Er það rétt að eftir síðari heimsstyrjöld hafi fæðst mun fleiri karlar en konur þangað til jafnvægi hafi verið náð milli kynja eftir þá fækkun karlmanna sem eðlilega var í heimsstyrjöldinni? Hver er skýringin ef þetta er rétt (ágætt væri að fá guðfræðilega jafnt sem náttúrufræðilega skýringu).Svarið er nei, þetta er ekki rétt. Hlutfallið milli kynjanna ákvarðast af lögmálum erfðafræðinnar og þau breytast ekki í einni heimstyrjöld. Það kann að rugla fólk eitthvað í ríminu að þróun hefur vissulega orðið hér á jörðinni. Hlutfall kynjanna hjá tegundum sem hafa tvíkynja æxlun er ekki alltaf sem næst einn á móti einum eins og hjá okkur og grundvallaratriði erfðafræðinnar hafa vissulega orðið til með þróun. En sú þróun hefur tekið óralangan tíma, milljónir eða milljarða ára. Þó að okkur mönnunum kunni að þykja heimsstyrjöld mikill og válegur atburður þá er hún samt ekki neinn stórviðburður í sögu lífsins á jörðinni. Hún breytti ekki djúpstæðum grundvallaratriðum í eiginleikum tegundarinnar Homo sapiens sem hafa átt sér aðdraganda með líffræðilegri þróun í milljónir ára.
Er það rétt að mun fleiri karlar en konur hafi fæðst eftir síðari heimsstyrjöld þangað til jafnvægi var náð milli kynjanna?
Útgáfudagur
22.5.2001
Spyrjandi
Hallgrímur Th. Björnsson
Tilvísun
ÞV. „Er það rétt að mun fleiri karlar en konur hafi fæðst eftir síðari heimsstyrjöld þangað til jafnvægi var náð milli kynjanna?“ Vísindavefurinn, 22. maí 2001, sótt 8. desember 2024, https://visindavefur.is/svar.php?id=1632.
ÞV. (2001, 22. maí). Er það rétt að mun fleiri karlar en konur hafi fæðst eftir síðari heimsstyrjöld þangað til jafnvægi var náð milli kynjanna? Vísindavefurinn. https://visindavefur.is/svar.php?id=1632
ÞV. „Er það rétt að mun fleiri karlar en konur hafi fæðst eftir síðari heimsstyrjöld þangað til jafnvægi var náð milli kynjanna?“ Vísindavefurinn. 22. maí. 2001. Vefsíða. 8. des. 2024. <https://visindavefur.is/svar.php?id=1632>.