Sólin Sólin Rís 04:10 • sest 22:56 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 23:27 • Sest 08:55 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 08:25 • Síðdegis: 20:45 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 02:23 • Síðdegis: 14:30 í Reykjavík
Sólin Sólin Rís 04:10 • sest 22:56 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 23:27 • Sest 08:55 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 08:25 • Síðdegis: 20:45 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 02:23 • Síðdegis: 14:30 í Reykjavík
LeiðbeiningarTil baka

Sendu inn spurningu

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Er fæðuofnæmi algengt?

Magnús Jóhannsson

Nýlegar rannsóknir sýna að algengi fæðuofnæmis er 2-8% hjá börnum og 1% hjá fullorðnum. Í sumum löndum eru þessar tölur þó sennilega eitthvað hærri. Fyrir fullorðna eru þetta mun lægri tölur en búist var við og virðist fæðuofnæmi ekki vera eins algengt meðal fullorðinna og talið hefur verið. Samkvæmt þessum nýju tölum er fæðuofnæmi hjá börnum hins vegar nokkru algengara en lengst af hefur verið álitið og á það einkum við um fyrsta aldursárið.

Áhugi vísindamanna á þessu fyrirbæri er mikill en fæðuofnæmi getur valdið alvarlegum veikindum og jafnvel dauða. Eins og tölurnar að ofan sýna er oft um að ræða ofnæmi hjá börnum sem eldist af þeim á unglingsárum eða snemma á fullorðinsárum. Algengustu orsakir ofnæmis meðal fæðutegunda eru kúamjólk, hænuegg, jarðhnetur, fiskur og skelfiskur en ýmiss konar kornmatur, sojabaunir og prótein úr frjókornum koma einnig við sögu.

Fæðuofnæmi og fæðuóþol lýsa sér oft með svipuðum einkennum en eru tvö ólík fyrirbæri. Fæðuofnæmi, eins og allt annað ofnæmi, stafar af eins konar ofvirkni í ónæmiskerfinu gegn vissum efnum og við það myndast mótefni í líkamanum. Þegar þessi mótefni tengjast ofnæmisvaldinum (í þessu tilviki efnum í fæðu) losna úr læðingi ýmis taugaboðefni og hormón sem valda einkennum frá húð (útbrot, kláði, ofsakláði), blóðrás (blóðþrýstingsfall), öndunarfærum (hósti, hrygla, nefrennsli, hnerrar, barkakýlisbjúgur og öndunarerfiðleikar) og meltingarfærum (ógleði, uppköst, samdráttarverkir, vindgangur, niðurgangur og ristilbólga).

Fæðuóþol stafar hins vegar oftast af því að ekki er hægt að brjóta niður viss efni í fæðunni vegna þess að líkamann skortir viðkomandi ensím (efnahvata), og af því hljótast ýmis óþægindi, sem í mörgum tilfellum eru þau sömu og verða við fæðuofnæmi.

Efnin sem valda fæðuofnæmi eru oftast frekar lítil prótein af þeirri gerð sem kallast sykurprótein (glýkóprótein). Þau þola vel hita, sýru og ýmislegt annað áreiti þannig að þau skemmast ekki við venjulega matreiðslu. Ekki er vitað hvers vegna þessi tegund próteina hefur svo mikla tilhneigingu til að valda ofnæmi.

Í kúamjólk eru meira en 20 prótein af þessari gerð og vitað er að minnsta kosti fimm þeirra geta valdið ofnæmi. Þeir sem hafa ofnæmi fyrir kúamjólk hafa yfirleitt einnig ofnæmi fyrir mjólk úr geitum og kindum.

Hænuegg eru einnig algengur ofnæmisvaldur, einkum hjá börnum. Lengi hefur verið talið að fólk hafi einkum ofnæmi fyrir hvítunni en síður rauðunni en ekki er vitað með vissu hvort þetta er rétt. Í eggjahvítu eru þekkt þrjú prótein sem geta valdið ofnæmi.

Jarðhnetur eru einn kröftugasti ofnæmisvaldur sem við þekkjum meðal fæðutegunda. Þekkt eru tvö prótein í jarðhnetum sem valda ofnæmi.

Mjólkur- og eggjaofnæmi eru algengust meðal barna og eldast oft af fólki en það gerist ekki með jarðhnetuofnæmi. Þeir sem fá ofnæmi fyrir jarðhnetum sitja oftast uppi með það alla ævi.

Nokkrar korntegundir geta valdið ofnæmi og í hveiti er vel þekkt eitt prótein sem hefur slíka eiginleika. Frjókorn blóma, trjáa og grasa innihalda efni af próteinfjölskyldu sem nefnast prófilín. Þessi efni geta valdið ofnæmi hvort sem þau eru borðuð eða fólk andar þeim að sér.

Eitt af því sem hefur vakið athygli á síðustu árum er að fæðuofnæmi virðist stundum geta valdið ungbarnakveisu og ristilbólgu. Ungbarnakveisa stafar þó aðeins í 10-15% tilvika af fæðuofnæmi. Ristilbólga í börnum á fyrsta ári getur stafað af fæðuofnæmi og virðist álíka algeng hjá pelabörnum og brjóstabörnum en er venjulega vægari hjá brjóstabörnunum. Minna er vitað um hvort ristilbólga hjá fullorðnum getur stafað af fæðuofnæmi en ekki er útilokað að svo sé í vissum tilvikum.

Enn sem komið er er besta meðferðin fólgin í því að forðast vandlega allan mat sem viðkomandi hefur ofnæmi fyrir en þetta kann að breytast á næstu árum. Þekkingu okkar á eðli fæðuofnæmis fleygir fram og með aukinni þekkingu opnast ævinlega fyrr eða síðar nýir meðferðarmöguleikar.

Skoðið einnig skyld svör:

Hvað er sjálfsofnæmi?

Getur fæða eins og hvítur sykur, hvítt hveiti og ger hafi slæm áhrif á líkamann og valdið ofnæmi?

Af hverju fær maður ofnæmi?Mynd: HB

Höfundur

Magnús Jóhannsson

prófessor emeritus í líflyfjafræði við HÍ

Útgáfudagur

28.5.2001

Spyrjandi

Ritstjórn

Tilvísun

Magnús Jóhannsson. „Er fæðuofnæmi algengt?“ Vísindavefurinn, 28. maí 2001, sótt 24. júlí 2024, https://visindavefur.is/svar.php?id=1654.

Magnús Jóhannsson. (2001, 28. maí). Er fæðuofnæmi algengt? Vísindavefurinn. https://visindavefur.is/svar.php?id=1654

Magnús Jóhannsson. „Er fæðuofnæmi algengt?“ Vísindavefurinn. 28. maí. 2001. Vefsíða. 24. júl. 2024. <https://visindavefur.is/svar.php?id=1654>.

Chicago | APA | MLA

Senda grein til vinar

=

Er fæðuofnæmi algengt?
Nýlegar rannsóknir sýna að algengi fæðuofnæmis er 2-8% hjá börnum og 1% hjá fullorðnum. Í sumum löndum eru þessar tölur þó sennilega eitthvað hærri. Fyrir fullorðna eru þetta mun lægri tölur en búist var við og virðist fæðuofnæmi ekki vera eins algengt meðal fullorðinna og talið hefur verið. Samkvæmt þessum nýju tölum er fæðuofnæmi hjá börnum hins vegar nokkru algengara en lengst af hefur verið álitið og á það einkum við um fyrsta aldursárið.

Áhugi vísindamanna á þessu fyrirbæri er mikill en fæðuofnæmi getur valdið alvarlegum veikindum og jafnvel dauða. Eins og tölurnar að ofan sýna er oft um að ræða ofnæmi hjá börnum sem eldist af þeim á unglingsárum eða snemma á fullorðinsárum. Algengustu orsakir ofnæmis meðal fæðutegunda eru kúamjólk, hænuegg, jarðhnetur, fiskur og skelfiskur en ýmiss konar kornmatur, sojabaunir og prótein úr frjókornum koma einnig við sögu.

Fæðuofnæmi og fæðuóþol lýsa sér oft með svipuðum einkennum en eru tvö ólík fyrirbæri. Fæðuofnæmi, eins og allt annað ofnæmi, stafar af eins konar ofvirkni í ónæmiskerfinu gegn vissum efnum og við það myndast mótefni í líkamanum. Þegar þessi mótefni tengjast ofnæmisvaldinum (í þessu tilviki efnum í fæðu) losna úr læðingi ýmis taugaboðefni og hormón sem valda einkennum frá húð (útbrot, kláði, ofsakláði), blóðrás (blóðþrýstingsfall), öndunarfærum (hósti, hrygla, nefrennsli, hnerrar, barkakýlisbjúgur og öndunarerfiðleikar) og meltingarfærum (ógleði, uppköst, samdráttarverkir, vindgangur, niðurgangur og ristilbólga).

Fæðuóþol stafar hins vegar oftast af því að ekki er hægt að brjóta niður viss efni í fæðunni vegna þess að líkamann skortir viðkomandi ensím (efnahvata), og af því hljótast ýmis óþægindi, sem í mörgum tilfellum eru þau sömu og verða við fæðuofnæmi.

Efnin sem valda fæðuofnæmi eru oftast frekar lítil prótein af þeirri gerð sem kallast sykurprótein (glýkóprótein). Þau þola vel hita, sýru og ýmislegt annað áreiti þannig að þau skemmast ekki við venjulega matreiðslu. Ekki er vitað hvers vegna þessi tegund próteina hefur svo mikla tilhneigingu til að valda ofnæmi.

Í kúamjólk eru meira en 20 prótein af þessari gerð og vitað er að minnsta kosti fimm þeirra geta valdið ofnæmi. Þeir sem hafa ofnæmi fyrir kúamjólk hafa yfirleitt einnig ofnæmi fyrir mjólk úr geitum og kindum.

Hænuegg eru einnig algengur ofnæmisvaldur, einkum hjá börnum. Lengi hefur verið talið að fólk hafi einkum ofnæmi fyrir hvítunni en síður rauðunni en ekki er vitað með vissu hvort þetta er rétt. Í eggjahvítu eru þekkt þrjú prótein sem geta valdið ofnæmi.

Jarðhnetur eru einn kröftugasti ofnæmisvaldur sem við þekkjum meðal fæðutegunda. Þekkt eru tvö prótein í jarðhnetum sem valda ofnæmi.

Mjólkur- og eggjaofnæmi eru algengust meðal barna og eldast oft af fólki en það gerist ekki með jarðhnetuofnæmi. Þeir sem fá ofnæmi fyrir jarðhnetum sitja oftast uppi með það alla ævi.

Nokkrar korntegundir geta valdið ofnæmi og í hveiti er vel þekkt eitt prótein sem hefur slíka eiginleika. Frjókorn blóma, trjáa og grasa innihalda efni af próteinfjölskyldu sem nefnast prófilín. Þessi efni geta valdið ofnæmi hvort sem þau eru borðuð eða fólk andar þeim að sér.

Eitt af því sem hefur vakið athygli á síðustu árum er að fæðuofnæmi virðist stundum geta valdið ungbarnakveisu og ristilbólgu. Ungbarnakveisa stafar þó aðeins í 10-15% tilvika af fæðuofnæmi. Ristilbólga í börnum á fyrsta ári getur stafað af fæðuofnæmi og virðist álíka algeng hjá pelabörnum og brjóstabörnum en er venjulega vægari hjá brjóstabörnunum. Minna er vitað um hvort ristilbólga hjá fullorðnum getur stafað af fæðuofnæmi en ekki er útilokað að svo sé í vissum tilvikum.

Enn sem komið er er besta meðferðin fólgin í því að forðast vandlega allan mat sem viðkomandi hefur ofnæmi fyrir en þetta kann að breytast á næstu árum. Þekkingu okkar á eðli fæðuofnæmis fleygir fram og með aukinni þekkingu opnast ævinlega fyrr eða síðar nýir meðferðarmöguleikar.

Skoðið einnig skyld svör:

Hvað er sjálfsofnæmi?

Getur fæða eins og hvítur sykur, hvítt hveiti og ger hafi slæm áhrif á líkamann og valdið ofnæmi?

Af hverju fær maður ofnæmi?Mynd: HB...