Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.
Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar
um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að
svara öllum spurningum.
Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að
svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki
nægileg deili á sér.
Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.
Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!
Já, spyrjandi á kollgátuna. Ef möndulhallinn væri enginn þá væru engar árstíðir og sólargangur væri eins alla daga ársins. Þess vegna er líka yfirleitt sagt að möndulhallinn sé meginorsök árstíðaskiptanna en auðvitað má líka segja að möndulsnúningurinn þurfi að vera fyrir hendi.
Þó að möndullinn hallaðist ekki gætum við eftir sem áður talað um ár en það væri þá sólmiðað ár (sidereal year) sem ákvarðast af því hvernig sólin hreyfist miðað við fastastjörnurnar. Slíkt ár er líka til í stjörnufræðinni eins og málum er nú háttað í veruleikanum. Það víkur óverulega frá svokölluðu hvarfári sem árstíðaskiptin miðast við. Munurinn stafar af svokallaðri pólveltu, það er að segja að möndull jarðar breytir um stefnu hægt og hægt miðað við fastastjörnurnar. Af henni leiðir að vorpunkturinn, punkturinn þar sem sólin er á festingunni á vorjafndægrum, færist lítillega til.
Um möndulhalla og árstíðaskipti má lesa nánar í svari Þorsteins Vilhjálmssonar við spurningunni Af hverju kemur vetur? Þar er einnig skýringarmynd af þessu.
ÞV. „Ef möndulhalli jarðar væri enginn væru þá nánast engar árstíðir?“ Vísindavefurinn, 22. maí 2001, sótt 8. desember 2024, https://visindavefur.is/svar.php?id=1629.
ÞV. (2001, 22. maí). Ef möndulhalli jarðar væri enginn væru þá nánast engar árstíðir? Vísindavefurinn. https://visindavefur.is/svar.php?id=1629
ÞV. „Ef möndulhalli jarðar væri enginn væru þá nánast engar árstíðir?“ Vísindavefurinn. 22. maí. 2001. Vefsíða. 8. des. 2024. <https://visindavefur.is/svar.php?id=1629>.