Sólin Sólin Rís 07:58 • sest 18:31 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 00:00 • Sest 00:00 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 09:00 • Síðdegis: 21:18 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 02:48 • Síðdegis: 15:22 í Reykjavík
Sólin Sólin Rís 07:58 • sest 18:31 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 00:00 • Sest 00:00 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 09:00 • Síðdegis: 21:18 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 02:48 • Síðdegis: 15:22 í Reykjavík
LeiðbeiningarTil baka

Sendu inn spurningu

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Hvað eru sjónvarpsbylgjur og hvernig er hægt að senda mynd eða hljóð gegnum loftið?

ÞV

Þegar við heyrum hljóð hefur það upphaflega skollið á hljóðhimnunni en eyrað breytir því í rafmerki eða eins konar breytilegan rafstraum sem berst til heilans. Hljóðnemi breytir líka hljóði í rafstraum. Þegar hljóðinu er útvarpað er rafmerkinu breytt í mótaðar rafsegulbylgjur eins og lýst er í svari SIV við spurningunni Hvað er burðarbylgja í útvarpsfræðum? Viðtækið tekur við þessum mótuðu bylgjum og breytir merkinu aftur í rafstraum sem síðan knýr hátalara þar sem það breytist í hljóð.

Kjarni máls í sjónvarpssendingum er furðu líkur þessu. Upptökuvélin tekur röð kyrrmynda eins og menn munu kannast við af venjulegum kvikmyndum þar sem filmur eru notaðar. Hverri kyrrmynd um sig er breytt í röð merkja á svipaðan hátt og þegar við lesum texta á blaðsíðu. Fjöldi punkta eða merkja í hverri kyrrmynd skiptir mörgum hundruðum og myndirnar eru yfirleitt 24 á sekúndu þannig að merkjaflutningurinn í sjónvarpssendingum er mjög ör. Það er í rauninni eini munurinn á hljóðvarpi og sjónvarpi og veldur því að nauðsynlegt er að nota bylgjur með miklu hærri tíðni fyrir sjónvarpssendingar en fyrir hljóðvarp. Þó er rétt að geta þess að sjónvarpsmerkið er stundum sent út eftir leiðslum, til dæmis ljósleiðurum, en ekki endilega sem rafsegulbylgjur sem berast um rúmið kringum okkur.

Venjulegur sjónvarpsskjár er í rauninni það sem eðlisfræðingar kalla bakskautslampa (cathode ray tube, CRT). Inni í lampanum er mjó rafeindabuna sem "skrifar" á skjáinn samkvæmt merkinu sem kemur frá viðtækinu. Aðalatriði þessa ferlis eru einnig hin sömu þegar tölva skrifar á tölvuskjá nema hvað þá er ef til vill ekki verið að taka við efninu jafnóðum eða "í rauntíma" sem kallað er, heldur tekur tölvan oft allt efnið til sín í einu og "skrifar" síðan á skjáinn.

Rafsegulbylgjurnar sem bera hljóðmerkið eða sjónvarpsmerkið fara ekki bara "gegnum loftið" eins og spyrjandi segir, heldur geta þær borist um ýmis önnur efni og um tómarúm. Vísindamenn nema nú þegar útvarpsbylgjur sem berast til okkar um lofttæmi utan úr geimnum, það er að segja bylgjur af sömu tíðni og við notum til útvarpssendinga. Kannski kemur einhvern tímann að því að við nemum með þessum hætti merki sem vitsmunaverur úti í geimnum hafa sent frá sér.

Höfundur

Þorsteinn Vilhjálmsson

prófessor emeritus, ritstjóri Vísindavefsins 2000-2010 og ritstjóri Evrópuvefsins 2011

Útgáfudagur

24.6.2001

Spyrjandi

Hjálmar Þröstur Pétursson

Tilvísun

ÞV. „Hvað eru sjónvarpsbylgjur og hvernig er hægt að senda mynd eða hljóð gegnum loftið?“ Vísindavefurinn, 24. júní 2001, sótt 8. október 2024, https://visindavefur.is/svar.php?id=1734.

ÞV. (2001, 24. júní). Hvað eru sjónvarpsbylgjur og hvernig er hægt að senda mynd eða hljóð gegnum loftið? Vísindavefurinn. https://visindavefur.is/svar.php?id=1734

ÞV. „Hvað eru sjónvarpsbylgjur og hvernig er hægt að senda mynd eða hljóð gegnum loftið?“ Vísindavefurinn. 24. jún. 2001. Vefsíða. 8. okt. 2024. <https://visindavefur.is/svar.php?id=1734>.

Chicago | APA | MLA

Senda grein til vinar

=

Hvað eru sjónvarpsbylgjur og hvernig er hægt að senda mynd eða hljóð gegnum loftið?
Þegar við heyrum hljóð hefur það upphaflega skollið á hljóðhimnunni en eyrað breytir því í rafmerki eða eins konar breytilegan rafstraum sem berst til heilans. Hljóðnemi breytir líka hljóði í rafstraum. Þegar hljóðinu er útvarpað er rafmerkinu breytt í mótaðar rafsegulbylgjur eins og lýst er í svari SIV við spurningunni Hvað er burðarbylgja í útvarpsfræðum? Viðtækið tekur við þessum mótuðu bylgjum og breytir merkinu aftur í rafstraum sem síðan knýr hátalara þar sem það breytist í hljóð.

Kjarni máls í sjónvarpssendingum er furðu líkur þessu. Upptökuvélin tekur röð kyrrmynda eins og menn munu kannast við af venjulegum kvikmyndum þar sem filmur eru notaðar. Hverri kyrrmynd um sig er breytt í röð merkja á svipaðan hátt og þegar við lesum texta á blaðsíðu. Fjöldi punkta eða merkja í hverri kyrrmynd skiptir mörgum hundruðum og myndirnar eru yfirleitt 24 á sekúndu þannig að merkjaflutningurinn í sjónvarpssendingum er mjög ör. Það er í rauninni eini munurinn á hljóðvarpi og sjónvarpi og veldur því að nauðsynlegt er að nota bylgjur með miklu hærri tíðni fyrir sjónvarpssendingar en fyrir hljóðvarp. Þó er rétt að geta þess að sjónvarpsmerkið er stundum sent út eftir leiðslum, til dæmis ljósleiðurum, en ekki endilega sem rafsegulbylgjur sem berast um rúmið kringum okkur.

Venjulegur sjónvarpsskjár er í rauninni það sem eðlisfræðingar kalla bakskautslampa (cathode ray tube, CRT). Inni í lampanum er mjó rafeindabuna sem "skrifar" á skjáinn samkvæmt merkinu sem kemur frá viðtækinu. Aðalatriði þessa ferlis eru einnig hin sömu þegar tölva skrifar á tölvuskjá nema hvað þá er ef til vill ekki verið að taka við efninu jafnóðum eða "í rauntíma" sem kallað er, heldur tekur tölvan oft allt efnið til sín í einu og "skrifar" síðan á skjáinn.

Rafsegulbylgjurnar sem bera hljóðmerkið eða sjónvarpsmerkið fara ekki bara "gegnum loftið" eins og spyrjandi segir, heldur geta þær borist um ýmis önnur efni og um tómarúm. Vísindamenn nema nú þegar útvarpsbylgjur sem berast til okkar um lofttæmi utan úr geimnum, það er að segja bylgjur af sömu tíðni og við notum til útvarpssendinga. Kannski kemur einhvern tímann að því að við nemum með þessum hætti merki sem vitsmunaverur úti í geimnum hafa sent frá sér....