Sólin Sólin Rís 10:57 • sest 15:39 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 01:21 • Sest 14:46 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 00:54 • Síðdegis: 13:16 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 07:00 • Síðdegis: 19:45 í Reykjavík

Er hugsanlegt að stór uppistöðulón gerð af mönnum geti komið af stað eldgosum?

Sigurður Steinþórsson

Þetta er áhugaverð spurning til að velta vöngum yfir. Fyrir löngu varð mönnum ljóst að orsakasamband er milli Grímsvatnagosa og Skeiðarárhlaupa, og þá var spurningin þessi: Veldur hlaup gosi? Veldur gos hlaupi? Eða er eitthvert þriðja ferli sem veldur bæði hlaupi og gosi?

Niðurstaðan nú orðið er að hlaupin valdi gosum - þá léttir skyndilega þrýstingi yfir eldstöðinni sem svarar um 10 loftþyngdum (100 m vatnssúlu), og það nægir til að koma af stað gosi ef aðrar aðstæður eru fyrir hendi. Á sama hátt hamlar það gosi meðan hækkar í Grímsvatnalóninu - þrýstingurinn vex jafnt og þétt við það að skriðjöklar síga niður í lónið og bráðna við jarðhitann.

Þessu skylt er það, að nýlegar rannsóknir sýna að eldvirkni í lok ísaldar fyrir 10.000 árum var um 30 sinnum meiri en núna, og þetta stafaði af skyndilegum þrýstilétti efst í jarðmöttlinum undir Íslandi þegar jöklarnir bráðnuðu en þeir höfðu verið allt að 2 km á þykkt.

Ný uppistöðulón virkjana geta sennilega haft tvenns konar áhrif - aukið þrýsting í iðrum jarðar um nokkrar loftþyngdir (1 bar fyrir hverja 10 m vatnsdýpis), og valdið jarðskorpuhreyfingum meðan þrýstingurinn er að vaxa. Fyrrnefndu áhrifin - vaxandi þrýstingur - ættu frekar að hamla gegn eldgosi en greiða fyrir því, en síðarnefndu áhrifin gætu sennilega greitt fyrir eldgosi sem á annað borð væri í burðarliðnum, ef svo má að orði komast. Niðurstaðan er samt sú, að uppistöðulón geti ekki valdið eldgosi sem ella hefði ekki orðið, heldur einungis flýtt ögn fyrir því eða þó öllu heldur seinkað því.

Höfundur

Sigurður Steinþórsson

prófessor emeritus

Útgáfudagur

5.6.2001

Spyrjandi

Gestur Gunnarsson

Tilvísun

Sigurður Steinþórsson. „Er hugsanlegt að stór uppistöðulón gerð af mönnum geti komið af stað eldgosum?“ Vísindavefurinn, 5. júní 2001. Sótt 6. desember 2023. http://visindavefur.is/svar.php?id=1676.

Sigurður Steinþórsson. (2001, 5. júní). Er hugsanlegt að stór uppistöðulón gerð af mönnum geti komið af stað eldgosum? Vísindavefurinn. Sótt af http://visindavefur.is/svar.php?id=1676

Sigurður Steinþórsson. „Er hugsanlegt að stór uppistöðulón gerð af mönnum geti komið af stað eldgosum?“ Vísindavefurinn. 5. jún. 2001. Vefsíða. 6. des. 2023. <http://visindavefur.is/svar.php?id=1676>.

Chicago | APA | MLA

Spyrja

Sendu inn spurningu LeiðbeiningarTil baka

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Senda grein til vinar

=

Er hugsanlegt að stór uppistöðulón gerð af mönnum geti komið af stað eldgosum?
Þetta er áhugaverð spurning til að velta vöngum yfir. Fyrir löngu varð mönnum ljóst að orsakasamband er milli Grímsvatnagosa og Skeiðarárhlaupa, og þá var spurningin þessi: Veldur hlaup gosi? Veldur gos hlaupi? Eða er eitthvert þriðja ferli sem veldur bæði hlaupi og gosi?

Niðurstaðan nú orðið er að hlaupin valdi gosum - þá léttir skyndilega þrýstingi yfir eldstöðinni sem svarar um 10 loftþyngdum (100 m vatnssúlu), og það nægir til að koma af stað gosi ef aðrar aðstæður eru fyrir hendi. Á sama hátt hamlar það gosi meðan hækkar í Grímsvatnalóninu - þrýstingurinn vex jafnt og þétt við það að skriðjöklar síga niður í lónið og bráðna við jarðhitann.

Þessu skylt er það, að nýlegar rannsóknir sýna að eldvirkni í lok ísaldar fyrir 10.000 árum var um 30 sinnum meiri en núna, og þetta stafaði af skyndilegum þrýstilétti efst í jarðmöttlinum undir Íslandi þegar jöklarnir bráðnuðu en þeir höfðu verið allt að 2 km á þykkt.

Ný uppistöðulón virkjana geta sennilega haft tvenns konar áhrif - aukið þrýsting í iðrum jarðar um nokkrar loftþyngdir (1 bar fyrir hverja 10 m vatnsdýpis), og valdið jarðskorpuhreyfingum meðan þrýstingurinn er að vaxa. Fyrrnefndu áhrifin - vaxandi þrýstingur - ættu frekar að hamla gegn eldgosi en greiða fyrir því, en síðarnefndu áhrifin gætu sennilega greitt fyrir eldgosi sem á annað borð væri í burðarliðnum, ef svo má að orði komast. Niðurstaðan er samt sú, að uppistöðulón geti ekki valdið eldgosi sem ella hefði ekki orðið, heldur einungis flýtt ögn fyrir því eða þó öllu heldur seinkað því....