Sólin Sólin Rís 08:57 • sest 18:26 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 16:39 • Sest 09:49 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 06:12 • Síðdegis: 18:32 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 00:01 • Síðdegis: 12:30 í Reykjavík

Var Tyrannosaurus rex mesta og stærsta ráneðla sinna tíma og hvenær var hún uppi?

Jón Már HalldórssonHér er einnig svarað eftirfarandi spurningum:
  • Hve mörgum sinnum stærri og þyngri er grameðlan miðað við manninn? (Berglind Bjarnadóttir)
  • Hvað gátu grameðlur orðið þungar? (Kristjana Kristjánsdóttir)

Tyrannosaurus rex, eða grameðla, tilheyrði ættkvísl ráneðla (Tyrannosaurus). Til hennar heyrðu stórvaxnar ráneðlur sem stóðu uppréttar á afturlöppunum. Framlappirnar voru smáar og máttlitlar. Nákvæmar rannsóknir á steingerðum leifum þessara framhandleggsanga benda til að fáar taugar hafi legið til þeirra og því hafi allar hreyfingar verið mjög grófgerðar. Hlutverk framhandleggjanna hefur að öllum líkindum verið að halda bráðinni.

Þessi mikla ráneðla gat orðið allt að 14 metrar á lengd, sjö sinnum lengri en maður, og vel yfir 6 metrar á hæð. Hausinn var gríðastór; um 1,3 metri á lengd. Fornlíffræðingar hafa metið þyngd þessarar risaeðlu allt frá 5 tonnum og upp í 8 tonn, sem sagt um hundrað sinnum þyngri en fullorðin manneskja.

Fáar steingerðar leifar hafa fundist af T-rex og hafa þær einskorðast við Norður-Ameríku og austurhluta Asíu. Þær voru á ferli á síðari hluta krítartímabilsins fyrir 85 til 65 milljónum ára og hafa að öllum líkindum dáið út í hinum miklu hamförum sem urðu þess valdandi að risaeðlur hurfu af sjónarsviðinu fyrir 65 miljónum ára. Nánar má lesa um endalok risaeðlanna í svari við spurningunni "Er vitað hvers vegna risaeðlur dóu út?"

Það eru ekki til margar heillegar beinagrindur af þessu forsögulega skrímsli, sennilega eru nú í kringum 12 slíkar beinagrindur í söfnum víða um heim. Í flestar þeirra vantar nokkur bein. Fyrstu steingerðu leifarnar fann Henry Fairfield Osborn (1857-1935) steingervingafræðingur hjá Náttúrusögusafni Ameríku (American museum of natural history) árið 1905. Á fyrri hluta síðustu aldar leiddi hann fjölmarga leiðangra um vesturhluta Bandaríkjanna í leit að steingervingum risaeðla. Einnig var Osborn lærifaðir margra frægra vísindamanna á sviði steingervingafræði og fornlíffræði á fyrri hluta 20. aldar. Þessi beinagrind er nú til sýnis í náttúrusögusafni Carnegie (Carnegie museum of natural history) í Pittsburg, Pennsylvaníu.

Tyrannosaurus rex hefur sennilega alla sína tíð verið frekar sjaldgæf tegund enda hefur hver einstaklingur þurft á gríðalega stóru veiðisvæði að halda (um 260 ferkílómetrum) til að geta brauðfætt sig. Leifar T-rex hafa iðulega fundist í sömu jarðlögum og hin stórvaxna og hyrnda risaeðla Ceratopsians sem fræðimenn telja að hafi verið aðal bráð T-rex.

Tvær tegundir ráneðla af ættinni Carcharodontosauridae sem nýlega hafa fundist í jarðlögum í Sahara eyðimörkinni og í Argentínu hafa að öllum líkindum verið svipaðar að stærð eða litlu stærri en T-rex. Þess vegna er T-rex að öllum líkindum ekki stærsta ráneðlan meðal hinna útdauðu risaeðla.

Myndin af T-rex er fengin á vefsetri kvikmyndarinnar Jurassic Park.

Myndin af Osborn er fengin á vefsetri steingervingadeildar Berkeley Háskóla í Bandaríkjunum.

Skoðið einnig skyld svör:

Hver var stærsta risaeðlan?

Hver var minnsta risaeðlan og hvernig var andrúmsloftið þegar hún lifði?

Hvernig vita vísindamenn hvernig risaeðlur litu út, hvernig þær voru á litinn og hver líkamsbygging þeirra var?

Fleiri svör um risaeðlur má finna með leitarvél okkar.

Höfundur

Jón Már Halldórsson

líffræðingur

Útgáfudagur

1.6.2001

Spyrjandi

Atli Freyr Bjarnason, f. 1986

Tilvísun

Jón Már Halldórsson. „Var Tyrannosaurus rex mesta og stærsta ráneðla sinna tíma og hvenær var hún uppi?“ Vísindavefurinn, 1. júní 2001. Sótt 23. febrúar 2024. http://visindavefur.is/svar.php?id=1674.

Jón Már Halldórsson. (2001, 1. júní). Var Tyrannosaurus rex mesta og stærsta ráneðla sinna tíma og hvenær var hún uppi? Vísindavefurinn. Sótt af http://visindavefur.is/svar.php?id=1674

Jón Már Halldórsson. „Var Tyrannosaurus rex mesta og stærsta ráneðla sinna tíma og hvenær var hún uppi?“ Vísindavefurinn. 1. jún. 2001. Vefsíða. 23. feb. 2024. <http://visindavefur.is/svar.php?id=1674>.

Chicago | APA | MLA

Spyrja

Sendu inn spurningu LeiðbeiningarTil baka

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Senda grein til vinar

=

Var Tyrannosaurus rex mesta og stærsta ráneðla sinna tíma og hvenær var hún uppi?


Hér er einnig svarað eftirfarandi spurningum:
  • Hve mörgum sinnum stærri og þyngri er grameðlan miðað við manninn? (Berglind Bjarnadóttir)
  • Hvað gátu grameðlur orðið þungar? (Kristjana Kristjánsdóttir)

Tyrannosaurus rex, eða grameðla, tilheyrði ættkvísl ráneðla (Tyrannosaurus). Til hennar heyrðu stórvaxnar ráneðlur sem stóðu uppréttar á afturlöppunum. Framlappirnar voru smáar og máttlitlar. Nákvæmar rannsóknir á steingerðum leifum þessara framhandleggsanga benda til að fáar taugar hafi legið til þeirra og því hafi allar hreyfingar verið mjög grófgerðar. Hlutverk framhandleggjanna hefur að öllum líkindum verið að halda bráðinni.

Þessi mikla ráneðla gat orðið allt að 14 metrar á lengd, sjö sinnum lengri en maður, og vel yfir 6 metrar á hæð. Hausinn var gríðastór; um 1,3 metri á lengd. Fornlíffræðingar hafa metið þyngd þessarar risaeðlu allt frá 5 tonnum og upp í 8 tonn, sem sagt um hundrað sinnum þyngri en fullorðin manneskja.

Fáar steingerðar leifar hafa fundist af T-rex og hafa þær einskorðast við Norður-Ameríku og austurhluta Asíu. Þær voru á ferli á síðari hluta krítartímabilsins fyrir 85 til 65 milljónum ára og hafa að öllum líkindum dáið út í hinum miklu hamförum sem urðu þess valdandi að risaeðlur hurfu af sjónarsviðinu fyrir 65 miljónum ára. Nánar má lesa um endalok risaeðlanna í svari við spurningunni "Er vitað hvers vegna risaeðlur dóu út?"

Það eru ekki til margar heillegar beinagrindur af þessu forsögulega skrímsli, sennilega eru nú í kringum 12 slíkar beinagrindur í söfnum víða um heim. Í flestar þeirra vantar nokkur bein. Fyrstu steingerðu leifarnar fann Henry Fairfield Osborn (1857-1935) steingervingafræðingur hjá Náttúrusögusafni Ameríku (American museum of natural history) árið 1905. Á fyrri hluta síðustu aldar leiddi hann fjölmarga leiðangra um vesturhluta Bandaríkjanna í leit að steingervingum risaeðla. Einnig var Osborn lærifaðir margra frægra vísindamanna á sviði steingervingafræði og fornlíffræði á fyrri hluta 20. aldar. Þessi beinagrind er nú til sýnis í náttúrusögusafni Carnegie (Carnegie museum of natural history) í Pittsburg, Pennsylvaníu.

Tyrannosaurus rex hefur sennilega alla sína tíð verið frekar sjaldgæf tegund enda hefur hver einstaklingur þurft á gríðalega stóru veiðisvæði að halda (um 260 ferkílómetrum) til að geta brauðfætt sig. Leifar T-rex hafa iðulega fundist í sömu jarðlögum og hin stórvaxna og hyrnda risaeðla Ceratopsians sem fræðimenn telja að hafi verið aðal bráð T-rex.

Tvær tegundir ráneðla af ættinni Carcharodontosauridae sem nýlega hafa fundist í jarðlögum í Sahara eyðimörkinni og í Argentínu hafa að öllum líkindum verið svipaðar að stærð eða litlu stærri en T-rex. Þess vegna er T-rex að öllum líkindum ekki stærsta ráneðlan meðal hinna útdauðu risaeðla.

Myndin af T-rex er fengin á vefsetri kvikmyndarinnar Jurassic Park.

Myndin af Osborn er fengin á vefsetri steingervingadeildar Berkeley Háskóla í Bandaríkjunum.

Skoðið einnig skyld svör:

Hver var stærsta risaeðlan?

Hver var minnsta risaeðlan og hvernig var andrúmsloftið þegar hún lifði?

Hvernig vita vísindamenn hvernig risaeðlur litu út, hvernig þær voru á litinn og hver líkamsbygging þeirra var?

Fleiri svör um risaeðlur má finna með leitarvél okkar....