Sólin Sólin Rís 05:12 • sest 21:41 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 00:00 • Sest 00:00 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 08:09 • Síðdegis: 20:27 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 02:12 • Síðdegis: 14:14 í Reykjavík
Árnastofnun - mynd í *Árnarstofnun

Af hverju má ekki segja „hann er ruglaður eins og bróðir sinn”?

Guðrún Kvaran

Eignarföll eintölu þriðju persónu fornafnanna hann, hún, það og eignarfall fyrstu, annarrar og þriðju persónu fleirtölu, okkar, ykkar, þeirra, eru notuð sem eignarfornöfn. Dæmi:
  1. Bíllinn minn/okkar er rauður en bíllinn þinn/ykkar er grænn.

  2. Hjólið hans/hennar er grænt.

  3. Línuskautarnir þeirra eru svartir.

Eignarfornafnið sinn/sín/sitt er bundið aðstæðum og ekki er unnt að gefa einfaldar reglur um notkun þess. Dæmi:
  1. Ég rétti honum kökuna sína/hans.

  2. Jón er svipaður mömmu sinni.

  3. Stelpan rétti mér bókina sína.

  4. Hann er ruglaður eins og bróðir hans.

Í dæmi a) er hægt að nota bæði sína og hans. Það er aftur á móti ekki hægt í b) og c) því að fornafnið vísar til frumlags (hér nafnorða í nefnifalli). Ef dæmið væri: „Jón er svipaður mömmu hans” vísaði hans til einhvers annars, til dæmis Palla eða Sigga. Eins er með dæmið í c). Ef sagt væri: „Stelpan rétti mér bókina hennar” væri ekki verið að vísa til frumlagsins heldur einhverrar annarrar, Siggu eða Stínu. Í d) er um samanburð að ræða (eins og) og þar er aðeins hægt að nota eignarfall persónufornafnsins.

Höfundur

Guðrún Kvaran

prófessor

Útgáfudagur

22.6.2001

Spyrjandi

Haraldur Hreinsson, f. 1985

Tilvísun

Guðrún Kvaran. „Af hverju má ekki segja „hann er ruglaður eins og bróðir sinn”?“ Vísindavefurinn, 22. júní 2001. Sótt 27. apríl 2024. http://visindavefur.is/svar.php?id=1730.

Guðrún Kvaran. (2001, 22. júní). Af hverju má ekki segja „hann er ruglaður eins og bróðir sinn”? Vísindavefurinn. Sótt af http://visindavefur.is/svar.php?id=1730

Guðrún Kvaran. „Af hverju má ekki segja „hann er ruglaður eins og bróðir sinn”?“ Vísindavefurinn. 22. jún. 2001. Vefsíða. 27. apr. 2024. <http://visindavefur.is/svar.php?id=1730>.

Chicago | APA | MLA

Spyrja

Sendu inn spurningu LeiðbeiningarTil baka

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Senda grein til vinar

=

Af hverju má ekki segja „hann er ruglaður eins og bróðir sinn”?
Eignarföll eintölu þriðju persónu fornafnanna hann, hún, það og eignarfall fyrstu, annarrar og þriðju persónu fleirtölu, okkar, ykkar, þeirra, eru notuð sem eignarfornöfn. Dæmi:

  1. Bíllinn minn/okkar er rauður en bíllinn þinn/ykkar er grænn.

  2. Hjólið hans/hennar er grænt.

  3. Línuskautarnir þeirra eru svartir.

Eignarfornafnið sinn/sín/sitt er bundið aðstæðum og ekki er unnt að gefa einfaldar reglur um notkun þess. Dæmi:
  1. Ég rétti honum kökuna sína/hans.

  2. Jón er svipaður mömmu sinni.

  3. Stelpan rétti mér bókina sína.

  4. Hann er ruglaður eins og bróðir hans.

Í dæmi a) er hægt að nota bæði sína og hans. Það er aftur á móti ekki hægt í b) og c) því að fornafnið vísar til frumlags (hér nafnorða í nefnifalli). Ef dæmið væri: „Jón er svipaður mömmu hans” vísaði hans til einhvers annars, til dæmis Palla eða Sigga. Eins er með dæmið í c). Ef sagt væri: „Stelpan rétti mér bókina hennar” væri ekki verið að vísa til frumlagsins heldur einhverrar annarrar, Siggu eða Stínu. Í d) er um samanburð að ræða (eins og) og þar er aðeins hægt að nota eignarfall persónufornafnsins.

...