Sólin Sólin Rís 05:51 • sest 21:06 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 09:47 • Sest 06:52 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 00:02 • Síðdegis: 12:48 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 06:36 • Síðdegis: 18:53 í Reykjavík

Eru til eitraðar skjaldbökur?

Jón Már Halldórsson

Engar tegundir innan yfirættar skjaldbakna (Chelania) framleiða eitur, hvort heldur er til sjálfsvarnar eða veiða. Slíkt er þó vel þekkt innan nokkurra hópa hryggdýra, svo sem froska og slangna.

Skjaldbökur hafa hins vegar þróað með sér aðra vörn; stóran og sterkan skjöld sem þær draga nafn sitt af. Hann er svo sterkur að ekki einu sinni stærstu rándýr geta unnið á honum. Skjöldurinn er samvaxinn hryggjarliðunum að ofanverðu og rifbeinunum að neðanverðu. Þegar hætta steðjar að skjaldböku dregur hún einfaldlega útlimi og haus inn í þetta „einkavirki” sitt og bíður eftir því að árásaraðilinn gefist upp og fari í burtu.

Hér má sjá tegundina Geochelone pardalis sem oftast er nefnd hlébarðaskjaldbaka. Hún er algeng víða í Afríku og getur orðið allt að 65 cm á lengd.

Fæða skjaldbaka er fjölbreytileg og eins og gefur að skilja samanstendur hún af dýrum sem fara ekki hratt yfir. Ýmis lindýr eins og samlokur, sniglar og ánamaðkar, skordýr og ýmis konar krabbadýr eru helsta fæða skjaldbaka. Stórar sæskjaldbökur geta náð fiski og jafnvel eru dæmi um að þær hafi veitt fugla.

Steingervingafræðingar geta nokkuð auðveldlega rannsakað þróun skjaldbakna aftur í tímann enda skilur þessi hópur hryggdýra eftir sig skýr merki í jarðlögunum. Á trías-tímabilinu fyrir 200 milljónum ára var blómaskeið þessara dýra. Forfeður núlifandi skjaldbaka sem uppi voru á þeim tíma voru að mestu leyti áþekkir núlifandi tegundum. Eitt atriði skilur þær þó að; forfeðurnir voru tenntir en núlifandi skjaldbökur eru tannlausar.

Skjaldbökur er helst að finna í ýmis konar votlendi og telja fræðimenn að svo hafi alla tíð verið. Stór hluti skjaldbaka hefur aðlagast vatns- og sjávarlífi og hafa fætur nokkurra tegunda þróast í einhvers konar hreifa.

Frekara lesefni á Vísindavefnum:

Mynd:

Höfundur

Jón Már Halldórsson

líffræðingur

Útgáfudagur

23.5.2001

Spyrjandi

Matthías Rúnar Sigurðsson, f. 1988

Tilvísun

Jón Már Halldórsson. „Eru til eitraðar skjaldbökur?“ Vísindavefurinn, 23. maí 2001. Sótt 16. apríl 2024. http://visindavefur.is/svar.php?id=1639.

Jón Már Halldórsson. (2001, 23. maí). Eru til eitraðar skjaldbökur? Vísindavefurinn. Sótt af http://visindavefur.is/svar.php?id=1639

Jón Már Halldórsson. „Eru til eitraðar skjaldbökur?“ Vísindavefurinn. 23. maí. 2001. Vefsíða. 16. apr. 2024. <http://visindavefur.is/svar.php?id=1639>.

Chicago | APA | MLA

Spyrja

Sendu inn spurningu LeiðbeiningarTil baka

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Senda grein til vinar

=

Eru til eitraðar skjaldbökur?
Engar tegundir innan yfirættar skjaldbakna (Chelania) framleiða eitur, hvort heldur er til sjálfsvarnar eða veiða. Slíkt er þó vel þekkt innan nokkurra hópa hryggdýra, svo sem froska og slangna.

Skjaldbökur hafa hins vegar þróað með sér aðra vörn; stóran og sterkan skjöld sem þær draga nafn sitt af. Hann er svo sterkur að ekki einu sinni stærstu rándýr geta unnið á honum. Skjöldurinn er samvaxinn hryggjarliðunum að ofanverðu og rifbeinunum að neðanverðu. Þegar hætta steðjar að skjaldböku dregur hún einfaldlega útlimi og haus inn í þetta „einkavirki” sitt og bíður eftir því að árásaraðilinn gefist upp og fari í burtu.

Hér má sjá tegundina Geochelone pardalis sem oftast er nefnd hlébarðaskjaldbaka. Hún er algeng víða í Afríku og getur orðið allt að 65 cm á lengd.

Fæða skjaldbaka er fjölbreytileg og eins og gefur að skilja samanstendur hún af dýrum sem fara ekki hratt yfir. Ýmis lindýr eins og samlokur, sniglar og ánamaðkar, skordýr og ýmis konar krabbadýr eru helsta fæða skjaldbaka. Stórar sæskjaldbökur geta náð fiski og jafnvel eru dæmi um að þær hafi veitt fugla.

Steingervingafræðingar geta nokkuð auðveldlega rannsakað þróun skjaldbakna aftur í tímann enda skilur þessi hópur hryggdýra eftir sig skýr merki í jarðlögunum. Á trías-tímabilinu fyrir 200 milljónum ára var blómaskeið þessara dýra. Forfeður núlifandi skjaldbaka sem uppi voru á þeim tíma voru að mestu leyti áþekkir núlifandi tegundum. Eitt atriði skilur þær þó að; forfeðurnir voru tenntir en núlifandi skjaldbökur eru tannlausar.

Skjaldbökur er helst að finna í ýmis konar votlendi og telja fræðimenn að svo hafi alla tíð verið. Stór hluti skjaldbaka hefur aðlagast vatns- og sjávarlífi og hafa fætur nokkurra tegunda þróast í einhvers konar hreifa.

Frekara lesefni á Vísindavefnum:

Mynd:...