Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.
Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar
um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að
svara öllum spurningum.
Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að
svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki
nægileg deili á sér.
Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.
Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!
Orðið skotta er einkum notað sem heiti á kvendraugum og þekkist allt frá 18. öld. Þó er skotti til sem nafn á karldraug en er miklu fátíðara en skottuheitið. Í þjóðsögum kemur fram sú trú að höfuðbúnaður skottunnar hafi ráðið heitinu. Í þjóðsagnasafni Jóns Árnasonar má til dæmis finna þessi dæmi:
Draga kvenndraugarnir nafn af höfuðbúnaði sínum og eru kallaðar Skottur. (I:359)
dínglaði skuplan á hnakka hennar, og er þaðan dregið Skottu-nafnið. (I:372)
Skotta og Skotti eru einnig nöfn á hestum og eru þau dregin af lit þeirra. Skottóttur hestur er að mestu dökkur að lit en tagl og hluti lendar eru af öðrum lit. Þarna vísar skott til taglsins á hestinum.
Önnur skýring á skottu um draug er sú að nafnorðið sé dregið af sögninni skotta 'snatta í kringum, hlaupa um' og þykir hún sennilegri en hin.
Orð um hár eru ekki mörg í málinu. Haddur er einkum notað í kveðskap, oftast í kenningum um konur. Skör er aftur á móti notað um hár karla. Önnur orð eru neikvæðari eins og lubbi, lurgur og strý.
Guðrún Kvaran. „Hvað þýðir nafnorðið „skotta”? Hvað er til í íslensku af orðum sem tengjast hári?“ Vísindavefurinn, 29. júní 2001, sótt 15. október 2024, https://visindavefur.is/svar.php?id=1757.
Guðrún Kvaran. (2001, 29. júní). Hvað þýðir nafnorðið „skotta”? Hvað er til í íslensku af orðum sem tengjast hári? Vísindavefurinn. https://visindavefur.is/svar.php?id=1757
Guðrún Kvaran. „Hvað þýðir nafnorðið „skotta”? Hvað er til í íslensku af orðum sem tengjast hári?“ Vísindavefurinn. 29. jún. 2001. Vefsíða. 15. okt. 2024. <https://visindavefur.is/svar.php?id=1757>.