófunum þaðan sem hann rennur út á yfirborð heilans. Hann frásogast að lokum inn í æðar sem liggja á innra yfirborði höfuðkúpunnar.

Vatnshöfuð (hydrocephalus) myndast þegar afrennsli eða frásog vökvans truflast. Myndast þá þrýstingur inni í heilahólfunum, þau stækka og þrýsta á heilavefinn, sem fellur meira og minna saman. Eykst þannig vatnsmagnið inni í höfðinu.

Vatnshöfuð getur ýmist verið meðfætt eða áunnið (til dæmis eftir höfuðáverka eða heilahimnubólgu). Þegar um kornabörn er að ræða stækkar höfuð þeirra yfirleitt, þar sem höfuðbeinin eru ekki samvaxin fyrstu mánuði lífsins.

Vatnshöfuð getur valdið ýmsum einkennum frá miðtaugakerfi, svo sem ógleði, uppköstum, sjónsviðsbreytingum og jafnvel skertri meðvitund.

Vatnshöfuð leiðir nánast undantekningarlaust til dauða ef ekkert er að gert. Nútímalæknisfræði gerir okkur ekki kleift að lækna vatnshöfuð heldur aðeins að meðhöndla sjúkdóminn. Oftast er þetta gert með því að setja plastlegg á milli heilahólfs og niður í kviðarhol, þaðan sem vökvinn frásogast inn í blóðrásina. Helstu fylgikvillar þeirrar meðferðar eru sýkingar og stíflur í leggnum.

Sum þeirra barna sem fá vatnshöfuð verða hreyfihömluð og jafnvel þroskaskert. Mikilvægt er að greina og meðhöndla vatnshöfuð fljótt og vel, til þess að minnka líkur á því að einstaklingurinn verði fyrir taugaskaða.

...