Sólin Sólin Rís 05:43 • sest 21:13 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 13:37 • Sest 06:11 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 02:59 • Síðdegis: 15:47 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 09:39 • Síðdegis: 21:50 í Reykjavík

Hvernig var þvengeðlan og hvar í fæðukeðjunni var hún?

Jón Már Halldórsson

Upphafleg spurning var sem hér segir:
Fyrirspurnir um Þvengeðlu (Compsognathus). Hvar í fæðukeðjunni var hún, hvað er vitað um hegðun hennar og var hún hjarðdýr?

Þvengeðlan (Compsognathus) er með minnstu risaeðlum sem fundist hafa merki um. Hún var á stærð við lítinn heimiliskött eða um 30-50 cm á lengd og vó aðeins 3-5,5 kg. Sumir telja að þvengeðlan hafi verið forfaðir öglis (Archaeopteryx) sem er forfaðir fugla nútímans. Þetta er þó nokkuð umdeilt og allt eins er líklegt að þessar tegundir hafi verið uppi á sama tíma, seint á Júra-tímabilinu (fyrir 163 til 144 milljónum ára).



Fyrstu steingerðu leifar þvengeðlu fundust í sandsteinslögum í Steinshof í Bavaríu árið 1861 og hafa flestar leifar þessarar eðlu fundist í Evrópu. Árið 1881 fannst lítil beinagrind hjá beinagrind þvengeðlu og bendir það til að hún hafi verið kjötæta. Sennilega hefur hún verið skæður eggjaræningi auk þess að ræna nýklöktum ungum stóru eðlanna. Hún hefur því verið ofarlega í fæðukeðjunni. Vísindamenn telja að oft hafi stærri ráneðlur náð í þennan litla þjóf og étið hann. Þess vegna er ekki hægt að segja að hún hafi verið efst í fæðukeðjunni enda bráð annarra ráneðla.

Erfitt hefur verið að alhæfa um atferli útdauðra dýra en þó telja vísindamenn að þessar eðlur hafi haldið sig í smáum hópum. Margar risaeðlur voru aftur á móti einfarar til dæmis hin gríðastóra ráneðla Tyrannosaurus rex.

Efri myndin sýnir þvengeðlu eins og vísindamenn telja að hún hafi verið. Hún er fengin á vefsetrinu toltecimages.com þar sem meðal annars má finna myndir af mörgum dýrum.

Neðri myndin sýnir steingerða þvengeðlu. Hún er fengin á vefsetrinu dinohunters þar sem fjallað er um sögu risaeðlanna.

Höfundur

Jón Már Halldórsson

líffræðingur

Útgáfudagur

1.6.2001

Spyrjandi

Diljá Marín Jónsdóttir, f. 1990

Tilvísun

Jón Már Halldórsson. „Hvernig var þvengeðlan og hvar í fæðukeðjunni var hún?“ Vísindavefurinn, 1. júní 2001. Sótt 18. apríl 2024. http://visindavefur.is/svar.php?id=1672.

Jón Már Halldórsson. (2001, 1. júní). Hvernig var þvengeðlan og hvar í fæðukeðjunni var hún? Vísindavefurinn. Sótt af http://visindavefur.is/svar.php?id=1672

Jón Már Halldórsson. „Hvernig var þvengeðlan og hvar í fæðukeðjunni var hún?“ Vísindavefurinn. 1. jún. 2001. Vefsíða. 18. apr. 2024. <http://visindavefur.is/svar.php?id=1672>.

Chicago | APA | MLA

Spyrja

Sendu inn spurningu LeiðbeiningarTil baka

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Senda grein til vinar

=

Hvernig var þvengeðlan og hvar í fæðukeðjunni var hún?

Upphafleg spurning var sem hér segir:
Fyrirspurnir um Þvengeðlu (Compsognathus). Hvar í fæðukeðjunni var hún, hvað er vitað um hegðun hennar og var hún hjarðdýr?

Þvengeðlan (Compsognathus) er með minnstu risaeðlum sem fundist hafa merki um. Hún var á stærð við lítinn heimiliskött eða um 30-50 cm á lengd og vó aðeins 3-5,5 kg. Sumir telja að þvengeðlan hafi verið forfaðir öglis (Archaeopteryx) sem er forfaðir fugla nútímans. Þetta er þó nokkuð umdeilt og allt eins er líklegt að þessar tegundir hafi verið uppi á sama tíma, seint á Júra-tímabilinu (fyrir 163 til 144 milljónum ára).



Fyrstu steingerðu leifar þvengeðlu fundust í sandsteinslögum í Steinshof í Bavaríu árið 1861 og hafa flestar leifar þessarar eðlu fundist í Evrópu. Árið 1881 fannst lítil beinagrind hjá beinagrind þvengeðlu og bendir það til að hún hafi verið kjötæta. Sennilega hefur hún verið skæður eggjaræningi auk þess að ræna nýklöktum ungum stóru eðlanna. Hún hefur því verið ofarlega í fæðukeðjunni. Vísindamenn telja að oft hafi stærri ráneðlur náð í þennan litla þjóf og étið hann. Þess vegna er ekki hægt að segja að hún hafi verið efst í fæðukeðjunni enda bráð annarra ráneðla.

Erfitt hefur verið að alhæfa um atferli útdauðra dýra en þó telja vísindamenn að þessar eðlur hafi haldið sig í smáum hópum. Margar risaeðlur voru aftur á móti einfarar til dæmis hin gríðastóra ráneðla Tyrannosaurus rex.

Efri myndin sýnir þvengeðlu eins og vísindamenn telja að hún hafi verið. Hún er fengin á vefsetrinu toltecimages.com þar sem meðal annars má finna myndir af mörgum dýrum.

Neðri myndin sýnir steingerða þvengeðlu. Hún er fengin á vefsetrinu dinohunters þar sem fjallað er um sögu risaeðlanna.

...