Gullörninn (Aquila chrysaetos) er einn slíkra fugla. Gullernir lifa meðal annars á hinum miklu sléttum í suðurhluta Rússlands, Mongólíu og í Bandaríkjunum og þurfa að skima úr mikilli hæð eftir smáum spendýrum. Talið er að þeir geti greint 45 cm langan héra við góðar aðstæður í 3 km fjarlægð. Förufálki (Falco peregrinus) er talinn geta greint dúfu í 8 km fjarlægð.
Rannsóknir á næmni sjónar náttuglunnar (Strix aluco) við Háskólann í Birmingham á Englandi leiddi ljós að auga hennar er um 2,5 sinnum næmara en mannsaugað. Sjónnæmni þessarar uglutegundar er að öllum líkindum mjög áþekk næmni stóru arnartegundanna og annarra ránfugla.
Heimild:
Heimsmetabók Guinness. Ritstjórn íslensku útgáfu: Helgi Magnússon. Örn og Örlygur: 1989.
Skoðið einnig skyld svör:
- Hvert er hraðskreiðasta dýr í heimi?
- Hvað eru til margir skallaernir í heiminum?
- Hvaða dýr sjá liti rétt?
Mynd af gullerni: Birds of Prey Mynd af náttuglu: Birds of Russia in photos