Sólin Sólin Rís 11:15 • sest 15:30 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 00:00 • Sest 00:00 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 05:11 • Síðdegis: 17:36 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 11:33 • Síðdegis: 23:44 í Reykjavík
Sólin Sólin Rís 11:15 • sest 15:30 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 00:00 • Sest 00:00 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 05:11 • Síðdegis: 17:36 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 11:33 • Síðdegis: 23:44 í Reykjavík
LeiðbeiningarTil baka

Sendu inn spurningu

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Hver orti sléttubandið „Grundar dóma ...”?

Gunnlaugur V. Snævarr

Upphafleg spurning er á þessa leið:
Í bókinni Látra-Björg eftir Helga Jónsson (Helgafell 1949) er vísa sem sögð er eftir Björgu: „Grundar dóma...” Í kennslubókinni Íslenska eftir Jón Norland og Gunnlaug V. Snævarr (1997) er vísan sögð eftir Jón Þorgeirsson. Hvort er rétt og hver var Jón Þorgeirsson?
Í bók okkar Jóns Norland, Kennslubók í málvísi og ljóðlist, hef ég eignað eftirfarandi vísu Jóni Þorgeirssyni:
Grundar dóma, hvergi hann

hallar réttu máli.

Stundar sóma, aldrei ann

örgu pretta táli.

Á þeim tíma er ég skrifaði bókina hugsaði ég lítið um höfund hennar en hafði áður heyrt að hún kynni að vera eftir Látra-Björgu. Mér fróðari menn drógu það mjög í efa og tók ég því höndum tveim þegar ég sá, á prenti, að hún var eignuð Jóni Þorgeirssyni. Ég leiddi hins vegar lítið hugann að því hver hann var og hvar ég sá þetta er mér gleymt. Skráði ég þetta því án nánari eftirgrennslunar.

Ég hef nú farið allvíða í leit að höfundi og komist að eftirfarandi heimildum.

1. Blanda, III. bindi, bls. 94

Þar er vitnað til vísunnar „Dóma grundar, hvergi hann” og segir þar orðrétt: „Hana orti séra Jón Þorgeirsson á Hjaltabakka faðir Steins biskups.”

2. Jóhann Sveinsson: Ég skal kveða við þig vel.

Reykjavík 1947, bls. 29

Þar er vísan svona:
Sóma stundar, aldrei ann

illu pretta táli,

dóma grundar, hvergi hann

hallar réttu máli.

Og þar segir: „Vísan er talin eftir Jón Þorgeirsson, prest á Hjaltabakka.”

3. Jón Árnason: Íslenskar þjóðsögur og ævintýri, III. bindi.

Reykjavík 1965, bls. 476

Þar er vísan svona:
Táli pretta örgu ann,

aldrei dóma grundar;

máli réttu hallar hann,

hvergi sóma stundar.

Þar er sagt að vísan sé eftir Látra-Björgu en neðanmáls stendur:
Þessi sléttubandavísa er líka eignuð séra Jóni Þorgeirssyni (1597-1674) á Hjaltabakka, föður Steins biskups, og mun það réttara.

4. Páll V. G. Kolka: Föðurtún

Þar segir um Hjaltabakka:
Upp úr miðri 17. öld var þar prestur síra Jón Þorgeirsson, faðir Steins biskups, hagyrðingur góður. Honum er eignuð hin alkunna sléttubandavísa: „Sóma stundar, aldrei ann.” Síra Jón var fjórkvæntur og átti 34 börn (bls. 183).
Í Íslenskum æviskrám segir Páll Eggert Ólason meðal annars um Jón að hann hafi verið fæddur um 1597 og dáið 1674. Faðir Jóns var Þorgeir Steinsson í Ketu á Skaga. Jón fékk Reynistað um 1620, vígðist að Hjaltabakka 1628 en dvaldist þar einungis í tvö ár í það sinn. Hann kom aftur 1654 og hélt Hjaltabakka til æviloka.

5. Vísnasafn Björns Guðmundssonar

Safnið er í eigu Þorgilsar Stefánssonar, fyrrverandi kennara á Akranesi. Þar er vísan eignuð Jóni Þorgeirssyni frá Hjaltabakka.

6. Gunnlaugur V. Snævarr og Jón Norland: Kennslubók í íslensku og ljóðlist bls. 204.

Þar er vísan eignuð séra Jóni Þorgeirssyni eins og áður segir. Hver heimildin er man ég hins vegar ekki en hana er ekki að finna í ofanskráðu.

7. Vísnasafn safn Björns Sigurðssonar Blöndals

Safnið er í eigu Héraðsskjalasafns Austur-Húnvetninga. Þar er vísan eignuð séra Jóni.

8. Íslands þúsund ár: Kvæðasafn 1600-1800. Snorri Hjartarson valdi. Reykjavík 1947.

Þar er vísan góða sögð eftir séra Jón og er á blaðsíðu 42.

Ljóst er að ritháttur vísunnar er á ýmsa vegu og erfitt að sjá hvað upprunalegt er. Þessar heimildir mínar nægja vart til þess að fullyrða að nefndur sr. Jón sé höfundur hennar en víst er að ég er þá ekki einn um að halda því fram.

Heimildarmönnum mínum þakka ég skemmtileg svör og gagnleg.

Heimildarmenn:

Björn Jónsson, fyrrverandi skólastjóri, Seltjarnarnesi

Gísli Jónsson, fyrrverandi menntaskólakennari, Akureyri

Hörður Jóhannsson, Akureyri

Þorgils Stefánsson, fyrrverandi kennari, Akranesi

Þórarinn Torfason, héraðsskjalavörður, Blönduósi.

Sjá einnig svar Ólínu Þorvarðardóttur við sömu spurningu.

Útgáfudagur

18.6.2001

Spyrjandi

Sigurlaug María Hreinsdóttir, f. 1985

Tilvísun

Gunnlaugur V. Snævarr. „Hver orti sléttubandið „Grundar dóma ...”?“ Vísindavefurinn, 18. júní 2001, sótt 14. desember 2024, https://visindavefur.is/svar.php?id=1717.

Gunnlaugur V. Snævarr. (2001, 18. júní). Hver orti sléttubandið „Grundar dóma ...”? Vísindavefurinn. https://visindavefur.is/svar.php?id=1717

Gunnlaugur V. Snævarr. „Hver orti sléttubandið „Grundar dóma ...”?“ Vísindavefurinn. 18. jún. 2001. Vefsíða. 14. des. 2024. <https://visindavefur.is/svar.php?id=1717>.

Chicago | APA | MLA

Senda grein til vinar

=

Hver orti sléttubandið „Grundar dóma ...”?
Upphafleg spurning er á þessa leið:

Í bókinni Látra-Björg eftir Helga Jónsson (Helgafell 1949) er vísa sem sögð er eftir Björgu: „Grundar dóma...” Í kennslubókinni Íslenska eftir Jón Norland og Gunnlaug V. Snævarr (1997) er vísan sögð eftir Jón Þorgeirsson. Hvort er rétt og hver var Jón Þorgeirsson?
Í bók okkar Jóns Norland, Kennslubók í málvísi og ljóðlist, hef ég eignað eftirfarandi vísu Jóni Þorgeirssyni:
Grundar dóma, hvergi hann

hallar réttu máli.

Stundar sóma, aldrei ann

örgu pretta táli.

Á þeim tíma er ég skrifaði bókina hugsaði ég lítið um höfund hennar en hafði áður heyrt að hún kynni að vera eftir Látra-Björgu. Mér fróðari menn drógu það mjög í efa og tók ég því höndum tveim þegar ég sá, á prenti, að hún var eignuð Jóni Þorgeirssyni. Ég leiddi hins vegar lítið hugann að því hver hann var og hvar ég sá þetta er mér gleymt. Skráði ég þetta því án nánari eftirgrennslunar.

Ég hef nú farið allvíða í leit að höfundi og komist að eftirfarandi heimildum.

1. Blanda, III. bindi, bls. 94

Þar er vitnað til vísunnar „Dóma grundar, hvergi hann” og segir þar orðrétt: „Hana orti séra Jón Þorgeirsson á Hjaltabakka faðir Steins biskups.”

2. Jóhann Sveinsson: Ég skal kveða við þig vel.

Reykjavík 1947, bls. 29

Þar er vísan svona:
Sóma stundar, aldrei ann

illu pretta táli,

dóma grundar, hvergi hann

hallar réttu máli.

Og þar segir: „Vísan er talin eftir Jón Þorgeirsson, prest á Hjaltabakka.”

3. Jón Árnason: Íslenskar þjóðsögur og ævintýri, III. bindi.

Reykjavík 1965, bls. 476

Þar er vísan svona:
Táli pretta örgu ann,

aldrei dóma grundar;

máli réttu hallar hann,

hvergi sóma stundar.

Þar er sagt að vísan sé eftir Látra-Björgu en neðanmáls stendur:
Þessi sléttubandavísa er líka eignuð séra Jóni Þorgeirssyni (1597-1674) á Hjaltabakka, föður Steins biskups, og mun það réttara.

4. Páll V. G. Kolka: Föðurtún

Þar segir um Hjaltabakka:
Upp úr miðri 17. öld var þar prestur síra Jón Þorgeirsson, faðir Steins biskups, hagyrðingur góður. Honum er eignuð hin alkunna sléttubandavísa: „Sóma stundar, aldrei ann.” Síra Jón var fjórkvæntur og átti 34 börn (bls. 183).
Í Íslenskum æviskrám segir Páll Eggert Ólason meðal annars um Jón að hann hafi verið fæddur um 1597 og dáið 1674. Faðir Jóns var Þorgeir Steinsson í Ketu á Skaga. Jón fékk Reynistað um 1620, vígðist að Hjaltabakka 1628 en dvaldist þar einungis í tvö ár í það sinn. Hann kom aftur 1654 og hélt Hjaltabakka til æviloka.

5. Vísnasafn Björns Guðmundssonar

Safnið er í eigu Þorgilsar Stefánssonar, fyrrverandi kennara á Akranesi. Þar er vísan eignuð Jóni Þorgeirssyni frá Hjaltabakka.

6. Gunnlaugur V. Snævarr og Jón Norland: Kennslubók í íslensku og ljóðlist bls. 204.

Þar er vísan eignuð séra Jóni Þorgeirssyni eins og áður segir. Hver heimildin er man ég hins vegar ekki en hana er ekki að finna í ofanskráðu.

7. Vísnasafn safn Björns Sigurðssonar Blöndals

Safnið er í eigu Héraðsskjalasafns Austur-Húnvetninga. Þar er vísan eignuð séra Jóni.

8. Íslands þúsund ár: Kvæðasafn 1600-1800. Snorri Hjartarson valdi. Reykjavík 1947.

Þar er vísan góða sögð eftir séra Jón og er á blaðsíðu 42.

Ljóst er að ritháttur vísunnar er á ýmsa vegu og erfitt að sjá hvað upprunalegt er. Þessar heimildir mínar nægja vart til þess að fullyrða að nefndur sr. Jón sé höfundur hennar en víst er að ég er þá ekki einn um að halda því fram.

Heimildarmönnum mínum þakka ég skemmtileg svör og gagnleg.

Heimildarmenn:

Björn Jónsson, fyrrverandi skólastjóri, Seltjarnarnesi

Gísli Jónsson, fyrrverandi menntaskólakennari, Akureyri

Hörður Jóhannsson, Akureyri

Þorgils Stefánsson, fyrrverandi kennari, Akranesi

Þórarinn Torfason, héraðsskjalavörður, Blönduósi.

Sjá einnig svar Ólínu Þorvarðardóttur við sömu spurningu....