Sólin Sólin Rís 06:37 • sest 20:10 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 00:00 • Sest 00:00 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 10:16 • Síðdegis: 22:39 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 03:58 • Síðdegis: 16:38 í Reykjavík
Sólin Sólin Rís 06:37 • sest 20:10 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 00:00 • Sest 00:00 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 10:16 • Síðdegis: 22:39 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 03:58 • Síðdegis: 16:38 í Reykjavík
LeiðbeiningarTil baka

Sendu inn spurningu

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Fyrir hvað eru Súmerar þekktir?

Haraldur Ólafsson mannfræðingur



Fjögur þúsund og fimm hundruð árum fyrir upphaf tímatals okkar (fæðingu Krists) voru sprottin upp lítil þorp í suðurhluta Mesópótamíu þar sem nú heitir Írak. Á þeim tíma náði sjávarströndin miklu lengra inn í landið en nú. Stórfljótin Evrat og Tigris hafa á rúmlega sex þúsund árum borið fram fram óhemjumagn af leir og sandi og eru nú óshólmar þar sem áður var haf. Hin fyrstu þorp þarna voru kennd við Ubaid og kallast tímabilið Ubaid-tíminn. Þarna risu síðar þorpin Larsa, Ur, Uruk og Eridu sem þekkt eru úr sögnum, og reyndar mörg fleiri.

Þarna lifði fólk á fiskveiðum og húsdýrahaldi. Leirkeragerð var hafin og myndir sýna fólk við mjaltir og augljóst að alls konar matur var unninn úr mjólk. Öll sú saga er merkileg. Þetta fólk er talið vera forfeður Súmera sem voru ríkjandi þjóð á þessum slóðum um þrjú þúsund fyrir Krist.

Margt er frásagnarvert af Súmerum og verður þeirra þó lengst og helst minnst fyrir að hafa fyrstir manna svo vitað sé farið að skrifa niður alls konar fróðleik. Með þeim hefst ritöld í heiminum fyrir fimm þúsund árum og hefst þá hin ritaða saga mannkynsins. Fyrst var um að ræða myndletur en brátt er farið að rita á hinu svonefnda fleygletri á þann hátt að þrýst var með með litlum tréfleyg á rakar leirtöflur. Þessi tákn voru fyrir samstöfur tiltekinna hljóða og eru upphaf ritunar með bókstöfum. Bandaríski fornfræðingurinn Kramer hitti naglann á höfuðið þegar hann nefndi bók um Súmera „Súmer, þar sem sagan hófst”.

Elstu rituðu leirtöflurnar frá Súmer eru skýrslur um varning enda mikilvægt að henda reiður á eignum og viðskiptum. Síðar var farið að skrifa margs konar annan fróðleik, meðal annars sögur af hetjum og guðum. Elst og einna merkust slíkra sagna er Gilgamesh-kviðan sem talin er vera samin fyrir allt að fimm þúsund árum en hefur líklega geymst í munnlegum frásögnum um langan aldur áður en hún var rituð. Sama máli gegnir um margar goðsögur. Þær hafa verið sagðar í ólíkum myndum langa hríð áður en þær voru ritaðar á leirtöflur eða á klettaveggi. Í Gilgamesh-kviðu er fjallað um leit manna að ódauðleika og þar eru elstu frásagnir af flóði sem eyddi mestöllu lífi á jörðinni. Það er augljóslega sams konar frásögn og er af Nóaflóði í Gamla testamentinu.

En Súmerar voru einnig merkilegir fyrir að hafa reist miklar byggingar, komið á konungdæmum, grafið áveituskurði og búið þannig til frjósama akra. Saga þeirra er líka saga mikilla ósigra þegar hver þjóðflokkurinn á fætur öðrum sótti inn á hin búsældarlegu svæði sem þeir höfðu skapað. En það er önnur saga og flóknari en svo að henni verði gerð skil í fáum orðum. Allt þetta svæði sem kennt er við stórfljótin tvö, Evrat og Tígris, og nefnt Landið milli fljótanna, Mesópótamía, hefur verið vettvangur átaka og styrjalda en jafnframt eitt merkilegasta og áhrifamesta menningarsvæði mannkynssögunnar.



Mynd: Henry Davis Consulting

Höfundur

Haraldur Ólafsson mannfræðingur

fyrrv. prófessor í mannfræði við HÍ

Útgáfudagur

1.6.2001

Síðast uppfært

8.11.2018

Spyrjandi

Bjartmar Steinarsson, f. 1983

Tilvísun

Haraldur Ólafsson mannfræðingur. „Fyrir hvað eru Súmerar þekktir?“ Vísindavefurinn, 1. júní 2001, sótt 10. september 2024, https://visindavefur.is/svar.php?id=1667.

Haraldur Ólafsson mannfræðingur. (2001, 1. júní). Fyrir hvað eru Súmerar þekktir? Vísindavefurinn. https://visindavefur.is/svar.php?id=1667

Haraldur Ólafsson mannfræðingur. „Fyrir hvað eru Súmerar þekktir?“ Vísindavefurinn. 1. jún. 2001. Vefsíða. 10. sep. 2024. <https://visindavefur.is/svar.php?id=1667>.

Chicago | APA | MLA

Senda grein til vinar

=

Fyrir hvað eru Súmerar þekktir?


Fjögur þúsund og fimm hundruð árum fyrir upphaf tímatals okkar (fæðingu Krists) voru sprottin upp lítil þorp í suðurhluta Mesópótamíu þar sem nú heitir Írak. Á þeim tíma náði sjávarströndin miklu lengra inn í landið en nú. Stórfljótin Evrat og Tigris hafa á rúmlega sex þúsund árum borið fram fram óhemjumagn af leir og sandi og eru nú óshólmar þar sem áður var haf. Hin fyrstu þorp þarna voru kennd við Ubaid og kallast tímabilið Ubaid-tíminn. Þarna risu síðar þorpin Larsa, Ur, Uruk og Eridu sem þekkt eru úr sögnum, og reyndar mörg fleiri.

Þarna lifði fólk á fiskveiðum og húsdýrahaldi. Leirkeragerð var hafin og myndir sýna fólk við mjaltir og augljóst að alls konar matur var unninn úr mjólk. Öll sú saga er merkileg. Þetta fólk er talið vera forfeður Súmera sem voru ríkjandi þjóð á þessum slóðum um þrjú þúsund fyrir Krist.

Margt er frásagnarvert af Súmerum og verður þeirra þó lengst og helst minnst fyrir að hafa fyrstir manna svo vitað sé farið að skrifa niður alls konar fróðleik. Með þeim hefst ritöld í heiminum fyrir fimm þúsund árum og hefst þá hin ritaða saga mannkynsins. Fyrst var um að ræða myndletur en brátt er farið að rita á hinu svonefnda fleygletri á þann hátt að þrýst var með með litlum tréfleyg á rakar leirtöflur. Þessi tákn voru fyrir samstöfur tiltekinna hljóða og eru upphaf ritunar með bókstöfum. Bandaríski fornfræðingurinn Kramer hitti naglann á höfuðið þegar hann nefndi bók um Súmera „Súmer, þar sem sagan hófst”.

Elstu rituðu leirtöflurnar frá Súmer eru skýrslur um varning enda mikilvægt að henda reiður á eignum og viðskiptum. Síðar var farið að skrifa margs konar annan fróðleik, meðal annars sögur af hetjum og guðum. Elst og einna merkust slíkra sagna er Gilgamesh-kviðan sem talin er vera samin fyrir allt að fimm þúsund árum en hefur líklega geymst í munnlegum frásögnum um langan aldur áður en hún var rituð. Sama máli gegnir um margar goðsögur. Þær hafa verið sagðar í ólíkum myndum langa hríð áður en þær voru ritaðar á leirtöflur eða á klettaveggi. Í Gilgamesh-kviðu er fjallað um leit manna að ódauðleika og þar eru elstu frásagnir af flóði sem eyddi mestöllu lífi á jörðinni. Það er augljóslega sams konar frásögn og er af Nóaflóði í Gamla testamentinu.

En Súmerar voru einnig merkilegir fyrir að hafa reist miklar byggingar, komið á konungdæmum, grafið áveituskurði og búið þannig til frjósama akra. Saga þeirra er líka saga mikilla ósigra þegar hver þjóðflokkurinn á fætur öðrum sótti inn á hin búsældarlegu svæði sem þeir höfðu skapað. En það er önnur saga og flóknari en svo að henni verði gerð skil í fáum orðum. Allt þetta svæði sem kennt er við stórfljótin tvö, Evrat og Tígris, og nefnt Landið milli fljótanna, Mesópótamía, hefur verið vettvangur átaka og styrjalda en jafnframt eitt merkilegasta og áhrifamesta menningarsvæði mannkynssögunnar.



Mynd: Henry Davis Consulting

...