Sólin Sólin Rís 10:57 • sest 15:40 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 15:11 • Sest 19:24 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 08:44 • Síðdegis: 21:10 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 02:24 • Síðdegis: 15:10 í Reykjavík
Sólin Sólin Rís 10:57 • sest 15:40 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 15:11 • Sest 19:24 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 08:44 • Síðdegis: 21:10 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 02:24 • Síðdegis: 15:10 í Reykjavík
LeiðbeiningarTil baka

Sendu inn spurningu

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Hvenær hófst notkun gælunafna á Íslandi?

Guðrún Kvaran

Árnastofnun - mynd í *Árnarstofnun
Lengi hefur tíðkast að nota gælandi nöfn um fólk sem langoftast eru styttri en eiginnafnið. Fyrir kemur þó að gælunafnið er lengra en eiginnafnið, til dæmis Jónsi, Jóndi og Nonni í stað Jón.

Gælunöfnum bregður fyrir í gömlum heimildum öðru hverju. Í Ólafs sögu Tryggvasonar í Heimskringlu, sem talin er samin á 13. öld, er sagt frá því að Ólafur konungur hafi eitt sinn viljað leyna því hver hann var og þá stendur: „hafði hann eigi meira af nafni sínu en kallaði sig Óla.” Í Njáluhandriti (AM 266 4to), sem skrifað er á 15. öld, er spássíugrein þar sem skrifari bókarinnar ávarpar Dóra sem virðist sá sem hann var að skrifa fyrir: „Illa gjörir þú við mig Dóri. Þú gefur mér aldrei fiskinn nógan frændi minn.”

Í íslenskum fornbréfum bregður gælunöfnum fyrir stöku sinnum. Í bréfi frá 1551 er maður að nafni Sigfús nefndur Fúsi. Annar Fúsi er nefndur í bréfi frá sama ári og Skúffu-Gunna var vinnukona á Bessastöðum 1553, svo dæmi séu nefnd.

Í manntalinu, sem tekið var 1703, er oft látið nægja að skrá sveitarómaga aðeins undir gælunöfnum eins og Gunna eða Siggi.

Jón Ólafsson fræðimaður og aðstoðarmaður Árna Magnússonar handritasafnara tók saman gælunafnaskrá á 18. öld sem varðveitt er í handritinu AM 432 fol. Þau eru allmörg þannig að ljóst er að gælunöfn hafa lengi tíðkast hérlendis og verið algeng. Flest nafnanna á listanum eru sömu gælunöfn og þekkjast enn í dag.

Um gælunöfn má lesa í bókinni Nöfn Íslendinga (1991:47-53) eftir Guðrúnu Kvaran og Sigurð Jónsson frá Arnarvatni.

Höfundur

Guðrún Kvaran

prófessor

Útgáfudagur

28.6.2001

Spyrjandi

Kristján H. Jóhannsson

Efnisorð

Tilvísun

Guðrún Kvaran. „Hvenær hófst notkun gælunafna á Íslandi?“ Vísindavefurinn, 28. júní 2001, sótt 5. desember 2024, https://visindavefur.is/svar.php?id=1753.

Guðrún Kvaran. (2001, 28. júní). Hvenær hófst notkun gælunafna á Íslandi? Vísindavefurinn. https://visindavefur.is/svar.php?id=1753

Guðrún Kvaran. „Hvenær hófst notkun gælunafna á Íslandi?“ Vísindavefurinn. 28. jún. 2001. Vefsíða. 5. des. 2024. <https://visindavefur.is/svar.php?id=1753>.

Chicago | APA | MLA

Senda grein til vinar

=

Hvenær hófst notkun gælunafna á Íslandi?
Lengi hefur tíðkast að nota gælandi nöfn um fólk sem langoftast eru styttri en eiginnafnið. Fyrir kemur þó að gælunafnið er lengra en eiginnafnið, til dæmis Jónsi, Jóndi og Nonni í stað Jón.

Gælunöfnum bregður fyrir í gömlum heimildum öðru hverju. Í Ólafs sögu Tryggvasonar í Heimskringlu, sem talin er samin á 13. öld, er sagt frá því að Ólafur konungur hafi eitt sinn viljað leyna því hver hann var og þá stendur: „hafði hann eigi meira af nafni sínu en kallaði sig Óla.” Í Njáluhandriti (AM 266 4to), sem skrifað er á 15. öld, er spássíugrein þar sem skrifari bókarinnar ávarpar Dóra sem virðist sá sem hann var að skrifa fyrir: „Illa gjörir þú við mig Dóri. Þú gefur mér aldrei fiskinn nógan frændi minn.”

Í íslenskum fornbréfum bregður gælunöfnum fyrir stöku sinnum. Í bréfi frá 1551 er maður að nafni Sigfús nefndur Fúsi. Annar Fúsi er nefndur í bréfi frá sama ári og Skúffu-Gunna var vinnukona á Bessastöðum 1553, svo dæmi séu nefnd.

Í manntalinu, sem tekið var 1703, er oft látið nægja að skrá sveitarómaga aðeins undir gælunöfnum eins og Gunna eða Siggi.

Jón Ólafsson fræðimaður og aðstoðarmaður Árna Magnússonar handritasafnara tók saman gælunafnaskrá á 18. öld sem varðveitt er í handritinu AM 432 fol. Þau eru allmörg þannig að ljóst er að gælunöfn hafa lengi tíðkast hérlendis og verið algeng. Flest nafnanna á listanum eru sömu gælunöfn og þekkjast enn í dag.

Um gælunöfn má lesa í bókinni Nöfn Íslendinga (1991:47-53) eftir Guðrúnu Kvaran og Sigurð Jónsson frá Arnarvatni.

...