Sólin Sólin Rís 05:22 • sest 21:31 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 23:11 • Sest 05:11 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 06:38 • Síðdegis: 18:56 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 00:39 • Síðdegis: 12:46 í Reykjavík

Hvers vegna á að lengja skólaárið?

Þorsteinn Vilhjálmsson

Skólaárið í íslenskum grunnskólum og framhaldsskólum hefur verið allmiklu styttra en í nágrannalöndum okkar. Þetta er ein ástæðan til þess að nemendur hér á landi eru „á eftir” jafngömlum nemendum erlendis samkvæmt alþjóðlegum könnunum, til dæmis á sviðum eins og stærðfræði og raungreinum þar sem auðvelt er að gera alþjóðlegan samanburð.

Þessar kannanir hafa í grófum dráttum sýnt tveggja ára mun á stöðu íslenskra nemenda og jafngamalla nemenda í þeim löndum sem standa best. Má þá segja að annað árið stafi af því að skólaárið hefur verið styttra og sömuleiðis skóladagurinn, en hitt árið í mismuninum beri að rekja til annarra atriða, af því að Íslendingar vilja væntanlega vera meðal þeirra bestu í þessu eins og öðru!?

Á móti þessu kemur að Íslendingar eru einu ári lengur en aðrir í skóla fram að stúdentsprófi en slíkt próf veitir tiltölulega samræmd alþjóðleg réttindi til inngöngu í háskóla og aðra skóla á háskólastigi sem svo er kallað. Án þessa viðbótarárs mætti vænta þess að íslenskt stúdentspróf yrði ekki lengur viðurkennt til inngöngu í erlenda háskóla, að öðru óbreyttu, eða að nemendum mundi ganga úr hófi illa í háskólanámi.

Ef skólaár og skóladagur í einsetnum skóla eru óþarflega stutt leiðir það meðal annars til þess að skólahúsnæði nýtist ekki eins vel og ella. Þegar lenging skólaársins og skóladagsins verður að fullu gengin fram má vænta þess unnt verði að stytta nám til stúdentsprófs um að minnsta kosti eitt ár, annaðhvort í framhaldsskóla eða í grunnskóla. Þetta mundi meðal annars leiða til sparnaðar í skólahúsnæði.

Íslenskir stúdentar verða þá um það bil jafngamlir og algengast er í nágrannalöndum okkar í Evrópu. Í Bandaríkjunum ljúka nemendur hins vegar „high school” á árinu sem þeir verða 18 ára. Þá þarf að hafa í huga að þar skortir á almennt nám miðað við Evrópu og því er grunnnám bandarískra nemenda í háskóla yfirleitt einu ári lengra en hjá okkur.

Margt ungt fólk á Íslandi er mjög áfram um að mennta sig og búa sig undir fjölbreytt störf. Þannig hafa margir skilið að möguleikarnir sem menntunin skapar framundan eru nær takmarkalausir. Menntun og þekking verður í framtíðinni enn miklu mikilvægari en nokkru sinni fyrr. Það mun lýsa sér í launakjörum og öðrum starfskjörum og líka í skemmtilegum og ögrandi verkefnum hér á landi og erlendis.

Styrking og nútímavæðing skólakerfisins er þessu unga fólki í hag. Langmest af því sem kennt er í skólanum á eftir að koma hverjum og einum að miklum notum, hvort sem það er stærðfræði, raungreinar, móðurmál, erlend mál eða til dæmis tjáskiptahæfni. Þetta er einfaldlega spurning um að taka þátt í framtíðinni!

Höfundur

Þorsteinn Vilhjálmsson

prófessor emeritus, ritstjóri Vísindavefsins 2000-2010 og ritstjóri Evrópuvefsins 2011

Útgáfudagur

21.5.2001

Spyrjandi

Dóra Björt Guðjónsdóttir, f. 1988

Tilvísun

Þorsteinn Vilhjálmsson. „Hvers vegna á að lengja skólaárið?“ Vísindavefurinn, 21. maí 2001. Sótt 24. apríl 2024. http://visindavefur.is/svar.php?id=1623.

Þorsteinn Vilhjálmsson. (2001, 21. maí). Hvers vegna á að lengja skólaárið? Vísindavefurinn. Sótt af http://visindavefur.is/svar.php?id=1623

Þorsteinn Vilhjálmsson. „Hvers vegna á að lengja skólaárið?“ Vísindavefurinn. 21. maí. 2001. Vefsíða. 24. apr. 2024. <http://visindavefur.is/svar.php?id=1623>.

Chicago | APA | MLA

Spyrja

Sendu inn spurningu LeiðbeiningarTil baka

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Senda grein til vinar

=

Hvers vegna á að lengja skólaárið?
Skólaárið í íslenskum grunnskólum og framhaldsskólum hefur verið allmiklu styttra en í nágrannalöndum okkar. Þetta er ein ástæðan til þess að nemendur hér á landi eru „á eftir” jafngömlum nemendum erlendis samkvæmt alþjóðlegum könnunum, til dæmis á sviðum eins og stærðfræði og raungreinum þar sem auðvelt er að gera alþjóðlegan samanburð.

Þessar kannanir hafa í grófum dráttum sýnt tveggja ára mun á stöðu íslenskra nemenda og jafngamalla nemenda í þeim löndum sem standa best. Má þá segja að annað árið stafi af því að skólaárið hefur verið styttra og sömuleiðis skóladagurinn, en hitt árið í mismuninum beri að rekja til annarra atriða, af því að Íslendingar vilja væntanlega vera meðal þeirra bestu í þessu eins og öðru!?

Á móti þessu kemur að Íslendingar eru einu ári lengur en aðrir í skóla fram að stúdentsprófi en slíkt próf veitir tiltölulega samræmd alþjóðleg réttindi til inngöngu í háskóla og aðra skóla á háskólastigi sem svo er kallað. Án þessa viðbótarárs mætti vænta þess að íslenskt stúdentspróf yrði ekki lengur viðurkennt til inngöngu í erlenda háskóla, að öðru óbreyttu, eða að nemendum mundi ganga úr hófi illa í háskólanámi.

Ef skólaár og skóladagur í einsetnum skóla eru óþarflega stutt leiðir það meðal annars til þess að skólahúsnæði nýtist ekki eins vel og ella. Þegar lenging skólaársins og skóladagsins verður að fullu gengin fram má vænta þess unnt verði að stytta nám til stúdentsprófs um að minnsta kosti eitt ár, annaðhvort í framhaldsskóla eða í grunnskóla. Þetta mundi meðal annars leiða til sparnaðar í skólahúsnæði.

Íslenskir stúdentar verða þá um það bil jafngamlir og algengast er í nágrannalöndum okkar í Evrópu. Í Bandaríkjunum ljúka nemendur hins vegar „high school” á árinu sem þeir verða 18 ára. Þá þarf að hafa í huga að þar skortir á almennt nám miðað við Evrópu og því er grunnnám bandarískra nemenda í háskóla yfirleitt einu ári lengra en hjá okkur.

Margt ungt fólk á Íslandi er mjög áfram um að mennta sig og búa sig undir fjölbreytt störf. Þannig hafa margir skilið að möguleikarnir sem menntunin skapar framundan eru nær takmarkalausir. Menntun og þekking verður í framtíðinni enn miklu mikilvægari en nokkru sinni fyrr. Það mun lýsa sér í launakjörum og öðrum starfskjörum og líka í skemmtilegum og ögrandi verkefnum hér á landi og erlendis.

Styrking og nútímavæðing skólakerfisins er þessu unga fólki í hag. Langmest af því sem kennt er í skólanum á eftir að koma hverjum og einum að miklum notum, hvort sem það er stærðfræði, raungreinar, móðurmál, erlend mál eða til dæmis tjáskiptahæfni. Þetta er einfaldlega spurning um að taka þátt í framtíðinni!...