Sólin Sólin Rís 05:22 • sest 21:31 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 23:11 • Sest 05:11 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 06:38 • Síðdegis: 18:56 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 00:39 • Síðdegis: 12:46 í Reykjavík
Árnastofnun - mynd í *Árnarstofnun

Af hverju er y í íslensku en ekki bara venjulegt i?

Guðrún Kvaran

Í elstu íslensku voru i og í greind frá y og ý í framburði. Fyrra hljóðaparið var ókringt en hið síðara kringt. Talið er að i og y annars vegar og í og ý hins vegar hafi fallið saman um það bil 1450-1550. Stök eldri dæmi eru þó til sem sýna samfall sérhljóðanna. Það sem gerðist var að y, ý voru ekki lengur borin fram sem kringd hljóð eins og t.d. má heyra í dönsku heldur ókringd eins og i, í.

Oft hafa heyrst raddir um að við ættum að hætta að skrifa y, ý en þær hafa aldrei náð verulegu fylgi. Verjendur y, ý telja að rithátturinn skýri margt um uppruna orða og að eftirsjá yrði að þeim sögulega þætti.

Sjá einnig svar sama höfundar við spurningunni Nú orðið er stafurinn y ekki borinn fram 'uj' eins og forðum. Hví ekki að taka hann úr íslensku eins og með z í denn?



Mynd: HB

Höfundur

Guðrún Kvaran

prófessor

Útgáfudagur

4.7.2001

Spyrjandi

Ásgeir Atlason, f. 1987

Tilvísun

Guðrún Kvaran. „Af hverju er y í íslensku en ekki bara venjulegt i?“ Vísindavefurinn, 4. júlí 2001. Sótt 24. apríl 2024. http://visindavefur.is/svar.php?id=1766.

Guðrún Kvaran. (2001, 4. júlí). Af hverju er y í íslensku en ekki bara venjulegt i? Vísindavefurinn. Sótt af http://visindavefur.is/svar.php?id=1766

Guðrún Kvaran. „Af hverju er y í íslensku en ekki bara venjulegt i?“ Vísindavefurinn. 4. júl. 2001. Vefsíða. 24. apr. 2024. <http://visindavefur.is/svar.php?id=1766>.

Chicago | APA | MLA

Spyrja

Sendu inn spurningu LeiðbeiningarTil baka

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Senda grein til vinar

=

Af hverju er y í íslensku en ekki bara venjulegt i?
Í elstu íslensku voru i og í greind frá y og ý í framburði. Fyrra hljóðaparið var ókringt en hið síðara kringt. Talið er að i og y annars vegar og í og ý hins vegar hafi fallið saman um það bil 1450-1550. Stök eldri dæmi eru þó til sem sýna samfall sérhljóðanna. Það sem gerðist var að y, ý voru ekki lengur borin fram sem kringd hljóð eins og t.d. má heyra í dönsku heldur ókringd eins og i, í.

Oft hafa heyrst raddir um að við ættum að hætta að skrifa y, ý en þær hafa aldrei náð verulegu fylgi. Verjendur y, ý telja að rithátturinn skýri margt um uppruna orða og að eftirsjá yrði að þeim sögulega þætti.

Sjá einnig svar sama höfundar við spurningunni Nú orðið er stafurinn y ekki borinn fram 'uj' eins og forðum. Hví ekki að taka hann úr íslensku eins og með z í denn?



Mynd: HB

...