Sólin Sólin Rís 05:40 • sest 21:16 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 15:13 • Sest 05:59 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 03:57 • Síðdegis: 16:31 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 10:23 • Síðdegis: 22:34 í Reykjavík

Hvað verða refir gamlir?

Jón Már Halldórsson

Þegar aldurinn fer að færast yfir villt dýr taka tennur að slitna og gulna og á það við um íslenska melrakkann sem önnur dýr. Þegar refir nálgast að fylla tug ára hefur tönnum fækkað og sérstaklega er algengt að framtennur vanti. Vígtennur eru orðnar slitnar og algengt er að krónan sé horfin við 10 ára aldur. Illa tenntur refur á sem von er mjög erfitt uppdráttar í lífsbaráttunni, bæði í samkeppni við aðra refi og við veiðar.

Afföll refa breytast lítið með aldri fram að 7 ára aldri en eftir þann aldur fækkar dýrum hlutfallslega hraðar. Refir í íslenskri náttúru sem komnir eru yfir áratuginn eru mjög sjaldgæfir. Gömlu dýrin verða yfirleitt undir í samkeppni við yngri dýr um maka og óðul. Að öllum líkindum er refurinn upp á sitt besta frá tveggja til sjö ára aldurs en síðan fer að halla hratt undan fæti.

Skoðið einnig svar Páls Hersteinssonar við spurningunni Eru til margar tegundir af refum á Íslandi og hverjar eru þær?

Höfundur

Jón Már Halldórsson

líffræðingur

Útgáfudagur

20.6.2001

Spyrjandi

Steingerður Þórisdóttir, f. 1989

Tilvísun

Jón Már Halldórsson. „Hvað verða refir gamlir? “ Vísindavefurinn, 20. júní 2001. Sótt 19. apríl 2024. http://visindavefur.is/svar.php?id=1721.

Jón Már Halldórsson. (2001, 20. júní). Hvað verða refir gamlir? Vísindavefurinn. Sótt af http://visindavefur.is/svar.php?id=1721

Jón Már Halldórsson. „Hvað verða refir gamlir? “ Vísindavefurinn. 20. jún. 2001. Vefsíða. 19. apr. 2024. <http://visindavefur.is/svar.php?id=1721>.

Chicago | APA | MLA

Spyrja

Sendu inn spurningu LeiðbeiningarTil baka

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Senda grein til vinar

=

Hvað verða refir gamlir?
Þegar aldurinn fer að færast yfir villt dýr taka tennur að slitna og gulna og á það við um íslenska melrakkann sem önnur dýr. Þegar refir nálgast að fylla tug ára hefur tönnum fækkað og sérstaklega er algengt að framtennur vanti. Vígtennur eru orðnar slitnar og algengt er að krónan sé horfin við 10 ára aldur. Illa tenntur refur á sem von er mjög erfitt uppdráttar í lífsbaráttunni, bæði í samkeppni við aðra refi og við veiðar.

Afföll refa breytast lítið með aldri fram að 7 ára aldri en eftir þann aldur fækkar dýrum hlutfallslega hraðar. Refir í íslenskri náttúru sem komnir eru yfir áratuginn eru mjög sjaldgæfir. Gömlu dýrin verða yfirleitt undir í samkeppni við yngri dýr um maka og óðul. Að öllum líkindum er refurinn upp á sitt besta frá tveggja til sjö ára aldurs en síðan fer að halla hratt undan fæti.

Skoðið einnig svar Páls Hersteinssonar við spurningunni Eru til margar tegundir af refum á Íslandi og hverjar eru þær?

...