Sólin Sólin Rís 08:16 • sest 18:10 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 18:07 • Sest 02:31 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 03:46 • Síðdegis: 16:06 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 09:58 • Síðdegis: 22:28 í Reykjavík
Sólin Sólin Rís 08:16 • sest 18:10 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 18:07 • Sest 02:31 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 03:46 • Síðdegis: 16:06 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 09:58 • Síðdegis: 22:28 í Reykjavík
LeiðbeiningarTil baka

Sendu inn spurningu

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Af hverju eru þeir sem búa í Þýskalandi kallaðir „Þjóðverjar”? Eru þeir eitthvað „þjóðlegri” en aðrir?

Guðrún Kvaran

Árnastofnun - mynd í *Árnarstofnun
Fyrri liður orðsins Þjóðverji er sama orðið og þjóð: 'stór hópur fólks sem (oftast) á sér sameiginlega tungu og menningarerfðir og býr (oftast) á samfelldu landsvæði.' Þjóðin talar þýsku og sá sem telst Þjóðverji er þýskur.

Í fornmáli hét tungan þýð(v)erska og íbúinn var þýð(v)erskur og var Þýðverji. Þýð- í þessum orðum er myndað af þjóð með hljóðvarpi (jó > ý). Þegar á 8. öld eru latneskar heimildir um germansk-latneska orðið theodiscus 'á máli alþýðu' og var þá átt við að það sem um var rætt væri ekki á latínu.

Þetta er frá þeim tíma er Rómverjar sóttu norður á bóginn í ríki Germana. Í fornháþýsku merkti orðið diutisc 'alþýðlegur' og í gotnesku, fornu germönsku máli sem nú er útdautt, merkti þiudisks 'heiðinn'. Þjóðverjar eru því ekki „þjóðlegri” en aðrir í nútímamerkingu þess orðs heldur „af alþýðunni” miðað við Rómverja.

Síðari liðurinn -verji er notaður í nokkrum þjóðaheitum eins og Indverji, Pólverji, Spánverji. Hann er skyldur sögninni að verja: 'vernda, varna' og nafnorðunum vörn og vernd.

Höfundur

Guðrún Kvaran

prófessor

Útgáfudagur

15.6.2001

Spyrjandi

Steinunn Lilja Emilsdóttir

Tilvísun

Guðrún Kvaran. „Af hverju eru þeir sem búa í Þýskalandi kallaðir „Þjóðverjar”? Eru þeir eitthvað „þjóðlegri” en aðrir?“ Vísindavefurinn, 15. júní 2001, sótt 14. október 2024, https://visindavefur.is/svar.php?id=1708.

Guðrún Kvaran. (2001, 15. júní). Af hverju eru þeir sem búa í Þýskalandi kallaðir „Þjóðverjar”? Eru þeir eitthvað „þjóðlegri” en aðrir? Vísindavefurinn. https://visindavefur.is/svar.php?id=1708

Guðrún Kvaran. „Af hverju eru þeir sem búa í Þýskalandi kallaðir „Þjóðverjar”? Eru þeir eitthvað „þjóðlegri” en aðrir?“ Vísindavefurinn. 15. jún. 2001. Vefsíða. 14. okt. 2024. <https://visindavefur.is/svar.php?id=1708>.

Chicago | APA | MLA

Senda grein til vinar

=

Af hverju eru þeir sem búa í Þýskalandi kallaðir „Þjóðverjar”? Eru þeir eitthvað „þjóðlegri” en aðrir?
Fyrri liður orðsins Þjóðverji er sama orðið og þjóð: 'stór hópur fólks sem (oftast) á sér sameiginlega tungu og menningarerfðir og býr (oftast) á samfelldu landsvæði.' Þjóðin talar þýsku og sá sem telst Þjóðverji er þýskur.

Í fornmáli hét tungan þýð(v)erska og íbúinn var þýð(v)erskur og var Þýðverji. Þýð- í þessum orðum er myndað af þjóð með hljóðvarpi (jó > ý). Þegar á 8. öld eru latneskar heimildir um germansk-latneska orðið theodiscus 'á máli alþýðu' og var þá átt við að það sem um var rætt væri ekki á latínu.

Þetta er frá þeim tíma er Rómverjar sóttu norður á bóginn í ríki Germana. Í fornháþýsku merkti orðið diutisc 'alþýðlegur' og í gotnesku, fornu germönsku máli sem nú er útdautt, merkti þiudisks 'heiðinn'. Þjóðverjar eru því ekki „þjóðlegri” en aðrir í nútímamerkingu þess orðs heldur „af alþýðunni” miðað við Rómverja.

Síðari liðurinn -verji er notaður í nokkrum þjóðaheitum eins og Indverji, Pólverji, Spánverji. Hann er skyldur sögninni að verja: 'vernda, varna' og nafnorðunum vörn og vernd.

...