Sólin Sólin Rís 05:47 • sest 21:09 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 11:52 • Sest 06:25 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 01:29 • Síðdegis: 14:32 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 08:11 • Síðdegis: 20:41 í Reykjavík

Hver er munurinn á kvíða og hræðslu?

Eiríkur Örn Arnarson

Spurningin í heild sinni hljóðaði svona:
Hver er munurinn á kvíða og hræðslu? Er hollt að vera hræddur eða kvíðinn almennt eða getur það breyst í taugaveiklun og þunglyndi?
Kvíði er samansettur úr margs konar líffræðilegum viðbrögðum, vitrænum viðbrögðum og hegðun fremur en að hann sé eitt ákveðið viðbragð. Kvíði er almennur og þarf ekki að tengjast ákveðnu áreiti eða aðstæðum. Hræðsla er sértæk og tengist ákveðnum stað, aðstæðum, einstaklingi eða atferli. Hræðsla er eðlilegt viðbragð við yfirvofandi hættu eða ógnun og þarf ekki að hamla athafnafrelsi. Hræðsla er mjög algeng hjá konum sem körlum. Hún er einnig algeng meðal barna og hverfur með tímanum.

Kvíði getur verið æskilegur, hvatt til dáða og bætt árangur, en þegar kvíðinn fer yfir ákveðin mörk snýst hann í andhverfu sína og fer að hafa letjandi áhrif á færni. Kvíði, ótti, hræðsla, spenna og reiði eru ólíkar tilfinningar sem framkalla áþekk lífeðlisleg viðbrögð og hægt er að söðla um í tilfinningum í einu vetfangi.

Í daglegu tali má finna myndlíkingar um líffræðileg viðbrögð kvíða; að vera „rauður sem karfi”, „eins og eldhnöttur í framan”, að „setja dreyrrauðan” og „vera undirlagður af vöðvagigt”. Aðrar myndlíkingar vísa fremur til hegðunar; að vera eins og „hengdur upp á þráð”, „blakta eins og strá í vindi” og vera „á nálum” og til eru myndlíkingar sem skírskota til almenns kvíðaástands, svo sem að vera „á tauginni”, „ofsaspenntur” eða „í kerfi”.

Helstu líffræðilegu viðbrögð við kvíða eru sviti, roði í andliti, hjartsláttaróregla og -köst, ör andardráttur eða andnauð, vöðvaspenna, óþægindi í kviðarholi, tíð þvaglát, að kyngja munnvatni óvenju oft, verkir og sársauki og einbeitingarskortur.

Kvíði kemur fram í atferli sem skjálfti, titringur, málhelti, stam, hlé milli orða og spurningar sem endurspegla kvíða. Stundarminni skerðist í kvíða, það dregur úr viðbragðsflýti og hæfni til að læra flókið efni. Þegar fólk er kvíðið aukast líkur á að beita gömlum, vel æfðum viðbrögðum sem eiga þó ef til vill ekki við. Þetta er sambærilegt við það sem gerist, þegar akstursskilyrði breytast seint á haustin, frýs skyndilega og verður launhált. Þá eru viðbrögð sem voru rétt að sumarlagi ekki lengur viðeigandi.

Kvíði getur ýmist verið tímabundinn eða langvarandi. Sem dæmi um hinn fyrrnefnda má nefna kvíða fyrir próf eða mikilvæga atburði og hverfur hann þegar álaginu linnir. Langvarandi kvíði er verri viðureignar og getur haft neikvæð áhrif á líf einstaklings vegna þess óöryggis sem honum fylgir. Kvíðnir einstaklingar hafa oft áhyggjur af áliti annarra, eiga erfitt með að taka ákvarðanir, eru nákvæmir, leita eftir fullkomnun, finna til óeirðar og röskunar á svefni, finnst lítið til sín koma og eru sjálfum sér ónógir.

Þótt kvíði geti verið vel fallinn til að koma einstaklingi í viðbragðsstöðu og verjast yfirvofandi ógn telst varla æskilegt að vera almennt kvíðinn eða hræddur.

Kvíði er að jafnaði fylgisfiskur þunglyndis en erfitt er að sýna fram á að hann leiði til þunglyndis.

Mynd:

Höfundur

dósent í sálarfræði við læknadeild HÍ

Útgáfudagur

17.5.2001

Spyrjandi

Stefán Stefánsson, f. 1981

Efnisorð

Tilvísun

Eiríkur Örn Arnarson. „Hver er munurinn á kvíða og hræðslu?“ Vísindavefurinn, 17. maí 2001. Sótt 17. apríl 2024. http://visindavefur.is/svar.php?id=1615.

Eiríkur Örn Arnarson. (2001, 17. maí). Hver er munurinn á kvíða og hræðslu? Vísindavefurinn. Sótt af http://visindavefur.is/svar.php?id=1615

Eiríkur Örn Arnarson. „Hver er munurinn á kvíða og hræðslu?“ Vísindavefurinn. 17. maí. 2001. Vefsíða. 17. apr. 2024. <http://visindavefur.is/svar.php?id=1615>.

Chicago | APA | MLA

Spyrja

Sendu inn spurningu LeiðbeiningarTil baka

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Senda grein til vinar

=

Hver er munurinn á kvíða og hræðslu?
Spurningin í heild sinni hljóðaði svona:

Hver er munurinn á kvíða og hræðslu? Er hollt að vera hræddur eða kvíðinn almennt eða getur það breyst í taugaveiklun og þunglyndi?
Kvíði er samansettur úr margs konar líffræðilegum viðbrögðum, vitrænum viðbrögðum og hegðun fremur en að hann sé eitt ákveðið viðbragð. Kvíði er almennur og þarf ekki að tengjast ákveðnu áreiti eða aðstæðum. Hræðsla er sértæk og tengist ákveðnum stað, aðstæðum, einstaklingi eða atferli. Hræðsla er eðlilegt viðbragð við yfirvofandi hættu eða ógnun og þarf ekki að hamla athafnafrelsi. Hræðsla er mjög algeng hjá konum sem körlum. Hún er einnig algeng meðal barna og hverfur með tímanum.

Kvíði getur verið æskilegur, hvatt til dáða og bætt árangur, en þegar kvíðinn fer yfir ákveðin mörk snýst hann í andhverfu sína og fer að hafa letjandi áhrif á færni. Kvíði, ótti, hræðsla, spenna og reiði eru ólíkar tilfinningar sem framkalla áþekk lífeðlisleg viðbrögð og hægt er að söðla um í tilfinningum í einu vetfangi.

Í daglegu tali má finna myndlíkingar um líffræðileg viðbrögð kvíða; að vera „rauður sem karfi”, „eins og eldhnöttur í framan”, að „setja dreyrrauðan” og „vera undirlagður af vöðvagigt”. Aðrar myndlíkingar vísa fremur til hegðunar; að vera eins og „hengdur upp á þráð”, „blakta eins og strá í vindi” og vera „á nálum” og til eru myndlíkingar sem skírskota til almenns kvíðaástands, svo sem að vera „á tauginni”, „ofsaspenntur” eða „í kerfi”.

Helstu líffræðilegu viðbrögð við kvíða eru sviti, roði í andliti, hjartsláttaróregla og -köst, ör andardráttur eða andnauð, vöðvaspenna, óþægindi í kviðarholi, tíð þvaglát, að kyngja munnvatni óvenju oft, verkir og sársauki og einbeitingarskortur.

Kvíði kemur fram í atferli sem skjálfti, titringur, málhelti, stam, hlé milli orða og spurningar sem endurspegla kvíða. Stundarminni skerðist í kvíða, það dregur úr viðbragðsflýti og hæfni til að læra flókið efni. Þegar fólk er kvíðið aukast líkur á að beita gömlum, vel æfðum viðbrögðum sem eiga þó ef til vill ekki við. Þetta er sambærilegt við það sem gerist, þegar akstursskilyrði breytast seint á haustin, frýs skyndilega og verður launhált. Þá eru viðbrögð sem voru rétt að sumarlagi ekki lengur viðeigandi.

Kvíði getur ýmist verið tímabundinn eða langvarandi. Sem dæmi um hinn fyrrnefnda má nefna kvíða fyrir próf eða mikilvæga atburði og hverfur hann þegar álaginu linnir. Langvarandi kvíði er verri viðureignar og getur haft neikvæð áhrif á líf einstaklings vegna þess óöryggis sem honum fylgir. Kvíðnir einstaklingar hafa oft áhyggjur af áliti annarra, eiga erfitt með að taka ákvarðanir, eru nákvæmir, leita eftir fullkomnun, finna til óeirðar og röskunar á svefni, finnst lítið til sín koma og eru sjálfum sér ónógir.

Þótt kvíði geti verið vel fallinn til að koma einstaklingi í viðbragðsstöðu og verjast yfirvofandi ógn telst varla æskilegt að vera almennt kvíðinn eða hræddur.

Kvíði er að jafnaði fylgisfiskur þunglyndis en erfitt er að sýna fram á að hann leiði til þunglyndis.

Mynd:...