Sendu inn spurningu

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Árnastofnun - mynd í *Árnarstofnun

Hvað eru til mörg og hvað er hægt að setja saman mörg orð sem innihalda þríhljóða í íslensku?

Yfirleitt er ekki talað um þríhljóða í íslensku. Í Hljóðfræði Árna Böðvarssonar (Reykjavík 1979:86) er þó þessi klausa: „Til eru einnig þríhljóð, en þau eru fágæt í íslenskum framburði, þótt þau séu talin koma fyrir í samböndum eins og bági, rógi.”

Með þríhljóðum er átt við sérhljóða þar sem merkjanleg breyting verður á tónblæ innan sama atkvæðis. Þetta er vel þekkt í ensku, til dæmis í orðunum fire og tower.

Útgáfudagur

15.6.2001

Spyrjandi

Kristján Heiðar Jóhannsson

Höfundur

Guðrún Kvaran

prófessor

Tilvísun

Guðrún Kvaran. „Hvað eru til mörg og hvað er hægt að setja saman mörg orð sem innihalda þríhljóða í íslensku?“ Vísindavefurinn, 15. júní 2001. Sótt 21. maí 2019. http://visindavefur.is/svar.php?id=1709.

Guðrún Kvaran. (2001, 15. júní). Hvað eru til mörg og hvað er hægt að setja saman mörg orð sem innihalda þríhljóða í íslensku? Vísindavefurinn. Sótt af http://visindavefur.is/svar.php?id=1709

Guðrún Kvaran. „Hvað eru til mörg og hvað er hægt að setja saman mörg orð sem innihalda þríhljóða í íslensku?“ Vísindavefurinn. 15. jún. 2001. Vefsíða. 21. maí. 2019. <http://visindavefur.is/svar.php?id=1709>.

Chicago | APA | MLA

Sendu inn spurningu
eða

Vísindadagatalið

Geir Sigurðsson

1969

Geir Sigurðsson er prófessor í kínverskum fræðum við Háskóla Íslands. Rannsóknir hans snúast allar um um heimspeki, einkum kínverska heimspeki og sér í lagi konfúsíanisma.