Sólin Sólin Rís 05:43 • sest 21:13 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 13:37 • Sest 06:11 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 02:59 • Síðdegis: 15:47 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 09:39 • Síðdegis: 21:50 í Reykjavík

Hvaða merkingu hefur það þegar barn fæðist í „sigurkufli”?

Eyja Margrét Brynjarsdóttir

Samkvæmt Íslenskri orðabók í ritstjórn Árna Böðvarssonar merkir orðið sigurkufl ‘(órofin) fósturhimna utan um nýfætt barn’.

Fósturhimnan eða líknarbelgurinn er belgur sem umlykur fóstur ásamt legvatni í móðurkviði. Við fæðingu rofnar belgurinn yfirleitt og kemur út ásamt fylgjunni eftir að barnið er fætt. Stundum gerist það þó að barnið er enn í líknarbelgnum þegar það fæðist, ýmist að hluta til eða umlukið honum. Þótt talað sé um sigurkufl sem „órofna” fósturhimnu er himnan varla órofin í strangasta skilningi þar sem illa gengi væntanlega að fæða barnið ef legvatnið hefði ekki fengið að leka út fyrst.

Það að fæðast í sigurkufli hefur löngum verið talið gæfumerki víða um heim. Sumstaðar hefur það einnig verið álitið forboði skyggnigáfu.

Höfundur

Eyja Margrét Brynjarsdóttir

prófessor í heimspeki og hagnýtri siðfræði

Útgáfudagur

16.5.2001

Spyrjandi

Axel Cortez

Tilvísun

Eyja Margrét Brynjarsdóttir. „Hvaða merkingu hefur það þegar barn fæðist í „sigurkufli”?“ Vísindavefurinn, 16. maí 2001. Sótt 18. apríl 2024. http://visindavefur.is/svar.php?id=1613.

Eyja Margrét Brynjarsdóttir. (2001, 16. maí). Hvaða merkingu hefur það þegar barn fæðist í „sigurkufli”? Vísindavefurinn. Sótt af http://visindavefur.is/svar.php?id=1613

Eyja Margrét Brynjarsdóttir. „Hvaða merkingu hefur það þegar barn fæðist í „sigurkufli”?“ Vísindavefurinn. 16. maí. 2001. Vefsíða. 18. apr. 2024. <http://visindavefur.is/svar.php?id=1613>.

Chicago | APA | MLA

Spyrja

Sendu inn spurningu LeiðbeiningarTil baka

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Senda grein til vinar

=

Hvaða merkingu hefur það þegar barn fæðist í „sigurkufli”?
Samkvæmt Íslenskri orðabók í ritstjórn Árna Böðvarssonar merkir orðið sigurkufl ‘(órofin) fósturhimna utan um nýfætt barn’.

Fósturhimnan eða líknarbelgurinn er belgur sem umlykur fóstur ásamt legvatni í móðurkviði. Við fæðingu rofnar belgurinn yfirleitt og kemur út ásamt fylgjunni eftir að barnið er fætt. Stundum gerist það þó að barnið er enn í líknarbelgnum þegar það fæðist, ýmist að hluta til eða umlukið honum. Þótt talað sé um sigurkufl sem „órofna” fósturhimnu er himnan varla órofin í strangasta skilningi þar sem illa gengi væntanlega að fæða barnið ef legvatnið hefði ekki fengið að leka út fyrst.

Það að fæðast í sigurkufli hefur löngum verið talið gæfumerki víða um heim. Sumstaðar hefur það einnig verið álitið forboði skyggnigáfu.

...