Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.
Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar
um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að
svara öllum spurningum.
Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að
svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki
nægileg deili á sér.
Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.
Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!
Sögnin að skeina hefur fleiri en eina merkingu. Í fyrsta lagi merkir hún að 'særa lítillega, veita einhverjum skeinu' og í öðru lagi merkir hún að 'hreinsa e-ð', til dæmis skeina flórinn það er 'moka flórinn'. Undir síðari merkinguna heyrir einnig 'að þurrka af endaþarmsopinu'.
Í báðum merkingunum er sögnin áhrifssögn með þolfalli, það er orðið sem hún stýrir falli á stendur í þolfalli, til dæmis skeina sig, skeina barnið. Í þriðja lagi merkir sögnin að 'koma e-u á e-n stað, rétta e-ð með hangandi hendi', til dæmis skeindu þessu upp á loft og er hún þá áhrifssögn með þágufalli.
Guðrún Kvaran. „Orðabók HÍ segir 'skeina sig' en er rétt að segja 'skeina sér'?“ Vísindavefurinn, 21. júní 2001, sótt 4. desember 2024, https://visindavefur.is/svar.php?id=1727.
Guðrún Kvaran. (2001, 21. júní). Orðabók HÍ segir 'skeina sig' en er rétt að segja 'skeina sér'? Vísindavefurinn. https://visindavefur.is/svar.php?id=1727
Guðrún Kvaran. „Orðabók HÍ segir 'skeina sig' en er rétt að segja 'skeina sér'?“ Vísindavefurinn. 21. jún. 2001. Vefsíða. 4. des. 2024. <https://visindavefur.is/svar.php?id=1727>.