Sólin Sólin Rís 09:51 • sest 16:32 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 15:51 • Sest 05:39 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 04:00 • Síðdegis: 16:18 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 10:15 • Síðdegis: 22:36 í Reykjavík
Sólin Sólin Rís 09:51 • sest 16:32 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 15:51 • Sest 05:39 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 04:00 • Síðdegis: 16:18 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 10:15 • Síðdegis: 22:36 í Reykjavík
LeiðbeiningarTil baka

Sendu inn spurningu

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Hvaða tungumál er mest talað í heiminum í dag?

Guðrún Kvaran

Árnastofnun - mynd í *Árnarstofnun
Kínverska mun vera það tungumál sem flestir tala í heiminum. Á að giska fjórðungur jarðarbúa, eða hátt á annan milljarð manna, mun tala einhverja kínverska mállýsku. Meginmállýskurnar eru fimm og er svo mikill munur á þeim að málnotendur af mismunandi mállýskum skilja ekki hvor annan. Þó eru þessar mállýskur ekki taldar sérstök mál heldur hluti af kínversku. Ein meginorsök þess er að allir læsir Kínverjar nota og geta lesið sömu orðaskriftina óháð því hvaða mállýsku þeir tala.

Á að giska fjórðungur jarðarbúa talar einhverja kínverska mállýsku.

Enska er móðurmál um 350 milljóna manna og um 400 milljónir eru taldar nota ensku sem annað mál samhliða móðurmáli. Þá er ekki átt við þá sem læra ensku í skóla og bjargast við hana á ferðalögum eða í samskiptum við aðrar þjóðir. Enskan er nú talin vera opinbert mál í um 60 löndum og er útbreiddasta menningarmál heims.

Um tungumál má lesa meira í bók Baldurs Ragnarssonar. Tungumál. Reykjavík, Háskólaútgáfan 1999.

Sjá einnig:

  • Hversu mörg tungumál eru notuð í heiminum í dag?

  • Hvers vegna er ekki bara eitt tungumál í heiminum?

  • Hvaða tungumál er talið það flóknasta í heimi og hvað eru tungumálin mörg?

  • Hvert er það tungumál í heimi sem fæstir tala?

  • Hvað er móðurmál?
  • Mynd: Vefsetur um kínverskt letur: zhongwen.com

    Höfundur

    Guðrún Kvaran

    prófessor

    Útgáfudagur

    21.6.2001

    Síðast uppfært

    4.7.2018

    Spyrjandi

    Jóhann Sigurbergsson

    Tilvísun

    Guðrún Kvaran. „Hvaða tungumál er mest talað í heiminum í dag?“ Vísindavefurinn, 21. júní 2001, sótt 13. nóvember 2024, https://visindavefur.is/svar.php?id=1726.

    Guðrún Kvaran. (2001, 21. júní). Hvaða tungumál er mest talað í heiminum í dag? Vísindavefurinn. https://visindavefur.is/svar.php?id=1726

    Guðrún Kvaran. „Hvaða tungumál er mest talað í heiminum í dag?“ Vísindavefurinn. 21. jún. 2001. Vefsíða. 13. nóv. 2024. <https://visindavefur.is/svar.php?id=1726>.

    Chicago | APA | MLA

    Senda grein til vinar

    =

    Hvaða tungumál er mest talað í heiminum í dag?
    Kínverska mun vera það tungumál sem flestir tala í heiminum. Á að giska fjórðungur jarðarbúa, eða hátt á annan milljarð manna, mun tala einhverja kínverska mállýsku. Meginmállýskurnar eru fimm og er svo mikill munur á þeim að málnotendur af mismunandi mállýskum skilja ekki hvor annan. Þó eru þessar mállýskur ekki taldar sérstök mál heldur hluti af kínversku. Ein meginorsök þess er að allir læsir Kínverjar nota og geta lesið sömu orðaskriftina óháð því hvaða mállýsku þeir tala.

    Á að giska fjórðungur jarðarbúa talar einhverja kínverska mállýsku.

    Enska er móðurmál um 350 milljóna manna og um 400 milljónir eru taldar nota ensku sem annað mál samhliða móðurmáli. Þá er ekki átt við þá sem læra ensku í skóla og bjargast við hana á ferðalögum eða í samskiptum við aðrar þjóðir. Enskan er nú talin vera opinbert mál í um 60 löndum og er útbreiddasta menningarmál heims.

    Um tungumál má lesa meira í bók Baldurs Ragnarssonar. Tungumál. Reykjavík, Háskólaútgáfan 1999.

    Sjá einnig:

  • Hversu mörg tungumál eru notuð í heiminum í dag?

  • Hvers vegna er ekki bara eitt tungumál í heiminum?

  • Hvaða tungumál er talið það flóknasta í heimi og hvað eru tungumálin mörg?

  • Hvert er það tungumál í heimi sem fæstir tala?

  • Hvað er móðurmál?
  • Mynd: Vefsetur um kínverskt letur: zhongwen.com

    ...