Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.
Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar
um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að
svara öllum spurningum.
Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að
svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki
nægileg deili á sér.
Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.
Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!
Orðin mamma og pabbi teljast til svokallaðra hjalorða, það er orða sem myndast snemma í munni barna þegar þau hjala. Rótin í orðinu mamma þekkist í flestum indóevrópskum málum. Í fornindversku var til orðið m sem merkti 'móðir'. Í sama máli merkti mm 'móðursystir'. Í fornpersnesku voru til orðin mm, mma og mam í merkingunni 'móðir'. Bæði gríska og latína áttu til orð af þessu tagi, grískan mammí og latínan mamma sem eins konar gæluorð fyrir 'móðir'. Í írsku er mam notað yfir móður og í þýskum mállýskum er til orðið mamme í sömu merkingu. Mamà og momà eru notuð í litháísku og mama í lettnesku. Af nágrannamálum eiga færeyska og norska til orðin mamma, hjaltneska mamm og enskar mállýskur mam, svo dæmi séu tekin.
Orðið pabbi á ekki jafn marga ættingja í öðrum málum og mamma. Í grísku er þó að finna páppa í merkingunni 'faðir' og í latínu bæði ppa og pappa. Orðið er talið komið í íslensku sem tökuorð úr latínu. Í nágrannamálum má finna pápi í færeysku, pape í norsku, Papa í þýsku og papa í frönsku.
Þessi hjalorð eiga það sameiginlegt í indóevrópskum málum en einnig í orðum af ýmsum öðrum málaættum, svo sem kínversku, að samstöfurnar ma-, am-, pa-, ba- eru með fyrstu hljóðum sem börn reyna að gefa frá sér þegar þau byrja að hjala og reyna að apa eftir hljóðum sem þau heyra. Foreldrar hafa sennilega frá örófi alda haldið að barnið væri að tala til þeirra og þannig hafa orðið til hjalorðin yfir föður og móður.
Guðrún Kvaran. „Hvers vegna eru orðin "mamma" og "pabbi" svona svipuð í ólíkum tungumálum, til dæmis íslensku og kínversku?“ Vísindavefurinn, 27. júní 2001, sótt 4. desember 2024, https://visindavefur.is/svar.php?id=1747.
Guðrún Kvaran. (2001, 27. júní). Hvers vegna eru orðin "mamma" og "pabbi" svona svipuð í ólíkum tungumálum, til dæmis íslensku og kínversku? Vísindavefurinn. https://visindavefur.is/svar.php?id=1747
Guðrún Kvaran. „Hvers vegna eru orðin "mamma" og "pabbi" svona svipuð í ólíkum tungumálum, til dæmis íslensku og kínversku?“ Vísindavefurinn. 27. jún. 2001. Vefsíða. 4. des. 2024. <https://visindavefur.is/svar.php?id=1747>.