Sólin Sólin Rís 05:15 • sest 21:38 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 01:18 • Sest 04:30 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 07:36 • Síðdegis: 19:53 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 01:39 • Síðdegis: 13:42 í Reykjavík

Hver er minnsta eyja heims?

EÖÞ

Hér á Vísindavefnum hefur áður verið birt svar sem felur í sér svar við þessari spurningu, þó að svarið sé ef til vill ekki með því móti sem spyrjandi hefur í huga.

Í stuttu máli er niðurstaða okkar sú að þetta sé ein af þeim spurningum sem ekki sé hægt að svara með því að benda á tiltekinn hlut, í þessu tilviki ákveðna eyju. Eins og kemur fram í svari við spurningunni "Já, en hvað eru eyjarnar á Breiðafirði margar?" liggur alls ekki ljóst fyrir hvað við getum kallað eyju og hvað sker. Auk þess er hlutfallslega mikil óvissa í mælingum á flatarmáli lítilla eyja eða hólma, til dæmis vegna sjávarfalla.

Í þessu tilfelli mætti kannski finna þá byggðu eyju sem minnst er. Það er þó ekki sjálfgefið því að þá rekum við okkur á spurninguna: Hvað er byggð eyja? Er nóg að ein manneskja eigi heima þar, eða þarf fleiri til svo við getum kallað eyju byggða? Er kannski nóg að þar sé sumarhús sem gist er í endrum og eins? Auk þess kæmi síðan til fyrrnefnd óvissa um flatarmálið.

Að þessu sögðu má telja það illmögulegt að svara þessari spurningu með því að nefna ákveðna eyju á ákveðnum stað. Líklega hefur mönnum heldur ekki þótt spurningin nógu áhugaverð til að leggja í þær viðamiklu athuganir sem þyrfti til að svara henni eða segja eitthvað bitastæðara um hana en hér hefur verið gert.

Höfundur

Einar Örn Þorvaldsson

háskólanemi og fyrrverandi starfsmaður Vísindavefsins

Útgáfudagur

20.6.2001

Spyrjandi

Hildur Lovísa, f. 1990

Efnisorð

Tilvísun

EÖÞ. „Hver er minnsta eyja heims?“ Vísindavefurinn, 20. júní 2001. Sótt 26. apríl 2024. http://visindavefur.is/svar.php?id=1722.

EÖÞ. (2001, 20. júní). Hver er minnsta eyja heims? Vísindavefurinn. Sótt af http://visindavefur.is/svar.php?id=1722

EÖÞ. „Hver er minnsta eyja heims?“ Vísindavefurinn. 20. jún. 2001. Vefsíða. 26. apr. 2024. <http://visindavefur.is/svar.php?id=1722>.

Chicago | APA | MLA

Spyrja

Sendu inn spurningu LeiðbeiningarTil baka

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Senda grein til vinar

=

Hver er minnsta eyja heims?
Hér á Vísindavefnum hefur áður verið birt svar sem felur í sér svar við þessari spurningu, þó að svarið sé ef til vill ekki með því móti sem spyrjandi hefur í huga.

Í stuttu máli er niðurstaða okkar sú að þetta sé ein af þeim spurningum sem ekki sé hægt að svara með því að benda á tiltekinn hlut, í þessu tilviki ákveðna eyju. Eins og kemur fram í svari við spurningunni "Já, en hvað eru eyjarnar á Breiðafirði margar?" liggur alls ekki ljóst fyrir hvað við getum kallað eyju og hvað sker. Auk þess er hlutfallslega mikil óvissa í mælingum á flatarmáli lítilla eyja eða hólma, til dæmis vegna sjávarfalla.

Í þessu tilfelli mætti kannski finna þá byggðu eyju sem minnst er. Það er þó ekki sjálfgefið því að þá rekum við okkur á spurninguna: Hvað er byggð eyja? Er nóg að ein manneskja eigi heima þar, eða þarf fleiri til svo við getum kallað eyju byggða? Er kannski nóg að þar sé sumarhús sem gist er í endrum og eins? Auk þess kæmi síðan til fyrrnefnd óvissa um flatarmálið.

Að þessu sögðu má telja það illmögulegt að svara þessari spurningu með því að nefna ákveðna eyju á ákveðnum stað. Líklega hefur mönnum heldur ekki þótt spurningin nógu áhugaverð til að leggja í þær viðamiklu athuganir sem þyrfti til að svara henni eða segja eitthvað bitastæðara um hana en hér hefur verið gert....