Sólin Sólin Rís 11:02 • sest 15:37 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 14:37 • Sest 23:27 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 10:30 • Síðdegis: 23:05 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 04:04 • Síðdegis: 17:00 í Reykjavík
Sólin Sólin Rís 11:02 • sest 15:37 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 14:37 • Sest 23:27 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 10:30 • Síðdegis: 23:05 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 04:04 • Síðdegis: 17:00 í Reykjavík
LeiðbeiningarTil baka

Sendu inn spurningu

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Hvers vegna er ekki hægt að nota orðið sexti í stað sjötti?

Guðrún Kvaran

Árnastofnun - mynd í *Árnarstofnun
Frumtalan sex er notuð í einhverri mynd í öllum germönskum málum en einnig í öðrum málum innan indóevrópsku málaættarinnar. Í germönsku er grunnmyndin talin hafa verið *sehs. Hún hefur meðal annars stuðning í gotnesku myndinni saihs 'sex' (ai=e).

Raðtalan var í fornu íslensku máli sétti og samsvarar til dæmis færeysku sætti, dönsku sjette, norsku sjette, sænsku sjätte. Grunnmyndin var *sehte. Við samlögun varð httt og sérhljóðið lengdist. Síðar varð langt eie > je, ritað é.

Raðtalan sétti var notuð í íslensku fram á 18. öld sem hliðarmynd við sjötti. Skýringin á því að séttibreyttist í sjötti er talin felast í áhrifum frá tölunni sjö.


Mynd: HB

Höfundur

Guðrún Kvaran

prófessor

Útgáfudagur

22.6.2001

Spyrjandi

Gunnar Egilsson

Tilvísun

Guðrún Kvaran. „Hvers vegna er ekki hægt að nota orðið sexti í stað sjötti?“ Vísindavefurinn, 22. júní 2001, sótt 7. desember 2024, https://visindavefur.is/svar.php?id=1729.

Guðrún Kvaran. (2001, 22. júní). Hvers vegna er ekki hægt að nota orðið sexti í stað sjötti? Vísindavefurinn. https://visindavefur.is/svar.php?id=1729

Guðrún Kvaran. „Hvers vegna er ekki hægt að nota orðið sexti í stað sjötti?“ Vísindavefurinn. 22. jún. 2001. Vefsíða. 7. des. 2024. <https://visindavefur.is/svar.php?id=1729>.

Chicago | APA | MLA

Senda grein til vinar

=

Hvers vegna er ekki hægt að nota orðið sexti í stað sjötti?
Frumtalan sex er notuð í einhverri mynd í öllum germönskum málum en einnig í öðrum málum innan indóevrópsku málaættarinnar. Í germönsku er grunnmyndin talin hafa verið *sehs. Hún hefur meðal annars stuðning í gotnesku myndinni saihs 'sex' (ai=e).

Raðtalan var í fornu íslensku máli sétti og samsvarar til dæmis færeysku sætti, dönsku sjette, norsku sjette, sænsku sjätte. Grunnmyndin var *sehte. Við samlögun varð httt og sérhljóðið lengdist. Síðar varð langt eie > je, ritað é.

Raðtalan sétti var notuð í íslensku fram á 18. öld sem hliðarmynd við sjötti. Skýringin á því að séttibreyttist í sjötti er talin felast í áhrifum frá tölunni sjö.


Mynd: HB...