Sólin Sólin Rís 03:29 • sest 23:24 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 03:35 • Sest 09:46 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 10:38 • Síðdegis: 23:07 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 04:33 • Síðdegis: 16:38 í Reykjavík

Rýrnar næringargildi fæðu í örbylgjuofnum?

Bryndís Eva Birgisdóttir

Flestir eru sammála um að næringarefnainnihald í mat úr örbylgjuofnum sé alls ekki minna en í mat sem eldaður er á hefðbundinn hátt og jafnvel meira í sumum tilfellum.

Matreiðsla veldur alltaf einhverju tapi á næringarefnum og þá aðallega á vatnsleysanlegum vítamínum (B-vítamínum og C-vítamíni) sem annaðhvort leka út í vatn við suðu eða skemmast vegna hitunar. Þegar matur er eldaður í örbylgjuofni tapast því minna af vatnsleysanlegum vítamínum heldur en við suðu.

Þó er eitt vítamín mjög viðkvæmt fyrir örbylgjum, en það er B12-vítamín, sem er aðallega að finna í kjöti og mjólkurafurðum. Til að koma í veg fyrir tap á vítamíninu ætti því frekar að nota venjulegan ofn eða pönnu við matreiðslu þessara fæðutegunda heldur en örbylgjuofninn.

Höfundur

doktor í næringarfræði

Útgáfudagur

29.2.2000

Spyrjandi

Björn Ásbjörnsson

Efnisorð

Tilvísun

Bryndís Eva Birgisdóttir. „Rýrnar næringargildi fæðu í örbylgjuofnum?“ Vísindavefurinn, 29. febrúar 2000. Sótt 29. maí 2024. http://visindavefur.is/svar.php?id=166.

Bryndís Eva Birgisdóttir. (2000, 29. febrúar). Rýrnar næringargildi fæðu í örbylgjuofnum? Vísindavefurinn. Sótt af http://visindavefur.is/svar.php?id=166

Bryndís Eva Birgisdóttir. „Rýrnar næringargildi fæðu í örbylgjuofnum?“ Vísindavefurinn. 29. feb. 2000. Vefsíða. 29. maí. 2024. <http://visindavefur.is/svar.php?id=166>.

Chicago | APA | MLA

Spyrja

Sendu inn spurningu LeiðbeiningarTil baka

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Senda grein til vinar

=

Rýrnar næringargildi fæðu í örbylgjuofnum?
Flestir eru sammála um að næringarefnainnihald í mat úr örbylgjuofnum sé alls ekki minna en í mat sem eldaður er á hefðbundinn hátt og jafnvel meira í sumum tilfellum.

Matreiðsla veldur alltaf einhverju tapi á næringarefnum og þá aðallega á vatnsleysanlegum vítamínum (B-vítamínum og C-vítamíni) sem annaðhvort leka út í vatn við suðu eða skemmast vegna hitunar. Þegar matur er eldaður í örbylgjuofni tapast því minna af vatnsleysanlegum vítamínum heldur en við suðu.

Þó er eitt vítamín mjög viðkvæmt fyrir örbylgjum, en það er B12-vítamín, sem er aðallega að finna í kjöti og mjólkurafurðum. Til að koma í veg fyrir tap á vítamíninu ætti því frekar að nota venjulegan ofn eða pönnu við matreiðslu þessara fæðutegunda heldur en örbylgjuofninn....