Sólin Sólin Rís 02:54 • sest 24:04 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 22:20 • Sest 01:15 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 04:25 • Síðdegis: 16:57 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 10:36 • Síðdegis: 23:12 í Reykjavík

Yfir hvaða landsvæði tekur gamli heimurinn?

Ívar Daði Þorvaldsson

Árið 1492 fór Kristófer Kólumbus í fyrstu ferð sína til Ameríku. Sú ferð var upphafið af skiptingu heimsins í hinn gamla heim og hinn nýja. Síðla árs 1492 notaði Peter Martyr d'Anghiera hugtakið nýi heimur fyrst, svo að talið er, í bréfi þar sem hann fjallaði um afrek Kólumbusar.

Þrátt fyrir að norrænum mönnum hafi verið löngu kunnugt um hinn nýja heim í vestri, þá er ávallt miðað við að ferð Kólumbusar hafi opnað dyrnar að hinum nýja heimi.

Gamla heiminn mætti skilgreina sem það svæði sem menn þekktu til fyrir 1492, það er Evrópu, Asíu og Afríku. Á sama hátt mætti skilgreina nýja heiminn sem það svæði sem var þekkt eftir 1492, það er Norður- og Suður-Ameríka. Eyjaálfa er einnig stundum talin til hins nýja heims en könnun hennar hófst á 16. öld.


Gamli heimurinn er grænn en sá nýi grár.

Mismunandi skilgreiningar eru þó notaðar þegar fjallað er um mismunandi þætti. Í vínframleiðslu er talað annars vegar um Evrópuframleiðslu og hins vegar framleiðslu utan Evrópu, það er nýja heims vín. Á hinu síðarnefnda svæði fer flokkunin til dæmis fremur eftir því hvaða þrúga á í hlut en frá hvaða svæði hins nýja heims það kemur. Þegar kemur að líffræðinni koma þessi hugtök einnig við sögu en þá er heiminum skipt upp í 8 svæði. 4 þessara svæða tengjast áðurnefndum hugtökum, gamli heimurinn tekur til svæða sem kallast Palearctic (Evrópa, Afríka norðan Sahara, nyrðri hluti arabíuskaga og Asía norðan Himalayafjalla) og Afrotropic (Afríka sunnan Sahara og syðri hluti arabíuskaga). Nearctic og Neoptropic eru svæði sem innihalda saman Norður- og Suður-Ameríku. Hér er Eyjaálfa ekki talin með enda dýralíf og flóra álfunnar gjörólík því sem þekkist annars staðar. Að lokum er einnig hægt að tala um nýja heiminn sem vesturhvel jarðar en gamla heiminn sem austurhvel jarðar. Norður- og Suður-Ameríka myndu þá einungis teljast til hins nýja heims.

Ein heimsálfa hefur orðið utanundan í þessari umfjöllun en það er Suðurskautslandið. Fyrst sást til þess árið 1820 þrátt fyrir að menn hafi löngum gert sér í hugarlund að það hlyti nú að vera stór landmassi sunnar í höfum til að vega upp á móti þeim landmassa sem væri í norðri. Suðurskautslandið telst því hvorki til hins nýja heims né hins gamla.

Frekara lesefni á Vísindavefnum:

Heimildir og mynd:

Höfundur

Ívar Daði Þorvaldsson

M.Sc. í hugbúnaðarverkfræði og fyrrverandi starfsmaður Vísindavefsins

Útgáfudagur

22.7.2010

Spyrjandi

Unnur Lilja Bjarnadóttir

Tilvísun

Ívar Daði Þorvaldsson. „Yfir hvaða landsvæði tekur gamli heimurinn?“ Vísindavefurinn, 22. júlí 2010. Sótt 19. júní 2024. http://visindavefur.is/svar.php?id=16432.

Ívar Daði Þorvaldsson. (2010, 22. júlí). Yfir hvaða landsvæði tekur gamli heimurinn? Vísindavefurinn. Sótt af http://visindavefur.is/svar.php?id=16432

Ívar Daði Þorvaldsson. „Yfir hvaða landsvæði tekur gamli heimurinn?“ Vísindavefurinn. 22. júl. 2010. Vefsíða. 19. jún. 2024. <http://visindavefur.is/svar.php?id=16432>.

Chicago | APA | MLA

Spyrja

Sendu inn spurningu LeiðbeiningarTil baka

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Senda grein til vinar

=

Yfir hvaða landsvæði tekur gamli heimurinn?
Árið 1492 fór Kristófer Kólumbus í fyrstu ferð sína til Ameríku. Sú ferð var upphafið af skiptingu heimsins í hinn gamla heim og hinn nýja. Síðla árs 1492 notaði Peter Martyr d'Anghiera hugtakið nýi heimur fyrst, svo að talið er, í bréfi þar sem hann fjallaði um afrek Kólumbusar.

Þrátt fyrir að norrænum mönnum hafi verið löngu kunnugt um hinn nýja heim í vestri, þá er ávallt miðað við að ferð Kólumbusar hafi opnað dyrnar að hinum nýja heimi.

Gamla heiminn mætti skilgreina sem það svæði sem menn þekktu til fyrir 1492, það er Evrópu, Asíu og Afríku. Á sama hátt mætti skilgreina nýja heiminn sem það svæði sem var þekkt eftir 1492, það er Norður- og Suður-Ameríka. Eyjaálfa er einnig stundum talin til hins nýja heims en könnun hennar hófst á 16. öld.


Gamli heimurinn er grænn en sá nýi grár.

Mismunandi skilgreiningar eru þó notaðar þegar fjallað er um mismunandi þætti. Í vínframleiðslu er talað annars vegar um Evrópuframleiðslu og hins vegar framleiðslu utan Evrópu, það er nýja heims vín. Á hinu síðarnefnda svæði fer flokkunin til dæmis fremur eftir því hvaða þrúga á í hlut en frá hvaða svæði hins nýja heims það kemur. Þegar kemur að líffræðinni koma þessi hugtök einnig við sögu en þá er heiminum skipt upp í 8 svæði. 4 þessara svæða tengjast áðurnefndum hugtökum, gamli heimurinn tekur til svæða sem kallast Palearctic (Evrópa, Afríka norðan Sahara, nyrðri hluti arabíuskaga og Asía norðan Himalayafjalla) og Afrotropic (Afríka sunnan Sahara og syðri hluti arabíuskaga). Nearctic og Neoptropic eru svæði sem innihalda saman Norður- og Suður-Ameríku. Hér er Eyjaálfa ekki talin með enda dýralíf og flóra álfunnar gjörólík því sem þekkist annars staðar. Að lokum er einnig hægt að tala um nýja heiminn sem vesturhvel jarðar en gamla heiminn sem austurhvel jarðar. Norður- og Suður-Ameríka myndu þá einungis teljast til hins nýja heims.

Ein heimsálfa hefur orðið utanundan í þessari umfjöllun en það er Suðurskautslandið. Fyrst sást til þess árið 1820 þrátt fyrir að menn hafi löngum gert sér í hugarlund að það hlyti nú að vera stór landmassi sunnar í höfum til að vega upp á móti þeim landmassa sem væri í norðri. Suðurskautslandið telst því hvorki til hins nýja heims né hins gamla.

Frekara lesefni á Vísindavefnum:

Heimildir og mynd:...