Sólin Sólin Rís 06:49 • sest 19:56 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 20:38 • Sest 24:58 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 03:07 • Síðdegis: 15:47 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 09:22 • Síðdegis: 22:14 í Reykjavík
Sólin Sólin Rís 06:49 • sest 19:56 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 20:38 • Sest 24:58 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 03:07 • Síðdegis: 15:47 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 09:22 • Síðdegis: 22:14 í Reykjavík
LeiðbeiningarTil baka

Sendu inn spurningu

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Hvaðan kemur nafnið „Innréttingarnar” á fyrirtækinu sem starfaði hér á 18. öld?

Hrefna Róbertsdóttir

Átjándu aldar-fyrirtækið sem kallað hefur verið Innréttingarnar rekur upphaf sitt til ársins 1751. Starfsemi þess gekk undir ýmsum nöfnum þegar í upphafi. Það var stofnað af íslensku hlutafélagi sem á íslensku hét Hið íslenska hlutafélag og var fyrsta sinnar tegundar sem stofnað var á landinu. Félagið var stofnað af íslenskum embættismönnum á Þingvöllum 17. júlí 1751 til að vinna að viðreisn íslenskra landshaga.

Hálfu ári eftir að félagið var stofnað, í janúar 1752, fékk það stórfelldan fjárstuðning og sérleyfi konungs til framkvæmda. Þá var heiti þess snarað yfir á dönsku líka, „Det Privilegerte Islandske Interessentskab”. Skammstöfunin var PII, og átti að geta staðið fyrir nafni félagsins bæði á dönsku og latínu. Við þessi þáttaskil efldist félagið mjög að fjármunum og verkefnum. Starfsemin varð fjölþætt, tók til jarðræktartilrauna, brennisteinsvinnslu, ullarvefsmiðja, litunar, kaðlagerðar, skinnaverkunar, skipasmíða og útgerðar svo það helsta sé nefnt. Starfsemin fór fram víða um land, en miðstöð framkvæmdanna var í Reykjavík og nágrenni.

Þessar framkvæmdir voru á danskri tungu kallaðar De Nye Indretninger, eða hinar nýju framkvæmdir. Þaðan kom því heitið Innréttingarnar sem fór að festast við athafnir og verkstæði Hins íslenska hlutafélags. Fyrsta áratuginn var flest það sem að ofan er nefnt í fullri starfsemi, en eftir 1760 tengdist Innréttingaheitið fyrst og fremst ullarvefsmiðjunum í Aðalstræti, en þær störfuðu til ársins 1803. Brennisteinsvinnslan hélt einnig velli fram yfir aldamótin 1800, fyrst í Krýsuvík en síðan á Húsavík.

Á Íslandi hefur oft verið talað um starfsemi Hins íslenska hlutafélags sem Innréttingar Skúla Magnússonar landfógeta, en í dönskum skjölum eru þær fremur nefndar Hans Majestæt Høystsalig Kong Friderich den 5. stiftede Indretninger.

Höfundur

doktorsnemi í sagnfræði

Útgáfudagur

28.6.2001

Spyrjandi

Rannveig Hrólfsdóttir, f. 1983

Tilvísun

Hrefna Róbertsdóttir. „Hvaðan kemur nafnið „Innréttingarnar” á fyrirtækinu sem starfaði hér á 18. öld?“ Vísindavefurinn, 28. júní 2001, sótt 14. september 2024, https://visindavefur.is/svar.php?id=1752.

Hrefna Róbertsdóttir. (2001, 28. júní). Hvaðan kemur nafnið „Innréttingarnar” á fyrirtækinu sem starfaði hér á 18. öld? Vísindavefurinn. https://visindavefur.is/svar.php?id=1752

Hrefna Róbertsdóttir. „Hvaðan kemur nafnið „Innréttingarnar” á fyrirtækinu sem starfaði hér á 18. öld?“ Vísindavefurinn. 28. jún. 2001. Vefsíða. 14. sep. 2024. <https://visindavefur.is/svar.php?id=1752>.

Chicago | APA | MLA

Senda grein til vinar

=

Hvaðan kemur nafnið „Innréttingarnar” á fyrirtækinu sem starfaði hér á 18. öld?
Átjándu aldar-fyrirtækið sem kallað hefur verið Innréttingarnar rekur upphaf sitt til ársins 1751. Starfsemi þess gekk undir ýmsum nöfnum þegar í upphafi. Það var stofnað af íslensku hlutafélagi sem á íslensku hét Hið íslenska hlutafélag og var fyrsta sinnar tegundar sem stofnað var á landinu. Félagið var stofnað af íslenskum embættismönnum á Þingvöllum 17. júlí 1751 til að vinna að viðreisn íslenskra landshaga.

Hálfu ári eftir að félagið var stofnað, í janúar 1752, fékk það stórfelldan fjárstuðning og sérleyfi konungs til framkvæmda. Þá var heiti þess snarað yfir á dönsku líka, „Det Privilegerte Islandske Interessentskab”. Skammstöfunin var PII, og átti að geta staðið fyrir nafni félagsins bæði á dönsku og latínu. Við þessi þáttaskil efldist félagið mjög að fjármunum og verkefnum. Starfsemin varð fjölþætt, tók til jarðræktartilrauna, brennisteinsvinnslu, ullarvefsmiðja, litunar, kaðlagerðar, skinnaverkunar, skipasmíða og útgerðar svo það helsta sé nefnt. Starfsemin fór fram víða um land, en miðstöð framkvæmdanna var í Reykjavík og nágrenni.

Þessar framkvæmdir voru á danskri tungu kallaðar De Nye Indretninger, eða hinar nýju framkvæmdir. Þaðan kom því heitið Innréttingarnar sem fór að festast við athafnir og verkstæði Hins íslenska hlutafélags. Fyrsta áratuginn var flest það sem að ofan er nefnt í fullri starfsemi, en eftir 1760 tengdist Innréttingaheitið fyrst og fremst ullarvefsmiðjunum í Aðalstræti, en þær störfuðu til ársins 1803. Brennisteinsvinnslan hélt einnig velli fram yfir aldamótin 1800, fyrst í Krýsuvík en síðan á Húsavík.

Á Íslandi hefur oft verið talað um starfsemi Hins íslenska hlutafélags sem Innréttingar Skúla Magnússonar landfógeta, en í dönskum skjölum eru þær fremur nefndar Hans Majestæt Høystsalig Kong Friderich den 5. stiftede Indretninger....