Sólin Sólin Rís 10:54 • sest 15:41 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 00:00 • Sest 00:00 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 08:02 • Síðdegis: 20:23 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 01:45 • Síðdegis: 14:25 í Reykjavík
Sólin Sólin Rís 10:54 • sest 15:41 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 00:00 • Sest 00:00 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 08:02 • Síðdegis: 20:23 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 01:45 • Síðdegis: 14:25 í Reykjavík
LeiðbeiningarTil baka

Sendu inn spurningu

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Hvað eru margar sekúndur í einum sólarhring og í einu ári? Hvað eru margar klukkustundir í einu ári?

Stefán Ingi Valdimarsson og Þorsteinn Vilhjálmsson

Hver mínúta er 60 sekúndur og hver klukkustund 60 mínútur. Klukkustund er því 60 * 60 = 3.600 sekúndur.

Sólarhringur er 24 klukkustundir eða 24*3600 = 86.400 sekúndur.

Við getum svo haldið áfram að reikna:

Í hverri viku eru 7*86.400 = 604.800 sekúndur.

Fjögurra vikna gamalt barn hefur því lifað í 2.419.200 sekúndur.

Málið vandast eilítið þegar talið berst að árinu því að þá þarf að tiltaka um hvers konar ár er verið að tala. Einfalt er að reikna að venjulegt almanaksár, sem er 365 sólarhringar, er 31.536.000 sekúndur eða 8.760 klukkustundir. Hlaupárið er hins vegar 31.622.400 sekúndur eða 8.784 klukkustundir.

Meðalárið í tímatali okkar, gregoríanska árið, er 365,2425 sólarhringar eða 8765,82 klukkustundir eða 31.556.952 sekúndur. Náttúrlega árið sem ræður árstíðaskiptum, hvarfárið, er hins vegar 365,24220 sólarhringar eða 31.556.926 sekúndur samkvæmt því.

Sekúndan er nú sú tímaeining sem lögð er til grundvallar í alþjóðlega einingakerfinu (SI) og þar með í vísindalegum tímamælingum. Hún er nú skilgreind sem tiltekið margfeldi af sveiflutíma í rafsegulgeislun frá sesíni 133 (Cs-133) sem er ein af samsætum frumefnisins sesíns (cesium).

Tímaeiningarnar hvarfár, sólarhringur og sekúnda miðast þannig allar við tiltekin fyrirbæri náttúrunnar, umferðartíma jarðar, möndulsnúning hennar og tiltekna geislun frá atómum. Þekkt er að sólarhringurinn lengist hægt og hægt vegna sjávarfallakrafta sem draga úr möndulsnúningnum og er vikið að því í öðrum svörum hér á Vísindavefnum.

Heimild: Almanak Háskóla Íslands.



Mynd: HB

Höfundar

sérfræðingur á Stærðfræðistofu Raunvísindastofnunar Háskóla Íslands

Þorsteinn Vilhjálmsson

prófessor emeritus, ritstjóri Vísindavefsins 2000-2010 og ritstjóri Evrópuvefsins 2011

Útgáfudagur

15.5.2001

Spyrjandi

Þorsteinn Árnason, Brynja Finnsdóttir,
Aron I. Kristinsson, Snævar Gestsson,
Marteinn Aðalsteinsson

Tilvísun

Stefán Ingi Valdimarsson og Þorsteinn Vilhjálmsson. „Hvað eru margar sekúndur í einum sólarhring og í einu ári? Hvað eru margar klukkustundir í einu ári?“ Vísindavefurinn, 15. maí 2001, sótt 4. desember 2024, https://visindavefur.is/svar.php?id=1610.

Stefán Ingi Valdimarsson og Þorsteinn Vilhjálmsson. (2001, 15. maí). Hvað eru margar sekúndur í einum sólarhring og í einu ári? Hvað eru margar klukkustundir í einu ári? Vísindavefurinn. https://visindavefur.is/svar.php?id=1610

Stefán Ingi Valdimarsson og Þorsteinn Vilhjálmsson. „Hvað eru margar sekúndur í einum sólarhring og í einu ári? Hvað eru margar klukkustundir í einu ári?“ Vísindavefurinn. 15. maí. 2001. Vefsíða. 4. des. 2024. <https://visindavefur.is/svar.php?id=1610>.

Chicago | APA | MLA

Senda grein til vinar

=

Hvað eru margar sekúndur í einum sólarhring og í einu ári? Hvað eru margar klukkustundir í einu ári?
Hver mínúta er 60 sekúndur og hver klukkustund 60 mínútur. Klukkustund er því 60 * 60 = 3.600 sekúndur.

Sólarhringur er 24 klukkustundir eða 24*3600 = 86.400 sekúndur.

Við getum svo haldið áfram að reikna:

Í hverri viku eru 7*86.400 = 604.800 sekúndur.

Fjögurra vikna gamalt barn hefur því lifað í 2.419.200 sekúndur.

Málið vandast eilítið þegar talið berst að árinu því að þá þarf að tiltaka um hvers konar ár er verið að tala. Einfalt er að reikna að venjulegt almanaksár, sem er 365 sólarhringar, er 31.536.000 sekúndur eða 8.760 klukkustundir. Hlaupárið er hins vegar 31.622.400 sekúndur eða 8.784 klukkustundir.

Meðalárið í tímatali okkar, gregoríanska árið, er 365,2425 sólarhringar eða 8765,82 klukkustundir eða 31.556.952 sekúndur. Náttúrlega árið sem ræður árstíðaskiptum, hvarfárið, er hins vegar 365,24220 sólarhringar eða 31.556.926 sekúndur samkvæmt því.

Sekúndan er nú sú tímaeining sem lögð er til grundvallar í alþjóðlega einingakerfinu (SI) og þar með í vísindalegum tímamælingum. Hún er nú skilgreind sem tiltekið margfeldi af sveiflutíma í rafsegulgeislun frá sesíni 133 (Cs-133) sem er ein af samsætum frumefnisins sesíns (cesium).

Tímaeiningarnar hvarfár, sólarhringur og sekúnda miðast þannig allar við tiltekin fyrirbæri náttúrunnar, umferðartíma jarðar, möndulsnúning hennar og tiltekna geislun frá atómum. Þekkt er að sólarhringurinn lengist hægt og hægt vegna sjávarfallakrafta sem draga úr möndulsnúningnum og er vikið að því í öðrum svörum hér á Vísindavefnum.

Heimild: Almanak Háskóla Íslands.



Mynd: HB...