Sólin Sólin Rís 02:55 • sest 24:05 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 00:00 • Sest 00:00 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 06:29 • Síðdegis: 18:52 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 00:31 • Síðdegis: 12:34 í Reykjavík

Er erfitt að læra?

ÞV

Já.

Við þurfum ekki annað en að fylgjast með börnum til að sjá þetta. Það er erfitt að læra að skríða og ganga, að skilja og tala, að stjórna líkamsstarfseminni, að framkvæma sífellt flóknari hreyfingar, að lesa og skrifa, reikna og smíða, að skilja lífið kringum sig, að kunna á náttúruöflin, að kunna á mannleg samskipti og svo framvegis.Við erum alla ævina að læra, sumt reynist okkur auðvelt en ansi margt er erfitt.

Það er alls ekkert víst að erfiðast sé að læra það sem okkur er kennt í skólum; kannski er sumt af hinu enn erfiðara!?

Svo getum við hugleitt það að þetta er kannski eitt af því sem einkennir manninn: Að geta lært svona mikið og margt og vera alltaf að læra. Þegar við horfum á kálfinn rísa upp á lappirnar og fara að sjúga spenann eða hoppa um völlinn þá lítur það kannski út eins og hann sé að „læra” eitthvað, en í rauninni er þetta atferli allt forritað í genin í honum. Þar með er þó ekki sagt að dýr læri alls ekki neitt.

Atferli barnsins á hverju skeiði bernskunnar er auðvitað líka að ýmsu leyti forritað en það er líka lært. Stundum er sagt að því læra börnin málið að það er fyrir þeim haft. Í því felst meiri speki en kann að virðast við fyrstu sýn. Þetta á nefnilega ekki aðeins við málið heldur margs konar atferli annað sem haft er fyrir börnum. Og auk þess er býsna margt og mikilvægt sem við mundum alls ekkert læra nema af því að það er haft fyrir okkur; við lærum það af því að taka eftir hvernig aðrir gera. En svo lærum við líka af mistökunum og ekki er það auðveldast.

Þetta er sem sagt mikið erfiði sem tekur líka alla ævina!

Mynd: Leading group office of the construction of learning city of Beijing. Sótt 30. 10. 2008.

Höfundur

Þorsteinn Vilhjálmsson

prófessor emeritus, ritstjóri Vísindavefsins 2000-2010 og ritstjóri Evrópuvefsins 2011

Útgáfudagur

23.5.2001

Spyrjandi

Magnús Magnússon

Tilvísun

ÞV. „Er erfitt að læra?“ Vísindavefurinn, 23. maí 2001. Sótt 22. júní 2024. http://visindavefur.is/svar.php?id=1637.

ÞV. (2001, 23. maí). Er erfitt að læra? Vísindavefurinn. Sótt af http://visindavefur.is/svar.php?id=1637

ÞV. „Er erfitt að læra?“ Vísindavefurinn. 23. maí. 2001. Vefsíða. 22. jún. 2024. <http://visindavefur.is/svar.php?id=1637>.

Chicago | APA | MLA

Spyrja

Sendu inn spurningu LeiðbeiningarTil baka

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Senda grein til vinar

=

Er erfitt að læra?
Já.

Við þurfum ekki annað en að fylgjast með börnum til að sjá þetta. Það er erfitt að læra að skríða og ganga, að skilja og tala, að stjórna líkamsstarfseminni, að framkvæma sífellt flóknari hreyfingar, að lesa og skrifa, reikna og smíða, að skilja lífið kringum sig, að kunna á náttúruöflin, að kunna á mannleg samskipti og svo framvegis.Við erum alla ævina að læra, sumt reynist okkur auðvelt en ansi margt er erfitt.

Það er alls ekkert víst að erfiðast sé að læra það sem okkur er kennt í skólum; kannski er sumt af hinu enn erfiðara!?

Svo getum við hugleitt það að þetta er kannski eitt af því sem einkennir manninn: Að geta lært svona mikið og margt og vera alltaf að læra. Þegar við horfum á kálfinn rísa upp á lappirnar og fara að sjúga spenann eða hoppa um völlinn þá lítur það kannski út eins og hann sé að „læra” eitthvað, en í rauninni er þetta atferli allt forritað í genin í honum. Þar með er þó ekki sagt að dýr læri alls ekki neitt.

Atferli barnsins á hverju skeiði bernskunnar er auðvitað líka að ýmsu leyti forritað en það er líka lært. Stundum er sagt að því læra börnin málið að það er fyrir þeim haft. Í því felst meiri speki en kann að virðast við fyrstu sýn. Þetta á nefnilega ekki aðeins við málið heldur margs konar atferli annað sem haft er fyrir börnum. Og auk þess er býsna margt og mikilvægt sem við mundum alls ekkert læra nema af því að það er haft fyrir okkur; við lærum það af því að taka eftir hvernig aðrir gera. En svo lærum við líka af mistökunum og ekki er það auðveldast.

Þetta er sem sagt mikið erfiði sem tekur líka alla ævina!

Mynd: Leading group office of the construction of learning city of Beijing. Sótt 30. 10. 2008....