Sólin Sólin Rís 05:19 • sest 21:35 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 25:18 • Sest 04:56 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 07:07 • Síðdegis: 19:24 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 01:08 • Síðdegis: 13:14 í Reykjavík
Árnastofnun - mynd í *Árnarstofnun

Hvað er pamfíll?

Guðrún Kvaran

Upphafleg spurning var á þessa leið: Hvað er pamfíll? Oft er sagt: „Þú ert lukkunnar pamfíll.” Við hvað er verið að líkja manni?

Orðið pamfíll er þekkt í íslensku máli frá því á 18. öld. Elsta dæmi Orðabókar Háskólans er úr orðabókarhandriti Jóns Ólafssonar úr Grunnavík, aðstoðarmanns Árna Magnússonar handritasafnara. Orðið var notað um sérstakt spil sem meðal annars er sagt frá hjá Ólafi Davíðssyni í bókinni Gátur, þulur, skemmtanir og vikivakar. Pamfíll var líka notað um laufagosa í spilinu púkki, að minnsta kosti á Suðurlandi. Þriðja merkingin í orðinu er 'náungi', nú oftast í sambandinu lukkunnar pamfíll 'heppinn maður, sá sem lánið leikur við'.

Pamfíll er tökuorð úr dönsku pamfilius þar sem það var notað um laufagosann og sérstakt spil eins og hér en einnig almennt um fólk. Danska orðið er aftur fengið að láni úr latínu þar sem Pamphilius var mannsnafn tekið að láni úr grísku Pámphilos.



Mynd: HB

Höfundur

Guðrún Kvaran

prófessor

Útgáfudagur

17.5.2001

Spyrjandi

Ómar Birgisson

Efnisorð

Tilvísun

Guðrún Kvaran. „Hvað er pamfíll?“ Vísindavefurinn, 17. maí 2001. Sótt 25. apríl 2024. http://visindavefur.is/svar.php?id=1614.

Guðrún Kvaran. (2001, 17. maí). Hvað er pamfíll? Vísindavefurinn. Sótt af http://visindavefur.is/svar.php?id=1614

Guðrún Kvaran. „Hvað er pamfíll?“ Vísindavefurinn. 17. maí. 2001. Vefsíða. 25. apr. 2024. <http://visindavefur.is/svar.php?id=1614>.

Chicago | APA | MLA

Spyrja

Sendu inn spurningu LeiðbeiningarTil baka

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Senda grein til vinar

=

Hvað er pamfíll?

Upphafleg spurning var á þessa leið: Hvað er pamfíll? Oft er sagt: „Þú ert lukkunnar pamfíll.” Við hvað er verið að líkja manni?

Orðið pamfíll er þekkt í íslensku máli frá því á 18. öld. Elsta dæmi Orðabókar Háskólans er úr orðabókarhandriti Jóns Ólafssonar úr Grunnavík, aðstoðarmanns Árna Magnússonar handritasafnara. Orðið var notað um sérstakt spil sem meðal annars er sagt frá hjá Ólafi Davíðssyni í bókinni Gátur, þulur, skemmtanir og vikivakar. Pamfíll var líka notað um laufagosa í spilinu púkki, að minnsta kosti á Suðurlandi. Þriðja merkingin í orðinu er 'náungi', nú oftast í sambandinu lukkunnar pamfíll 'heppinn maður, sá sem lánið leikur við'.

Pamfíll er tökuorð úr dönsku pamfilius þar sem það var notað um laufagosann og sérstakt spil eins og hér en einnig almennt um fólk. Danska orðið er aftur fengið að láni úr latínu þar sem Pamphilius var mannsnafn tekið að láni úr grísku Pámphilos.



Mynd: HB

...