Sólin Sólin Rís 11:03 • sest 15:36 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 00:00 • Sest 00:00 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 06:22 • Síðdegis: 18:41 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 00:09 • Síðdegis: 12:39 í Reykjavík
Árnastofnun - mynd í *Árnarstofnun

Hvað merkir að skjóta einhverjum ref fyrir rass og hvaðan er orðasambandið komið?

Guðrún Kvaran

Elsta heimild sem kunn er um orðasambandið er úr Íslensk-latnesk-danskri orðabók Björns Halldórssonar sem gefin var út 1814 en handritið var tilbúið aldarfjórðungi fyrr. Þar er það skráð At skióta einum ref fyrir rass. Merkingin er þar að ‛leika á einhvern’. Í Íslenskri orðabók frá 2002 er merkingin sögð ‛leika á e-n, verða fyrri til, reynast e-m snjallari’.

Í bók Halldórs Halldórssonar, Íslenzkt orðtakasafn, er uppruni sagður með öllu ókunnur. Jón G. Friðjónsson giskar á í Mergi málsins (2006:678) að líkingin sé ,,e.t.v. dregin af því þegar refur er skotinn fram hjá rassi þess sem fyrir honum situr en verður hans ekki var“.

Mynd:

Höfundur

Guðrún Kvaran

prófessor

Útgáfudagur

10.5.2010

Spyrjandi

Jón Ingi Guðmundsson

Tilvísun

Guðrún Kvaran. „Hvað merkir að skjóta einhverjum ref fyrir rass og hvaðan er orðasambandið komið?“ Vísindavefurinn, 10. maí 2010. Sótt 8. desember 2022. http://visindavefur.is/svar.php?id=17421.

Guðrún Kvaran. (2010, 10. maí). Hvað merkir að skjóta einhverjum ref fyrir rass og hvaðan er orðasambandið komið? Vísindavefurinn. Sótt af http://visindavefur.is/svar.php?id=17421

Guðrún Kvaran. „Hvað merkir að skjóta einhverjum ref fyrir rass og hvaðan er orðasambandið komið?“ Vísindavefurinn. 10. maí. 2010. Vefsíða. 8. des. 2022. <http://visindavefur.is/svar.php?id=17421>.

Chicago | APA | MLA

Spyrja

Sendu inn spurningu LeiðbeiningarTil baka

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Senda grein til vinar

=

Hvað merkir að skjóta einhverjum ref fyrir rass og hvaðan er orðasambandið komið?
Elsta heimild sem kunn er um orðasambandið er úr Íslensk-latnesk-danskri orðabók Björns Halldórssonar sem gefin var út 1814 en handritið var tilbúið aldarfjórðungi fyrr. Þar er það skráð At skióta einum ref fyrir rass. Merkingin er þar að ‛leika á einhvern’. Í Íslenskri orðabók frá 2002 er merkingin sögð ‛leika á e-n, verða fyrri til, reynast e-m snjallari’.

Í bók Halldórs Halldórssonar, Íslenzkt orðtakasafn, er uppruni sagður með öllu ókunnur. Jón G. Friðjónsson giskar á í Mergi málsins (2006:678) að líkingin sé ,,e.t.v. dregin af því þegar refur er skotinn fram hjá rassi þess sem fyrir honum situr en verður hans ekki var“.

Mynd:...