Sólin Sólin Rís 08:13 • sest 18:13 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 18:20 • Sest 00:24 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 02:43 • Síðdegis: 15:15 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 08:57 • Síðdegis: 21:43 í Reykjavík
Sólin Sólin Rís 08:13 • sest 18:13 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 18:20 • Sest 00:24 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 02:43 • Síðdegis: 15:15 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 08:57 • Síðdegis: 21:43 í Reykjavík
LeiðbeiningarTil baka

Sendu inn spurningu

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Hvert er minnsta dýr sem vitað er um?

Arnþór Garðarsson (1938-2021)

Við þessari spurningu er sennilega ekkert eitt rétt svar. Tvær ástæður eru fyrir því, sé svarið eingöngu miðað við lengd fullvaxins dýrs. Önnur ástæðan er flokkunarfræðileg: Hvað er dýr? Hin varðar nákvæmni og viðmið í mælingum.

Í flokkunarfræði nútímans eru þeir einfrumungar sem áður töldust vera einfruma dýr, eða frumdýr (fylkingin Protozoa), flokkaðir með fjölmörgum öðrum einfrumungum sem sérstakt ríki einfrumunga, Protista. Dýraríkið (Animalia) samanstendur þá eingöngu af fjölfruma dýrum. Minnstu frumdýrin samkvæmt gamla flokkunarkerfinu eru kringum 1 míkrómetri (einn þúsundasta úr millimetra) á lengd, en þau eru sem sé ekki lengur talin til dýraríkisins.

Minnstu dýrin eru að öllum líkindum mjúk smádýr og þá sérstaklega hol-lausir flatormar (flokkurinn Acoela). Erfitt er að mæla lengd slíkra dýra nákvæmlega af því að þau eru mjög teygjanleg. Til dæmis mælist lengd á flatorminum Pseudactinoposthia parva vera rétt um 0,03 mm, en hann mun vera ein smæsta dýrategundin.

Sum skordýr eru afar smávaxin. Minnstu skordýrin eru sníkjuvespur (æðvængjur) af ættinni Mymaridae og er talið að karldýr af tegundinni Dicopomorpha echmepterygis séu minnst allra skordýra en lengd þeirra fer niður í 139 míkrómetra (=0,139 mm). Kvendýrin eru um 40% stærri.

Höfundur

prófessor í líffræði við HÍ

Útgáfudagur

29.2.2000

Spyrjandi

Sigþór S. Ólafsson

Efnisorð

Tilvísun

Arnþór Garðarsson (1938-2021). „Hvert er minnsta dýr sem vitað er um?“ Vísindavefurinn, 29. febrúar 2000, sótt 13. október 2024, https://visindavefur.is/svar.php?id=162.

Arnþór Garðarsson (1938-2021). (2000, 29. febrúar). Hvert er minnsta dýr sem vitað er um? Vísindavefurinn. https://visindavefur.is/svar.php?id=162

Arnþór Garðarsson (1938-2021). „Hvert er minnsta dýr sem vitað er um?“ Vísindavefurinn. 29. feb. 2000. Vefsíða. 13. okt. 2024. <https://visindavefur.is/svar.php?id=162>.

Chicago | APA | MLA

Senda grein til vinar

=

Hvert er minnsta dýr sem vitað er um?
Við þessari spurningu er sennilega ekkert eitt rétt svar. Tvær ástæður eru fyrir því, sé svarið eingöngu miðað við lengd fullvaxins dýrs. Önnur ástæðan er flokkunarfræðileg: Hvað er dýr? Hin varðar nákvæmni og viðmið í mælingum.

Í flokkunarfræði nútímans eru þeir einfrumungar sem áður töldust vera einfruma dýr, eða frumdýr (fylkingin Protozoa), flokkaðir með fjölmörgum öðrum einfrumungum sem sérstakt ríki einfrumunga, Protista. Dýraríkið (Animalia) samanstendur þá eingöngu af fjölfruma dýrum. Minnstu frumdýrin samkvæmt gamla flokkunarkerfinu eru kringum 1 míkrómetri (einn þúsundasta úr millimetra) á lengd, en þau eru sem sé ekki lengur talin til dýraríkisins.

Minnstu dýrin eru að öllum líkindum mjúk smádýr og þá sérstaklega hol-lausir flatormar (flokkurinn Acoela). Erfitt er að mæla lengd slíkra dýra nákvæmlega af því að þau eru mjög teygjanleg. Til dæmis mælist lengd á flatorminum Pseudactinoposthia parva vera rétt um 0,03 mm, en hann mun vera ein smæsta dýrategundin.

Sum skordýr eru afar smávaxin. Minnstu skordýrin eru sníkjuvespur (æðvængjur) af ættinni Mymaridae og er talið að karldýr af tegundinni Dicopomorpha echmepterygis séu minnst allra skordýra en lengd þeirra fer niður í 139 míkrómetra (=0,139 mm). Kvendýrin eru um 40% stærri. ...