Sendu inn spurningu

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Er það rétt að mun fleiri karlar en konur hafi fæðst eftir síðari heimsstyrjöld þangað til jafnvægi var náð milli kynjanna?

Spurningin öll:
Er það rétt að eftir síðari heimsstyrjöld hafi fæðst mun fleiri karlar en konur þangað til jafnvægi hafi verið náð milli kynja eftir þá fækkun karlmanna sem eðlilega var í heimsstyrjöldinni? Hver er skýringin ef þetta er rétt (ágætt væri að fá guðfræðilega jafnt sem náttúrufræðilega skýringu).
Svarið er nei, þetta er ekki rétt. Hlutfallið milli kynjanna ákvarðast af lögmálum erfðafræðinnar og þau breytast ekki í einni heimstyrjöld.

Það kann að rugla fólk eitthvað í ríminu að þróun hefur vissulega orðið hér á jörðinni. Hlutfall kynjanna hjá tegundum sem hafa tvíkynja æxlun er ekki alltaf sem næst einn á móti einum eins og hjá okkur og grundvallaratriði erfðafræðinnar hafa vissulega orðið til með þróun. En sú þróun hefur tekið óralangan tíma, milljónir eða milljarða ára.

Þó að okkur mönnunum kunni að þykja heimsstyrjöld mikill og válegur atburður þá er hún samt ekki neinn stórviðburður í sögu lífsins á jörðinni. Hún breytti ekki djúpstæðum grundvallaratriðum í eiginleikum tegundarinnar Homo sapiens sem hafa átt sér aðdraganda með líffræðilegri þróun í milljónir ára.

Útgáfudagur

22.5.2001

Spyrjandi

Hallgrímur Th. Björnsson

Höfundur

Þorsteinn Vilhjálmsson

prófessor emeritus, ritstjóri Vísindavefsins 2000-2010 og ritstjóri Evrópuvefsins 2011

Tilvísun

ÞV. „Er það rétt að mun fleiri karlar en konur hafi fæðst eftir síðari heimsstyrjöld þangað til jafnvægi var náð milli kynjanna?“ Vísindavefurinn, 22. maí 2001. Sótt 16. desember 2019. http://visindavefur.is/svar.php?id=1632.

ÞV. (2001, 22. maí). Er það rétt að mun fleiri karlar en konur hafi fæðst eftir síðari heimsstyrjöld þangað til jafnvægi var náð milli kynjanna? Vísindavefurinn. Sótt af http://visindavefur.is/svar.php?id=1632

ÞV. „Er það rétt að mun fleiri karlar en konur hafi fæðst eftir síðari heimsstyrjöld þangað til jafnvægi var náð milli kynjanna?“ Vísindavefurinn. 22. maí. 2001. Vefsíða. 16. des. 2019. <http://visindavefur.is/svar.php?id=1632>.

Chicago | APA | MLA

Sendu inn spurningu
eða

Vísindadagatalið

Isabel Barrio

1983

Isabel Barrio er dósent við Landbúnaðarháskóla Íslands. Rannsóknir hennar hafa beinst að grasbítum og áhrifum þeirra á vistkerfin sem þau búa í.