Sólin Sólin Rís 05:54 • sest 21:03 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 00:00 • Sest 00:00 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 11:29 • Síðdegis: 24:02 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 05:17 • Síðdegis: 17:26 í Reykjavík

Hvenær uppgötvuðu mennirnir eldinn?

Haraldur Ólafsson mannfræðingur

Spyrjandi á væntanlega við hvenær menn fóru að notfæra sér eldinn. Frá örófi alda hefur mannkynið þekkt eldinn. Eldgos hafa kveikt í hlutum, skógareldar hafa geisað, eldingar kveikt í trjám og runnum og jafnvel orðið fólki að bana. Allt þetta hefur manneskjan séð og reynt frá því að hún kom fyrst fram á sjónarsviðið.

En ekki er auðvelt að segja með nokkurri vissu hvenær maðurinn fór að hafa vald á eldinum og nota hann í lífsbaráttunni. Oft heyrist fullyrt að engin tækninýjung hafi verið svo afdrifarík fyrir mannkynið sem sú að læra að fara með eld, kveikja hann og nýta til ótal hluta.

Í fornum bústöðum manna finnast merki um eld. Þar er aska og sviðin tré og bein. Fyrir allt að sjö hundrað þúsund árum var farið með eld í mannabústöðum, meðal annars hjá frummönnum í Kína. En ekki er enn sem komið er hægt að gera sér grein fyrir hvort sá eldur hafi verið kveiktur eða varðveittur af mönnum eða hvort hann var tilkominn vegna skógarelda eða eldinga.

Mynd tekin af brunaverðinum John McColgan frá Alaska á stafræna myndavél.

Talið er að eldur hafi upphaflega verið vörn gegn villtum dýrum. Villt dýr óttast flest logandi bál. Þá hefur eldur verið notaður til að herða tré sem notað var í vopn, til dæmis spjótsodda. Vafalaust hefur eldur einnig verið notaður til þess að steikja kjöt sem verður þá betri fæða og auðmeltanlegri en hrátt kjöt. Loks hefur eldur verið hitagjafi í hellum og ófullkomnum skýlum.

Þó er allt á huldu um hvort eldur var notaður á þennan hátt svo snemma á menningarferli mannkynsins, en mörg merki eru um að fyrir þrjú hundrað og fimmtíu þúsund árum hafi maðurinn verið farinn að nota eld víðsvegar um heiminn; í Afríku, í Asíu og í Evrópu. Ekki er vitað hvort þessi eldur var kveiktur af mönnum, en trúlegast er að menn hafi sótt eld sem kviknað hafði í náttúrunni og varðveitt hann. Og fyrir eitt hundrað þúsund árum voru eldstæði algeng í híbýlum manna en fram að þeim tíma brá þeim fyrir á stöku stað.

Eldurinn var forsenda þess að hægt var að nýta kornmeti alls konar til matar með því að búa til brauð og grauta. Málma var ekki hægt að vinna nema með því að hita málmstein í ofnum þar sem náðist mjög hátt hitastig. Öll menning nútímans byggist á því að ráða yfir eldinum.

Í stuttu máli: Elds verður vart í bústöðum manna fyrir allt að sjö hundrað þúsund árum, og ef til vill enn lengra aftur í tímann, en hann verður ekki hluti af daglegu lífi manna fyrr en tugum árþúsunda síðar.

Mynd:

Höfundur

Haraldur Ólafsson mannfræðingur

fyrrv. prófessor í mannfræði við HÍ

Útgáfudagur

29.5.2001

Spyrjandi

Sigurður Ólafsson, Jón Einar Ólason

Efnisorð

Tilvísun

Haraldur Ólafsson mannfræðingur. „Hvenær uppgötvuðu mennirnir eldinn?“ Vísindavefurinn, 29. maí 2001. Sótt 15. apríl 2024. http://visindavefur.is/svar.php?id=1656.

Haraldur Ólafsson mannfræðingur. (2001, 29. maí). Hvenær uppgötvuðu mennirnir eldinn? Vísindavefurinn. Sótt af http://visindavefur.is/svar.php?id=1656

Haraldur Ólafsson mannfræðingur. „Hvenær uppgötvuðu mennirnir eldinn?“ Vísindavefurinn. 29. maí. 2001. Vefsíða. 15. apr. 2024. <http://visindavefur.is/svar.php?id=1656>.

Chicago | APA | MLA

Spyrja

Sendu inn spurningu LeiðbeiningarTil baka

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Senda grein til vinar

=

Hvenær uppgötvuðu mennirnir eldinn?
Spyrjandi á væntanlega við hvenær menn fóru að notfæra sér eldinn. Frá örófi alda hefur mannkynið þekkt eldinn. Eldgos hafa kveikt í hlutum, skógareldar hafa geisað, eldingar kveikt í trjám og runnum og jafnvel orðið fólki að bana. Allt þetta hefur manneskjan séð og reynt frá því að hún kom fyrst fram á sjónarsviðið.

En ekki er auðvelt að segja með nokkurri vissu hvenær maðurinn fór að hafa vald á eldinum og nota hann í lífsbaráttunni. Oft heyrist fullyrt að engin tækninýjung hafi verið svo afdrifarík fyrir mannkynið sem sú að læra að fara með eld, kveikja hann og nýta til ótal hluta.

Í fornum bústöðum manna finnast merki um eld. Þar er aska og sviðin tré og bein. Fyrir allt að sjö hundrað þúsund árum var farið með eld í mannabústöðum, meðal annars hjá frummönnum í Kína. En ekki er enn sem komið er hægt að gera sér grein fyrir hvort sá eldur hafi verið kveiktur eða varðveittur af mönnum eða hvort hann var tilkominn vegna skógarelda eða eldinga.

Mynd tekin af brunaverðinum John McColgan frá Alaska á stafræna myndavél.

Talið er að eldur hafi upphaflega verið vörn gegn villtum dýrum. Villt dýr óttast flest logandi bál. Þá hefur eldur verið notaður til að herða tré sem notað var í vopn, til dæmis spjótsodda. Vafalaust hefur eldur einnig verið notaður til þess að steikja kjöt sem verður þá betri fæða og auðmeltanlegri en hrátt kjöt. Loks hefur eldur verið hitagjafi í hellum og ófullkomnum skýlum.

Þó er allt á huldu um hvort eldur var notaður á þennan hátt svo snemma á menningarferli mannkynsins, en mörg merki eru um að fyrir þrjú hundrað og fimmtíu þúsund árum hafi maðurinn verið farinn að nota eld víðsvegar um heiminn; í Afríku, í Asíu og í Evrópu. Ekki er vitað hvort þessi eldur var kveiktur af mönnum, en trúlegast er að menn hafi sótt eld sem kviknað hafði í náttúrunni og varðveitt hann. Og fyrir eitt hundrað þúsund árum voru eldstæði algeng í híbýlum manna en fram að þeim tíma brá þeim fyrir á stöku stað.

Eldurinn var forsenda þess að hægt var að nýta kornmeti alls konar til matar með því að búa til brauð og grauta. Málma var ekki hægt að vinna nema með því að hita málmstein í ofnum þar sem náðist mjög hátt hitastig. Öll menning nútímans byggist á því að ráða yfir eldinum.

Í stuttu máli: Elds verður vart í bústöðum manna fyrir allt að sjö hundrað þúsund árum, og ef til vill enn lengra aftur í tímann, en hann verður ekki hluti af daglegu lífi manna fyrr en tugum árþúsunda síðar.

Mynd:...