Sólin Sólin Rís 07:55 • sest 18:34 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 00:00 • Sest 00:00 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 08:27 • Síðdegis: 20:42 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 02:18 • Síðdegis: 14:45 í Reykjavík
Sólin Sólin Rís 07:55 • sest 18:34 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 00:00 • Sest 00:00 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 08:27 • Síðdegis: 20:42 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 02:18 • Síðdegis: 14:45 í Reykjavík
LeiðbeiningarTil baka

Sendu inn spurningu

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Ef ég færi til tunglsins á meira en ljóshraða, lenti þar og nyti útsýnisins, sæi ég þá ekki sjálfa mig koma?

Þorsteinn Vilhjálmsson

Eins og fram kemur í nokkrum svörum hér á Vísindavefnum er alger ógerningur samkvæmt eðlisfræði nútímans að ferðast hraðar en ljósið fer í tómarúmi. Tunglferð eins og spyrjandi hugsar sér er því óhugsandi. Eins og spurningin hljóðar geta vísindi nútímans ekkert sagt um hana annað en það.

Hitt er annað mál að við höfum mörg dæmi þess að hlutir, þar á meðal menn, valda bylgjum í umhverfi sínu en fara sjálfir hraðar en bylgjan. Það er alveg rétt hjá spyrjanda að í slíkum tilvikum halda bylgjurnar sem þannig vakna áfram að koma á áfangastað eftir að hluturinn eða maðurinn kom þangað.

Dæmi um þetta eru bylgjur eftir hraðbát á vatni eða eftir þotu sem fer hraðar en hljóðið, sjá svar Þorsteins Vilhjálmssonar og Tryggva Þorgeirssonar við spurningunni Hvað gerist þegar þotur rjúfa hljóðmúrinn? Einnig gerist þetta þegar öreindir fara gegnum efni og vekja þar ljós en hafa meiri hraða en ljósið hefur í viðkomandi efni. Sá hraði er minni en ljóshraðinn í tómarúmi svo að í þessu er engin mótsögn.

Þannig má segja í yfirfærðri merkingu að maður geti farið á góðum hraðbát yfir vatn, sest á bakkann hinum megin og "séð sjálfan sig koma", það er að segja að hann sér bylgjurnar sem báturinn vakti í vatninu falla að landi. Maður sem ekkert vissi um ferð bátsins, - hefði til dæmis verið í einhvers konar óminnisástandi í bátnum, - gæti notað bylgjurnar til að álykta um hana.

Hægt er að fræðast meira um ljóshraðann með því að setja orðið 'ljóshraði' inn í leitarvél okkar efst á síðunni til vinstri.

Höfundur

Þorsteinn Vilhjálmsson

prófessor emeritus, ritstjóri Vísindavefsins 2000-2010 og ritstjóri Evrópuvefsins 2011

Útgáfudagur

6.6.2001

Spyrjandi

Halla Oddný Magnúsdóttir, f. 1987

Tilvísun

Þorsteinn Vilhjálmsson. „Ef ég færi til tunglsins á meira en ljóshraða, lenti þar og nyti útsýnisins, sæi ég þá ekki sjálfa mig koma?“ Vísindavefurinn, 6. júní 2001, sótt 7. október 2024, https://visindavefur.is/svar.php?id=1680.

Þorsteinn Vilhjálmsson. (2001, 6. júní). Ef ég færi til tunglsins á meira en ljóshraða, lenti þar og nyti útsýnisins, sæi ég þá ekki sjálfa mig koma? Vísindavefurinn. https://visindavefur.is/svar.php?id=1680

Þorsteinn Vilhjálmsson. „Ef ég færi til tunglsins á meira en ljóshraða, lenti þar og nyti útsýnisins, sæi ég þá ekki sjálfa mig koma?“ Vísindavefurinn. 6. jún. 2001. Vefsíða. 7. okt. 2024. <https://visindavefur.is/svar.php?id=1680>.

Chicago | APA | MLA

Senda grein til vinar

=

Ef ég færi til tunglsins á meira en ljóshraða, lenti þar og nyti útsýnisins, sæi ég þá ekki sjálfa mig koma?
Eins og fram kemur í nokkrum svörum hér á Vísindavefnum er alger ógerningur samkvæmt eðlisfræði nútímans að ferðast hraðar en ljósið fer í tómarúmi. Tunglferð eins og spyrjandi hugsar sér er því óhugsandi. Eins og spurningin hljóðar geta vísindi nútímans ekkert sagt um hana annað en það.

Hitt er annað mál að við höfum mörg dæmi þess að hlutir, þar á meðal menn, valda bylgjum í umhverfi sínu en fara sjálfir hraðar en bylgjan. Það er alveg rétt hjá spyrjanda að í slíkum tilvikum halda bylgjurnar sem þannig vakna áfram að koma á áfangastað eftir að hluturinn eða maðurinn kom þangað.

Dæmi um þetta eru bylgjur eftir hraðbát á vatni eða eftir þotu sem fer hraðar en hljóðið, sjá svar Þorsteins Vilhjálmssonar og Tryggva Þorgeirssonar við spurningunni Hvað gerist þegar þotur rjúfa hljóðmúrinn? Einnig gerist þetta þegar öreindir fara gegnum efni og vekja þar ljós en hafa meiri hraða en ljósið hefur í viðkomandi efni. Sá hraði er minni en ljóshraðinn í tómarúmi svo að í þessu er engin mótsögn.

Þannig má segja í yfirfærðri merkingu að maður geti farið á góðum hraðbát yfir vatn, sest á bakkann hinum megin og "séð sjálfan sig koma", það er að segja að hann sér bylgjurnar sem báturinn vakti í vatninu falla að landi. Maður sem ekkert vissi um ferð bátsins, - hefði til dæmis verið í einhvers konar óminnisástandi í bátnum, - gæti notað bylgjurnar til að álykta um hana.

Hægt er að fræðast meira um ljóshraðann með því að setja orðið 'ljóshraði' inn í leitarvél okkar efst á síðunni til vinstri....