Sólin Sólin Rís 05:36 • sest 21:19 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 16:44 • Sest 05:50 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 04:37 • Síðdegis: 17:05 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 10:57 • Síðdegis: 23:09 í Reykjavík
Árnastofnun - mynd í *Árnarstofnun

Hvers vegna heitir normalbrauð þessu nafni?

Guðrún Kvaran

Svo virðist sem farið hafi verið að selja normalbrauð snemma á 20. öld. Í tveimur gömlum heimildum er því lýst á eftirfarandi hátt:
Normalbrauð, ósýrt, rúgbrauð, ljósleitt, mjög ljúffengt og hollt. (Ísafold 1905, 96)

Ceres Normalbrauð ósýrt, tilbúið úr nýmöluðu mjöli úr bezta rúg, sem er þveginn áður og vandlega náð af hýðinu. (Ísafold 1905, 248).

Um sama leyti má sjá í auglýsingum dæmi um orðin normalkaffi, normalljós, normallampi, normalnærfatnaður, normalmjólk og ýmis fleiri. Sennilega eru flest þessara orða komin til okkar úr dönsku þótt stóra sögulega orðabókin Ordbog over det danske sprog sé ekki með dæmi um þessar samsetningar. Normal er þarna líklegast í merkingunni 'það sem að stærð, lögun, gerð er eftir ákveðnu normi eða ákveðinni reglu' og hefur þá vinnsla brauðsins eða sigtimjölsins, sem í það fer, ráðið heitinu.

Normalbrauð, ósýrt, rúgbrauð, ljósleitt, mjög ljúffengt og hollt.

Mynd:

Höfundur

Guðrún Kvaran

prófessor

Útgáfudagur

18.6.2001

Spyrjandi

Ása Eyþórsdóttir

Tilvísun

Guðrún Kvaran. „Hvers vegna heitir normalbrauð þessu nafni?“ Vísindavefurinn, 18. júní 2001. Sótt 20. apríl 2024. http://visindavefur.is/svar.php?id=1716.

Guðrún Kvaran. (2001, 18. júní). Hvers vegna heitir normalbrauð þessu nafni? Vísindavefurinn. Sótt af http://visindavefur.is/svar.php?id=1716

Guðrún Kvaran. „Hvers vegna heitir normalbrauð þessu nafni?“ Vísindavefurinn. 18. jún. 2001. Vefsíða. 20. apr. 2024. <http://visindavefur.is/svar.php?id=1716>.

Chicago | APA | MLA

Spyrja

Sendu inn spurningu LeiðbeiningarTil baka

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Senda grein til vinar

=

Hvers vegna heitir normalbrauð þessu nafni?
Svo virðist sem farið hafi verið að selja normalbrauð snemma á 20. öld. Í tveimur gömlum heimildum er því lýst á eftirfarandi hátt:

Normalbrauð, ósýrt, rúgbrauð, ljósleitt, mjög ljúffengt og hollt. (Ísafold 1905, 96)

Ceres Normalbrauð ósýrt, tilbúið úr nýmöluðu mjöli úr bezta rúg, sem er þveginn áður og vandlega náð af hýðinu. (Ísafold 1905, 248).

Um sama leyti má sjá í auglýsingum dæmi um orðin normalkaffi, normalljós, normallampi, normalnærfatnaður, normalmjólk og ýmis fleiri. Sennilega eru flest þessara orða komin til okkar úr dönsku þótt stóra sögulega orðabókin Ordbog over det danske sprog sé ekki með dæmi um þessar samsetningar. Normal er þarna líklegast í merkingunni 'það sem að stærð, lögun, gerð er eftir ákveðnu normi eða ákveðinni reglu' og hefur þá vinnsla brauðsins eða sigtimjölsins, sem í það fer, ráðið heitinu.

Normalbrauð, ósýrt, rúgbrauð, ljósleitt, mjög ljúffengt og hollt.

Mynd:...