Sendu inn spurningu

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Hvað þýðir orðasambandið „faux pas”?

Faux pas er franska og bókstafleg merking þess er ‘rangt skref’ sem við gætum kannski þýtt sem ‘fótaskortur’ eða ‘hrösun’ eða talað um að maður hafi misstigið sig.

Í ensku er faux pas yfirleitt notað í yfirfærðri merkingu til að lýsa einhvers konar félagslegum mistökum fremur en að það sé notað þegar einhver misstígur sig í bókstaflegum skilningi. Orðasambandið er notað þegar einhver brýtur reglur um kurteisi eða önnur félagsleg viðmið. Ekki virðist skipta máli hver orsök brotsins er, til dæmis tillitsleysi, hugsunarleysi eða þekkingarleysi.

Útgáfudagur

25.6.2001

Spyrjandi

Árni Geir Ómarsson

Höfundur

Eyja Margrét Brynjarsdóttir

heimspekingur

Tilvísun

EMB. „Hvað þýðir orðasambandið „faux pas”?“ Vísindavefurinn, 25. júní 2001. Sótt 20. júlí 2018. http://visindavefur.is/svar.php?id=1738.

EMB. (2001, 25. júní). Hvað þýðir orðasambandið „faux pas”? Vísindavefurinn. Sótt af http://visindavefur.is/svar.php?id=1738

EMB. „Hvað þýðir orðasambandið „faux pas”?“ Vísindavefurinn. 25. jún. 2001. Vefsíða. 20. júl. 2018. <http://visindavefur.is/svar.php?id=1738>.

Chicago | APA | MLA

Sendu inn spurningu
eða

Vísindadagatalið

Rósettusteinninn

Hermenn Napóleons Bónapartes fundu Rósettusteininn í júlí 1799, nálægt egypsku borginni Rosetta sem í dag ber nafnið Rashid. Á steininn er sami texti letraður á þremur mismunandi ritmálum: fornegypsku myndletri eða híeróglýfum, yngra egypsku letri og loks grísku. Steinninn gerði mönnum kleift að ráða egypska myndletrið. Rósettusteinninn er til sýnis í Breska safninu í London.