Sólin Sólin Rís 10:59 • sest 15:38 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 14:50 • Sest 21:32 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 09:33 • Síðdegis: 22:04 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 03:10 • Síðdegis: 16:02 í Reykjavík
Sólin Sólin Rís 10:59 • sest 15:38 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 14:50 • Sest 21:32 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 09:33 • Síðdegis: 22:04 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 03:10 • Síðdegis: 16:02 í Reykjavík
LeiðbeiningarTil baka

Sendu inn spurningu

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Hvenær byggðust Skinnastaðir í Öxarfirði og hvenær var nafni hreppsins breytt úr Ærlækjarhrepp í Skinnastaðahrepp?

Svavar Sigmundsson

Árnastofnun - mynd í *Árnarstofnun
Skinnastaðir í Axarfirði eru nefndir fyrst í Íslendinga sögu í Sturlungu í tengslum við atburði 1232, þegar Guðmundur biskup Arason fór af Skinnastöðum og vestur yfir Jökulsá (útg. 1946, I, 336) en við 1255 er nefndur Halldór Helgason, bóndi af Skinnastöðum (I, 519) í sömu sögu. Ekki er kunnugt um eldri heimildir um jörðina. Engin leið er að segja til um hvenær staðurinn hefur byggst fyrst. Fyrsti prestur sem kunnugt er um þar, Kári Bergþórsson, var kominn þangað um 1392. (Sveinn Níelsson: Prestatal og prófasta, 312.)

Ekki verður séð að nafnið 'Ærlækjarhreppur' hafi verið til sem formlegt hreppsheiti. Hins vegar var þingstaður Öxarfjarðarhrepps á Ærlæk. Til er úrskurðarbréf lögmanns, dagsett að Ærlæk í Axarfirði 17. júní 1402. Öxarfjarðarhreppi hinum forna eða Skinnastaðarhreppi, en svo nefndist hreppurinn á síðari hluta 19. aldar, var skipt árið 1892 í tvo hreppa, Öxarfjarðarhrepp og Fjallahrepp.
Nafn hins forna hrepps mun hafa breytzt í Skinnastaðarhreppur fyrir áhrif frá nafni manntalsþinghárinnar, sem tók nafn af þingstað, en þingstaður var fluttur til Skinnastaðar frá Ærlæk.(Lýður Björnsson: Saga sveitarstjórnar á Íslandi II,114.)
Hugsanlegt er sem sagt að nafnið Ærlækjarhreppur sé einhvers staðar til í heimildum vegna þingstaðarins þó að það hafi ekki verið opinbert heiti hreppsins.

Höfundur

Svavar Sigmundsson

fyrrv. forstöðumaður Örnefnastofnunar

Útgáfudagur

1.6.2001

Spyrjandi

Edda Kristjánsdóttir

Tilvísun

Svavar Sigmundsson. „Hvenær byggðust Skinnastaðir í Öxarfirði og hvenær var nafni hreppsins breytt úr Ærlækjarhrepp í Skinnastaðahrepp?“ Vísindavefurinn, 1. júní 2001, sótt 6. desember 2024, https://visindavefur.is/svar.php?id=1671.

Svavar Sigmundsson. (2001, 1. júní). Hvenær byggðust Skinnastaðir í Öxarfirði og hvenær var nafni hreppsins breytt úr Ærlækjarhrepp í Skinnastaðahrepp? Vísindavefurinn. https://visindavefur.is/svar.php?id=1671

Svavar Sigmundsson. „Hvenær byggðust Skinnastaðir í Öxarfirði og hvenær var nafni hreppsins breytt úr Ærlækjarhrepp í Skinnastaðahrepp?“ Vísindavefurinn. 1. jún. 2001. Vefsíða. 6. des. 2024. <https://visindavefur.is/svar.php?id=1671>.

Chicago | APA | MLA

Senda grein til vinar

=

Hvenær byggðust Skinnastaðir í Öxarfirði og hvenær var nafni hreppsins breytt úr Ærlækjarhrepp í Skinnastaðahrepp?
Skinnastaðir í Axarfirði eru nefndir fyrst í Íslendinga sögu í Sturlungu í tengslum við atburði 1232, þegar Guðmundur biskup Arason fór af Skinnastöðum og vestur yfir Jökulsá (útg. 1946, I, 336) en við 1255 er nefndur Halldór Helgason, bóndi af Skinnastöðum (I, 519) í sömu sögu. Ekki er kunnugt um eldri heimildir um jörðina. Engin leið er að segja til um hvenær staðurinn hefur byggst fyrst. Fyrsti prestur sem kunnugt er um þar, Kári Bergþórsson, var kominn þangað um 1392. (Sveinn Níelsson: Prestatal og prófasta, 312.)

Ekki verður séð að nafnið 'Ærlækjarhreppur' hafi verið til sem formlegt hreppsheiti. Hins vegar var þingstaður Öxarfjarðarhrepps á Ærlæk. Til er úrskurðarbréf lögmanns, dagsett að Ærlæk í Axarfirði 17. júní 1402. Öxarfjarðarhreppi hinum forna eða Skinnastaðarhreppi, en svo nefndist hreppurinn á síðari hluta 19. aldar, var skipt árið 1892 í tvo hreppa, Öxarfjarðarhrepp og Fjallahrepp.
Nafn hins forna hrepps mun hafa breytzt í Skinnastaðarhreppur fyrir áhrif frá nafni manntalsþinghárinnar, sem tók nafn af þingstað, en þingstaður var fluttur til Skinnastaðar frá Ærlæk.(Lýður Björnsson: Saga sveitarstjórnar á Íslandi II,114.)
Hugsanlegt er sem sagt að nafnið Ærlækjarhreppur sé einhvers staðar til í heimildum vegna þingstaðarins þó að það hafi ekki verið opinbert heiti hreppsins....