Sendu inn spurningu

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Árnastofnun - mynd í *Árnarstofnun

Hvort er réttara að segja „það á eftir að leysa málið” eða „það er eftir að leysa málið”?

Orðasambandið að eiga e-ð eftir er notað um að hafa ekki lokið einhverju. Til dæmis „ég/það á eftir að leysa málið,” það er málið hefur enn ekki verið leyst en verður hugsanlega leyst síðar. „ég/það á eftir að vökva blómin”, „ég/það á eftir að kaupa í matinn”.

Orðasambandið að vera eftir merkir 'vera ónotaður, vera afgangs, ganga af', til dæmis „það var ekkert eftir af kökunni.” Því er réttara að nota eiga eftir í sambandinu sem spurt var um.

Útgáfudagur

6.7.2001

Spyrjandi

Ásgerður Jóhannesdóttir

Efnisorð

Höfundur

Guðrún Kvaran

prófessor

Tilvísun

Guðrún Kvaran. „Hvort er réttara að segja „það á eftir að leysa málið” eða „það er eftir að leysa málið”?“ Vísindavefurinn, 6. júlí 2001. Sótt 17. september 2019. http://visindavefur.is/svar.php?id=1771.

Guðrún Kvaran. (2001, 6. júlí). Hvort er réttara að segja „það á eftir að leysa málið” eða „það er eftir að leysa málið”? Vísindavefurinn. Sótt af http://visindavefur.is/svar.php?id=1771

Guðrún Kvaran. „Hvort er réttara að segja „það á eftir að leysa málið” eða „það er eftir að leysa málið”?“ Vísindavefurinn. 6. júl. 2001. Vefsíða. 17. sep. 2019. <http://visindavefur.is/svar.php?id=1771>.

Chicago | APA | MLA

Sendu inn spurningu
eða

Vísindadagatalið

Guðbjörg Rannveig Jóhannesdóttir

1980

Guðbjörg Rannveig Jóhannesdóttir er nýdoktor við Heimspekistofnun HÍ og lektor við Listaháskóla Íslands. Samband manns og náttúru/umhverfis hefur verið helsta viðfangsefni hennar innan heimspekinnar.