Sólin Sólin Rís 03:54 • sest 23:12 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 00:00 • Sest 00:00 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 04:46 • Síðdegis: 17:17 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 10:55 • Síðdegis: 23:37 í Reykjavík
Sólin Sólin Rís 03:54 • sest 23:12 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 00:00 • Sest 00:00 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 04:46 • Síðdegis: 17:17 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 10:55 • Síðdegis: 23:37 í Reykjavík
LeiðbeiningarTil baka

Sendu inn spurningu

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Hvað getið þið sagt mér um M.C. Escher?

Gunnar Þór Magnússon

Maurits Cornelis Escher (1898 - 1972), betur þekktur sem M.C. Escher, var grafískur listamaður frá Hollandi. Hann er best þekktur fyrir þakningar sínar á tvívíðum flötum og myndir sem nýta sjónskekkjur til að sýna ómögulega hluti. Óendanleikinn, óvenjuleg sjónarhorn og reglulegar þakningar koma oft fyrir í seinni verkum Eschers, og margir aðdáenda hans eru stærðfræðingar.

Sjálfsmynd af M. C. Escher.

Escher gekk ekki sérstaklega vel í skóla en sýndi mikla myndlistarhæfileika. Þegar hann var 21 árs byrjaði Escer að læra arkitektúr, en skipti fljótlega yfir í myndlist. Þremur árum seinna hætti Escher í skóla og helgaði sig myndlistinni. Hann ferðaðist mikið um Evrópu og kynntist Jette Umiker á Ítalíu. Þau giftu sig árið 1924 og eignuðust þrjú börn á næstu fjórtán árum. Á milli 1924 og 1936 bjó fjölskyldan á Ítalíu, en hún fluttu til Sviss eftir að fasistastjórn Mussolinis festi sig í sessi. Árið 1937 flutti Escher til Belgíu ásamt fjölskyldu sinni, og loks til Hollands eftir að seinni heimsstyrjöldin braust út.Plane Filling I eftir M.C. Escher.

Fyrri hluta ferils síns hélt Escher sig við nokkuð venjuleg verk, og gerði meðal annars mikið af myndum af landslaginu á Ítalíu. Eftir ferð til Miðjarðarhafsins árið 1936 heillaðist Escher af samhverfu og regluleika sem hann hafði séð á Spáni í verkum Mára, og hóf tilraunir með reglulegar skiptingar á flötum. Bróðir Eschers, sem var verkfræðingur, sá nokkrar af þessum fyrstu tilraunum og benti Escher á ritgerð eftir stærðfræðinginn George Pólya um samhverfur á flötum. Þrátt fyrir að hafa litla sem enga stærðfræðimenntun sökkti Escher sér í ritgerðina og náði miklu valdi á efni hennar, sem hann nýtti sér í verkum sínum. Árið 1941 birti Escher grein þar sem hann rannsakaði skiptingar eftir litum, og bjó til flokkunarkerfi fyrir form, liti og samhverfur. Þetta var órannsakað efni í stærðfræði, og vegna þessarar greinar líta margir á Escher sem stærðfræðing.Relativity eftir M.C. Escher.

Escher hafði mikinn áhuga á óvenjulegum sjónarhornum og sjónskekkjum. Frægasta verk hans er án efa Afstæði (e. Relativity) og endurspeglar þessi áhugamál hans ágætlega. Undir lok 6. áratugarins fékk Escher áhuga á óendanleikanum og hvernig hann birtist í breiðgerri rúmfræði. Á þeim tíma gerði hann margar myndir þar sem hann sameinar þekkingu sína á þakningum flata og óendanleikanum, eins og sjá má á myndunum að neðan.Circle Limit IV eftir M.C. Escher.

Escher dó í mars 1972 í bænum Laren í Hollandi, þá 73 ára. Verk hans vöktu fyrst mikla athygli á fimmta áratug síðustu aldar. Nú njóta þau mikillar virðingar og eru til sýnis á mörgum helstu listasöfnum heimsins.

Tengt efni á Vísindavefnum:

Heimildir og myndir:

  • F.H. Bool, J.R. Kist, J.L. Locher og F. Wierda. M.C. Escher: His life and complete graphic work. 1982. Harry N. Abrams, New York.
  • Ævisaga Escher á heimasíðu MacTutor.
  • Grein um M.C. Escher á Wikipedia.
  • Allar myndir voru fengnar af Wikipedia og vefsíðu José Martínez Aroza.

Höfundur

Gunnar Þór Magnússon

stærðfræðingur

Útgáfudagur

22.9.2008

Síðast uppfært

21.6.2018

Spyrjandi

Helga Björg Ágústdóttir

Tilvísun

Gunnar Þór Magnússon. „Hvað getið þið sagt mér um M.C. Escher?“ Vísindavefurinn, 22. september 2008, sótt 19. júlí 2024, https://visindavefur.is/svar.php?id=17638.

Gunnar Þór Magnússon. (2008, 22. september). Hvað getið þið sagt mér um M.C. Escher? Vísindavefurinn. https://visindavefur.is/svar.php?id=17638

Gunnar Þór Magnússon. „Hvað getið þið sagt mér um M.C. Escher?“ Vísindavefurinn. 22. sep. 2008. Vefsíða. 19. júl. 2024. <https://visindavefur.is/svar.php?id=17638>.

Chicago | APA | MLA

Senda grein til vinar

=

Hvað getið þið sagt mér um M.C. Escher?
Maurits Cornelis Escher (1898 - 1972), betur þekktur sem M.C. Escher, var grafískur listamaður frá Hollandi. Hann er best þekktur fyrir þakningar sínar á tvívíðum flötum og myndir sem nýta sjónskekkjur til að sýna ómögulega hluti. Óendanleikinn, óvenjuleg sjónarhorn og reglulegar þakningar koma oft fyrir í seinni verkum Eschers, og margir aðdáenda hans eru stærðfræðingar.

Sjálfsmynd af M. C. Escher.

Escher gekk ekki sérstaklega vel í skóla en sýndi mikla myndlistarhæfileika. Þegar hann var 21 árs byrjaði Escer að læra arkitektúr, en skipti fljótlega yfir í myndlist. Þremur árum seinna hætti Escher í skóla og helgaði sig myndlistinni. Hann ferðaðist mikið um Evrópu og kynntist Jette Umiker á Ítalíu. Þau giftu sig árið 1924 og eignuðust þrjú börn á næstu fjórtán árum. Á milli 1924 og 1936 bjó fjölskyldan á Ítalíu, en hún fluttu til Sviss eftir að fasistastjórn Mussolinis festi sig í sessi. Árið 1937 flutti Escher til Belgíu ásamt fjölskyldu sinni, og loks til Hollands eftir að seinni heimsstyrjöldin braust út.Plane Filling I eftir M.C. Escher.

Fyrri hluta ferils síns hélt Escher sig við nokkuð venjuleg verk, og gerði meðal annars mikið af myndum af landslaginu á Ítalíu. Eftir ferð til Miðjarðarhafsins árið 1936 heillaðist Escher af samhverfu og regluleika sem hann hafði séð á Spáni í verkum Mára, og hóf tilraunir með reglulegar skiptingar á flötum. Bróðir Eschers, sem var verkfræðingur, sá nokkrar af þessum fyrstu tilraunum og benti Escher á ritgerð eftir stærðfræðinginn George Pólya um samhverfur á flötum. Þrátt fyrir að hafa litla sem enga stærðfræðimenntun sökkti Escher sér í ritgerðina og náði miklu valdi á efni hennar, sem hann nýtti sér í verkum sínum. Árið 1941 birti Escher grein þar sem hann rannsakaði skiptingar eftir litum, og bjó til flokkunarkerfi fyrir form, liti og samhverfur. Þetta var órannsakað efni í stærðfræði, og vegna þessarar greinar líta margir á Escher sem stærðfræðing.Relativity eftir M.C. Escher.

Escher hafði mikinn áhuga á óvenjulegum sjónarhornum og sjónskekkjum. Frægasta verk hans er án efa Afstæði (e. Relativity) og endurspeglar þessi áhugamál hans ágætlega. Undir lok 6. áratugarins fékk Escher áhuga á óendanleikanum og hvernig hann birtist í breiðgerri rúmfræði. Á þeim tíma gerði hann margar myndir þar sem hann sameinar þekkingu sína á þakningum flata og óendanleikanum, eins og sjá má á myndunum að neðan.Circle Limit IV eftir M.C. Escher.

Escher dó í mars 1972 í bænum Laren í Hollandi, þá 73 ára. Verk hans vöktu fyrst mikla athygli á fimmta áratug síðustu aldar. Nú njóta þau mikillar virðingar og eru til sýnis á mörgum helstu listasöfnum heimsins.

Tengt efni á Vísindavefnum:

Heimildir og myndir:

  • F.H. Bool, J.R. Kist, J.L. Locher og F. Wierda. M.C. Escher: His life and complete graphic work. 1982. Harry N. Abrams, New York.
  • Ævisaga Escher á heimasíðu MacTutor.
  • Grein um M.C. Escher á Wikipedia.
  • Allar myndir voru fengnar af Wikipedia og vefsíðu José Martínez Aroza.
...