Sendu inn spurningu

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Eru fleiri manneskjur lifandi í dag heldur en nokkurn tímann hafa dáið?

Eins og kemur fram í þessu svari eru núlifandi jarðarbúar rúmlega 6 milljarðar. Í svari Gísla Gunnarssonar við spurningunni Hvað hafa margir fæðst á jörðinni? kemur hins vegar fram að alls hafi um 27,5 milljarðar manna fæðst hingað til. Af þessu má draga þá ályktun að 21,5 milljarður hafi dáið.

Svarið við spurningunni er því "nei, fleiri hafa dáið en eru nú lifandi."

Fróðlegt er þó að líta einnig á eftirfarandi. Hugsum okkur að mannfjöldi hefði tvöfaldast með hverri nýrri kynslóð, svipað og hrísgrjónafjöldinn fyrir hvern reit á skákborðinu í svari Sigurðar Steinþórssonar við spurningunni um fjölda sandkornanna. Um þau gildir að fjöldinn á næsta reit er alltaf einum meiri en fjöldinn sem kominn er.

Ef mannkyninu fjölgaði milli kynslóða eins og grjónunum, það er að segja að fjöldinn tvöfaldaðist með hverri kynslóð, þá mundi sem sagt hver ný kynslóð vera einum manni stærri eða fjölmennari en allar hinar til samans! Ef fjöldinn gerir betur en tvöfaldast verður síðasta kynslóðin talsvert stærri en þeir sem áður voru komnir.

Þetta dæmi sýnir okkur vel hve ör fjölgun getur orðið ef hún gerist samkvæmt veldisfalli. Ef við reiknum með þremur kynslóðum á öld, eins og oft er gert, þá svarar tvöföldun í hverri kynslóð til þess að mannkyninu fjölgi um 2,1% á ári. Sú tala er ekki fjarri lagi um fólksfjölgun á síðustu áratugum en hún hefur hins vegar ekki gilt nógu lengi til þess breyta hlutföllunum sem nefnd eru í upphafi svarsins. Þetta er engu að síður þörf áminning um þann vanda sem okkur getur stafað af offjölgun manna.

Útgáfudagur

12.6.2001

Spyrjandi

Bergur Benediktsson, f. 1981

Efnisorð

Höfundar

Eyja Margrét Brynjarsdóttir

heimspekingur

Þorsteinn Vilhjálmsson

prófessor emeritus, ritstjóri Vísindavefsins 2000-2010 og ritstjóri Evrópuvefsins 2011

Tilvísun

EMB og ÞV. „Eru fleiri manneskjur lifandi í dag heldur en nokkurn tímann hafa dáið?“ Vísindavefurinn, 12. júní 2001. Sótt 21. nóvember 2019. http://visindavefur.is/svar.php?id=1696.

EMB og ÞV. (2001, 12. júní). Eru fleiri manneskjur lifandi í dag heldur en nokkurn tímann hafa dáið? Vísindavefurinn. Sótt af http://visindavefur.is/svar.php?id=1696

EMB og ÞV. „Eru fleiri manneskjur lifandi í dag heldur en nokkurn tímann hafa dáið?“ Vísindavefurinn. 12. jún. 2001. Vefsíða. 21. nóv. 2019. <http://visindavefur.is/svar.php?id=1696>.

Chicago | APA | MLA

Sendu inn spurningu
eða

Vísindadagatalið

Sumarliði Ragnar Ísleifsson

1955

Sumarliði R. Ísleifsson er lektor í hagnýtri menningarmiðlun við Háskóla Íslands. Rannsóknir hans hafa snúið að atvinnu- og félagssögu Íslands og beinst að ímyndum Íslands og Íslendinga og hvernig þær hafa tengst viðhorfum til Grænlands.