Sólin Sólin Rís 09:22 • sest 17:00 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 00:00 • Sest 00:00 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 07:36 • Síðdegis: 19:51 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 01:25 • Síðdegis: 13:54 í Reykjavík
Sólin Sólin Rís 09:22 • sest 17:00 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 00:00 • Sest 00:00 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 07:36 • Síðdegis: 19:51 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 01:25 • Síðdegis: 13:54 í Reykjavík
LeiðbeiningarTil baka

Sendu inn spurningu

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Er maður léttari í flugvél heldur en við sjávarmál?

Þorsteinn Vilhjálmsson

Svarið er já, og auðvelt er að reikna út hversu mikið maður léttist hlutfallslega.

Þyngdarkraftur frá jörð utan við hana er í öfugu hlutfalli við fjarlægð frá miðju hennar í öðru veldi. Sjávarmál er í um 6.400 km fjarlægð frá jarðamiðju og við getum sagt að flugvélin sé í 10 km hæð eins og algengt er í farþegaflugi. Þyngdin margfaldast því með (6.400/6.410)2 eða 0,997 þannig að hún minnkar um 0,3%. Þessi létting er því mælanleg á vigt sem sýnir 200 gramma nákvæmni eins og sumar baðvogir gera nú á dögum. Hins vegar má búast við að aðrar breytingar verði á massa mannsins í flugferðinni þannig að ekki er víst að það takist að einangra þessa breytingu í mælingu.



Þessi Icelandair flugvél er 3% léttari í 10.000 metra hæð heldur en hún var á flugvellinum

Svo er líka eins gott að maðurinn taki með sér vog af réttri gerð. Ef hann tekur með sér vigt með einhvers konar lóðum mundi hann aldrei mæla neina breytingu vegna hækkunarinnar því að lóðin léttast líka og í nákvæmlega sama hlutfalli. Ef vigtin er hins vegar einhvers konar gormvog sem ber þyngdarkraftinn á manninn saman við þekktan kraft, þá sýnir hún þessa breytingu sem hér um ræðir.

Svipuð breyting verður á þyngd manns uppi á Everestfjalli samanborið við þyngdina við sjávarmál.

Allmörg svör á Vísindavefnum fjalla nánar um þyngd og þyngdarleysi og má finna þau með því að setja þessi orð inn í leitarvélina í efra horni til vinstri á vefsíðunni.

Mynd: Flugvél Icelandair - Sótt 02.06.10

Höfundur

Þorsteinn Vilhjálmsson

prófessor emeritus, ritstjóri Vísindavefsins 2000-2010 og ritstjóri Evrópuvefsins 2011

Útgáfudagur

26.6.2001

Spyrjandi

Jóhann Benjamínsson

Tilvísun

Þorsteinn Vilhjálmsson. „Er maður léttari í flugvél heldur en við sjávarmál?“ Vísindavefurinn, 26. júní 2001, sótt 4. nóvember 2024, https://visindavefur.is/svar.php?id=1743.

Þorsteinn Vilhjálmsson. (2001, 26. júní). Er maður léttari í flugvél heldur en við sjávarmál? Vísindavefurinn. https://visindavefur.is/svar.php?id=1743

Þorsteinn Vilhjálmsson. „Er maður léttari í flugvél heldur en við sjávarmál?“ Vísindavefurinn. 26. jún. 2001. Vefsíða. 4. nóv. 2024. <https://visindavefur.is/svar.php?id=1743>.

Chicago | APA | MLA

Senda grein til vinar

=

Er maður léttari í flugvél heldur en við sjávarmál?
Svarið er já, og auðvelt er að reikna út hversu mikið maður léttist hlutfallslega.

Þyngdarkraftur frá jörð utan við hana er í öfugu hlutfalli við fjarlægð frá miðju hennar í öðru veldi. Sjávarmál er í um 6.400 km fjarlægð frá jarðamiðju og við getum sagt að flugvélin sé í 10 km hæð eins og algengt er í farþegaflugi. Þyngdin margfaldast því með (6.400/6.410)2 eða 0,997 þannig að hún minnkar um 0,3%. Þessi létting er því mælanleg á vigt sem sýnir 200 gramma nákvæmni eins og sumar baðvogir gera nú á dögum. Hins vegar má búast við að aðrar breytingar verði á massa mannsins í flugferðinni þannig að ekki er víst að það takist að einangra þessa breytingu í mælingu.



Þessi Icelandair flugvél er 3% léttari í 10.000 metra hæð heldur en hún var á flugvellinum

Svo er líka eins gott að maðurinn taki með sér vog af réttri gerð. Ef hann tekur með sér vigt með einhvers konar lóðum mundi hann aldrei mæla neina breytingu vegna hækkunarinnar því að lóðin léttast líka og í nákvæmlega sama hlutfalli. Ef vigtin er hins vegar einhvers konar gormvog sem ber þyngdarkraftinn á manninn saman við þekktan kraft, þá sýnir hún þessa breytingu sem hér um ræðir.

Svipuð breyting verður á þyngd manns uppi á Everestfjalli samanborið við þyngdina við sjávarmál.

Allmörg svör á Vísindavefnum fjalla nánar um þyngd og þyngdarleysi og má finna þau með því að setja þessi orð inn í leitarvélina í efra horni til vinstri á vefsíðunni.

Mynd: Flugvél Icelandair - Sótt 02.06.10...