Sólin Sólin Rís 07:58 • sest 18:31 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 00:00 • Sest 00:00 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 09:00 • Síðdegis: 21:18 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 02:48 • Síðdegis: 15:22 í Reykjavík
Sólin Sólin Rís 07:58 • sest 18:31 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 00:00 • Sest 00:00 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 09:00 • Síðdegis: 21:18 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 02:48 • Síðdegis: 15:22 í Reykjavík
LeiðbeiningarTil baka

Sendu inn spurningu

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Er hægt að einrækta útdauð dýr?

Magnús Jóhannsson



Margir muna eftir sögu og kvikmynd um Júragarðinn þar sem risaeðlur, sem höfðu verið útdauðar í 65 milljón ár eða lengur, voru vaktar til lífsins. Í sögunni fundu menn erfðaefni þessara risaeðla í skordýrum sem höfðu sogið blóð úr risaeðlu skömmu áður en þau festust í trjákvoðu sem varð að rafi. Staðreyndin er sú að til er fullt af rafmolum með innilokuðum skordýrum en ekki veit ég hvort eitthvað af þeim eru meira en 65 milljón ára gamlir.

Þessi saga er engan veginn eins fáránleg og kann að virðast í fyrstu og fræðilega er mögulegt að skapa lífveru úr erfðaefni einu saman. Þetta byggist á því að allt erfðaefni hvers einstaklings er að finna í hverri einustu frumu líkamans.



Í sífrera norðurheimskautssvæðisins, bæði í Síberíu og Alaska, er að finna leifar af loðfílum eða mammútum sem hafa verið útdauðir í um það bil 8000 ár. Sumir þessara loðfíla eru varðveittir í heilu lagi og í þeim er mikið af vefjum sem líklegt má telja að hægt sé að einangra erfðaefni úr og verið er að vinna að því. Þetta er gert með það í huga að ef til vill verði hægt að endurskapa þessi dýr.

Geirfuglinn er annað dæmi um útdauða dýrategund en síðustu fuglarnir sem vitað er um voru drepnir í Eldey sumarið 1844. Nokkur eintök eru til af uppstoppuðum geirfuglum og ekki er með öllu útilokað að úr þessum fuglum megi einangra erfðaefni geirfuglsins og endurskapa tegundina.

Nú er verið að gera fyrstu tilraunirnar með einræktun dýra í útrýmingarhættu og telja sumir að þetta geti reynst árangursrík aðferð til að bjarga ýmsum af þeim fjölmörgu tegundum sem eru í hættu. Stöðugt er verið að endurbæta aðferðir til einræktunar síðan fyrsta einræktaða spendýrið, kindin Dollý, leit dagsins ljós fyrir fáeinum árum.

Aðferðirnar byggjast á því að nota sömu eða skylda tegund til að gefa egg og ganga með fóstrið; tekið er egg úr tegund verðandi fósturmóður, kjarni og þar með erfðaefni þess er fjarlægt. Erfðaefni hinnar tegundarinnar er síðan komið fyrir í egginu og þegar það fer að skipta sér og mynda fósturvísi er því komið fyrir í legi verðandi fósturmóður. Þetta er þó alls ekki einfalt og sem dæmi má nefna að sé heill dýrastofn ræktaður af einum eða örfáum einstaklingum vantar að mestu erfðabreytileikann í tegundina sem þá getur orðið ákaflega viðkvæm fyrir sjúkdómum og gæti dáið út í einum faraldri.

Sumum útdauðum tegundum eins og mammútum og geirfugli var útrýmt af mannavöldum og þær tegundir sem nú eru í útrýmingarhættu eru það vegna umsvifa mannsins. Af þessum ástæðum finnst mörgum að okkur beri skylda til að beita öllum tiltækum ráðum til að viðhalda umræddum tegundum.

Tegundir dýra sem taldar eru í útrýmingarhættu eru mjög margar og má þar nefna risapöndu, blettatígur, fjallagórillu, indverska tígrisdýrið, fjölmargar fuglategundir og mörg önnur. Ástæða er þar að auki til að óttast að mikill fjöldi dýra, þar með talin mörg af dýrunum sem nú eru stolt Afríku eins og ljón, gíraffar, fílar, nashyrningar og flóðhestar, komi til með að eiga í vök að verjast á næstu áratugum vegna ágangs manna á búsvæði þessara dýra.

Einræktun dýra í útrýmingarhættu er umdeild þó að það sé á nokkuð öðrum forsendum en andstaðan við einræktun manna. Hitt er víst að sú þekking og reynsla sem fæst af einræktun dýra getur nýst við einræktun manna ef hún verður einhvern tíma stunduð.



Myndir:

Risaeðlur: Vefsetur kvikmyndarinnar Jurassic Park

Geirfugl: Náttúrufræðistofnun Íslands og HB

Höfundur

Magnús Jóhannsson

prófessor emeritus í líflyfjafræði við HÍ

Útgáfudagur

23.5.2001

Spyrjandi

Ingibjörg Sigurðardóttir

Tilvísun

Magnús Jóhannsson. „Er hægt að einrækta útdauð dýr?“ Vísindavefurinn, 23. maí 2001, sótt 8. október 2024, https://visindavefur.is/svar.php?id=1642.

Magnús Jóhannsson. (2001, 23. maí). Er hægt að einrækta útdauð dýr? Vísindavefurinn. https://visindavefur.is/svar.php?id=1642

Magnús Jóhannsson. „Er hægt að einrækta útdauð dýr?“ Vísindavefurinn. 23. maí. 2001. Vefsíða. 8. okt. 2024. <https://visindavefur.is/svar.php?id=1642>.

Chicago | APA | MLA

Senda grein til vinar

=

Er hægt að einrækta útdauð dýr?


Margir muna eftir sögu og kvikmynd um Júragarðinn þar sem risaeðlur, sem höfðu verið útdauðar í 65 milljón ár eða lengur, voru vaktar til lífsins. Í sögunni fundu menn erfðaefni þessara risaeðla í skordýrum sem höfðu sogið blóð úr risaeðlu skömmu áður en þau festust í trjákvoðu sem varð að rafi. Staðreyndin er sú að til er fullt af rafmolum með innilokuðum skordýrum en ekki veit ég hvort eitthvað af þeim eru meira en 65 milljón ára gamlir.

Þessi saga er engan veginn eins fáránleg og kann að virðast í fyrstu og fræðilega er mögulegt að skapa lífveru úr erfðaefni einu saman. Þetta byggist á því að allt erfðaefni hvers einstaklings er að finna í hverri einustu frumu líkamans.



Í sífrera norðurheimskautssvæðisins, bæði í Síberíu og Alaska, er að finna leifar af loðfílum eða mammútum sem hafa verið útdauðir í um það bil 8000 ár. Sumir þessara loðfíla eru varðveittir í heilu lagi og í þeim er mikið af vefjum sem líklegt má telja að hægt sé að einangra erfðaefni úr og verið er að vinna að því. Þetta er gert með það í huga að ef til vill verði hægt að endurskapa þessi dýr.

Geirfuglinn er annað dæmi um útdauða dýrategund en síðustu fuglarnir sem vitað er um voru drepnir í Eldey sumarið 1844. Nokkur eintök eru til af uppstoppuðum geirfuglum og ekki er með öllu útilokað að úr þessum fuglum megi einangra erfðaefni geirfuglsins og endurskapa tegundina.

Nú er verið að gera fyrstu tilraunirnar með einræktun dýra í útrýmingarhættu og telja sumir að þetta geti reynst árangursrík aðferð til að bjarga ýmsum af þeim fjölmörgu tegundum sem eru í hættu. Stöðugt er verið að endurbæta aðferðir til einræktunar síðan fyrsta einræktaða spendýrið, kindin Dollý, leit dagsins ljós fyrir fáeinum árum.

Aðferðirnar byggjast á því að nota sömu eða skylda tegund til að gefa egg og ganga með fóstrið; tekið er egg úr tegund verðandi fósturmóður, kjarni og þar með erfðaefni þess er fjarlægt. Erfðaefni hinnar tegundarinnar er síðan komið fyrir í egginu og þegar það fer að skipta sér og mynda fósturvísi er því komið fyrir í legi verðandi fósturmóður. Þetta er þó alls ekki einfalt og sem dæmi má nefna að sé heill dýrastofn ræktaður af einum eða örfáum einstaklingum vantar að mestu erfðabreytileikann í tegundina sem þá getur orðið ákaflega viðkvæm fyrir sjúkdómum og gæti dáið út í einum faraldri.

Sumum útdauðum tegundum eins og mammútum og geirfugli var útrýmt af mannavöldum og þær tegundir sem nú eru í útrýmingarhættu eru það vegna umsvifa mannsins. Af þessum ástæðum finnst mörgum að okkur beri skylda til að beita öllum tiltækum ráðum til að viðhalda umræddum tegundum.

Tegundir dýra sem taldar eru í útrýmingarhættu eru mjög margar og má þar nefna risapöndu, blettatígur, fjallagórillu, indverska tígrisdýrið, fjölmargar fuglategundir og mörg önnur. Ástæða er þar að auki til að óttast að mikill fjöldi dýra, þar með talin mörg af dýrunum sem nú eru stolt Afríku eins og ljón, gíraffar, fílar, nashyrningar og flóðhestar, komi til með að eiga í vök að verjast á næstu áratugum vegna ágangs manna á búsvæði þessara dýra.

Einræktun dýra í útrýmingarhættu er umdeild þó að það sé á nokkuð öðrum forsendum en andstaðan við einræktun manna. Hitt er víst að sú þekking og reynsla sem fæst af einræktun dýra getur nýst við einræktun manna ef hún verður einhvern tíma stunduð.



Myndir:

Risaeðlur: Vefsetur kvikmyndarinnar Jurassic Park

Geirfugl: Náttúrufræðistofnun Íslands og HB...