Sólin Sólin Rís 05:22 • sest 21:31 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 23:11 • Sest 05:11 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 06:38 • Síðdegis: 18:56 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 00:39 • Síðdegis: 12:46 í Reykjavík

Af hverju er fólk á móti fötluðum?

Rannveig Traustadóttir

Ég held það sé of mikið sagt að fólk sé á móti fötluðum. Hins vegar búa fatlaðir við neikvæð viðhorf og fordóma sem gera þeim lífið erfitt.

Margir líta á fatlaða sem „bagga” á samfélaginu. Fræðimenn vilja rekja slík viðhorf til breyttra þjóðfélagshátta í kjölfar iðnbyltingarinnar (Barnes, Mercer og Shakespeare, 1999; Oliver, 1990). Þessir fræðimenn benda á að hraði verksmiðjunnar hafi verið mörgum erfiður og fólk sem gat tekið þátt í störfum landbúnaðarsamfélagsins átti í erfiðleikum með að standa sig í verksmiðjunum. Þetta varð til þess að fatlaðir einstaklingar urðu að félagslegu vandamáli í hugum margra.

Framfarir í læknavísindum og uppgangur erfðavísinda urðu einnig til þess að staða fatlaðra versnaði enn frekar. Um aldamótin 1900 voru menn að byrja að flokka fatlanir og sjúkdóma. Á þeim tíma var uppi ótti við að þeir sem bæru í sér arfgenga sjúkdóma og fatlanir myndu fjölga sér hraðar en hingir „eðlilegu” og „heilbrigðu”. Þetta vakti meðal annars ótta við líffræðilega og siðferðilega hnignun.

Upp úr þessum jarðvegi spratt mannkynbótastefnan sem leiddi af sér að ýmsir sérfræðingar þess tíma (á 19. og 20 öld) vildu „hreinsa” kynstofninn af óæskilegum arfberum og hópum. Þessar „hreinsanir” fólust meðal annars í því að gerðar voru ófrjósemisaðgerðir á ákveðnum þjóðfélagshópum, ekki síst fötluðum (Scheerenberger, 1983; Unnur B. Karlsdóttir, 1999). „Hreinsanirnar” náðu hámarki í Þýskalandi Hitlers þar sem fjöldi fatlaðra, gyðinga, samkynhneigðra, og annarra sem tilheyrðu „óæskilegum” hópum var sendur í fangabúðir og/eða útrýmt með skipulegum hætti. Þrátt fyrir að fólk í dag fordæmi þessar hugmyndir og aðgerðir þá lifir enn í gömlum glæðum og stutt er í fordóma gegn fötluðum í nútíma samfélögum.

Rétt er þó að taka fram að það hefur verið misjafnt milli samfélaga, og innan sama samfélags á mismunandi tímum, hvernig fötlun er skilin og skilgreind. Má nefna að tvær algengar leiðir til að skilgreina fötlun eru annars vegar kenndar við læknisfræðilegar nálganir og hins vegar félagslegar. Læknisfræðilegar skilgreiningar einblína gjarnan á einstaklinginn, líkamlega eða andlega skerðingu hans og hvað hann getur ekki í samanburði við þá sem eru álitnir „eðlilegir”. Samkvæmt þessum skilningi er litið svo á að fötlun sé persónulegur harmleikur og að einstaklingurinn sé ólánsamt fórnarlamb.

Hins vegar eru félagslegar nálganir þar sem litið er á fötlun sem hluta af mannlegum margbreytileika. Það sé ekkert óeðlilegt við að vera fatlaður, fötlun sé fullkomlega eðlilegur hlutur. Hins vegar verði einstaklingar fatlaðir af samfélaginu. Það er að segja að samfélagið gerir ekki ráð fyrir þeim og því eiga þeir í erfiðleikum. Til dæmis geri tröppur það að verkum að fólk sem notar hjólastóla kemst ekki leiðar sinnar. Það er sem sagt fremur umhverfið sem fatlar fólk en líkamlegt ástand þess. Það eru ekki síst fatlaðir fræðimenn sem hafa viljað beita hinni félagslegu skilgreiningu á fötlun, ekki síst til að benda á hversu miklu máli viðhorf og umhverfi skipta fatlaða.

Heimildir:

Barnes, C., Mercer, G. og Shakespeare, T. (1999). Exploring disability: A sociological introduction. Cambridge: Polity Press.

Oliver, M. (1990). The politics of disablement. London: Macmillan.

Scheerenberger, R.C. (1983). A history of mental retardation. Baltimore: Paul H. Brookes.

Unnur B. Karlsdóttir (1999): Mannkynbætur: Hugmyndir um bætta kynstofna hérlendis og erlendis á 19. og 20. öld. Reykjavík: Sagnfræðistofnun Háskóla Íslands.

Höfundur

prófessor í fötlunarfræði við Félags- og mannvísindadeild HÍ

Útgáfudagur

8.6.2001

Spyrjandi

N.N.

Efnisorð

Tilvísun

Rannveig Traustadóttir. „Af hverju er fólk á móti fötluðum?“ Vísindavefurinn, 8. júní 2001. Sótt 24. apríl 2024. http://visindavefur.is/svar.php?id=1686.

Rannveig Traustadóttir. (2001, 8. júní). Af hverju er fólk á móti fötluðum? Vísindavefurinn. Sótt af http://visindavefur.is/svar.php?id=1686

Rannveig Traustadóttir. „Af hverju er fólk á móti fötluðum?“ Vísindavefurinn. 8. jún. 2001. Vefsíða. 24. apr. 2024. <http://visindavefur.is/svar.php?id=1686>.

Chicago | APA | MLA

Spyrja

Sendu inn spurningu LeiðbeiningarTil baka

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Senda grein til vinar

=

Af hverju er fólk á móti fötluðum?
Ég held það sé of mikið sagt að fólk sé á móti fötluðum. Hins vegar búa fatlaðir við neikvæð viðhorf og fordóma sem gera þeim lífið erfitt.

Margir líta á fatlaða sem „bagga” á samfélaginu. Fræðimenn vilja rekja slík viðhorf til breyttra þjóðfélagshátta í kjölfar iðnbyltingarinnar (Barnes, Mercer og Shakespeare, 1999; Oliver, 1990). Þessir fræðimenn benda á að hraði verksmiðjunnar hafi verið mörgum erfiður og fólk sem gat tekið þátt í störfum landbúnaðarsamfélagsins átti í erfiðleikum með að standa sig í verksmiðjunum. Þetta varð til þess að fatlaðir einstaklingar urðu að félagslegu vandamáli í hugum margra.

Framfarir í læknavísindum og uppgangur erfðavísinda urðu einnig til þess að staða fatlaðra versnaði enn frekar. Um aldamótin 1900 voru menn að byrja að flokka fatlanir og sjúkdóma. Á þeim tíma var uppi ótti við að þeir sem bæru í sér arfgenga sjúkdóma og fatlanir myndu fjölga sér hraðar en hingir „eðlilegu” og „heilbrigðu”. Þetta vakti meðal annars ótta við líffræðilega og siðferðilega hnignun.

Upp úr þessum jarðvegi spratt mannkynbótastefnan sem leiddi af sér að ýmsir sérfræðingar þess tíma (á 19. og 20 öld) vildu „hreinsa” kynstofninn af óæskilegum arfberum og hópum. Þessar „hreinsanir” fólust meðal annars í því að gerðar voru ófrjósemisaðgerðir á ákveðnum þjóðfélagshópum, ekki síst fötluðum (Scheerenberger, 1983; Unnur B. Karlsdóttir, 1999). „Hreinsanirnar” náðu hámarki í Þýskalandi Hitlers þar sem fjöldi fatlaðra, gyðinga, samkynhneigðra, og annarra sem tilheyrðu „óæskilegum” hópum var sendur í fangabúðir og/eða útrýmt með skipulegum hætti. Þrátt fyrir að fólk í dag fordæmi þessar hugmyndir og aðgerðir þá lifir enn í gömlum glæðum og stutt er í fordóma gegn fötluðum í nútíma samfélögum.

Rétt er þó að taka fram að það hefur verið misjafnt milli samfélaga, og innan sama samfélags á mismunandi tímum, hvernig fötlun er skilin og skilgreind. Má nefna að tvær algengar leiðir til að skilgreina fötlun eru annars vegar kenndar við læknisfræðilegar nálganir og hins vegar félagslegar. Læknisfræðilegar skilgreiningar einblína gjarnan á einstaklinginn, líkamlega eða andlega skerðingu hans og hvað hann getur ekki í samanburði við þá sem eru álitnir „eðlilegir”. Samkvæmt þessum skilningi er litið svo á að fötlun sé persónulegur harmleikur og að einstaklingurinn sé ólánsamt fórnarlamb.

Hins vegar eru félagslegar nálganir þar sem litið er á fötlun sem hluta af mannlegum margbreytileika. Það sé ekkert óeðlilegt við að vera fatlaður, fötlun sé fullkomlega eðlilegur hlutur. Hins vegar verði einstaklingar fatlaðir af samfélaginu. Það er að segja að samfélagið gerir ekki ráð fyrir þeim og því eiga þeir í erfiðleikum. Til dæmis geri tröppur það að verkum að fólk sem notar hjólastóla kemst ekki leiðar sinnar. Það er sem sagt fremur umhverfið sem fatlar fólk en líkamlegt ástand þess. Það eru ekki síst fatlaðir fræðimenn sem hafa viljað beita hinni félagslegu skilgreiningu á fötlun, ekki síst til að benda á hversu miklu máli viðhorf og umhverfi skipta fatlaða.

Heimildir:

Barnes, C., Mercer, G. og Shakespeare, T. (1999). Exploring disability: A sociological introduction. Cambridge: Polity Press.

Oliver, M. (1990). The politics of disablement. London: Macmillan.

Scheerenberger, R.C. (1983). A history of mental retardation. Baltimore: Paul H. Brookes.

Unnur B. Karlsdóttir (1999): Mannkynbætur: Hugmyndir um bætta kynstofna hérlendis og erlendis á 19. og 20. öld. Reykjavík: Sagnfræðistofnun Háskóla Íslands.

...