Sólin Sólin Rís 05:40 • sest 21:16 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 15:13 • Sest 05:59 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 03:57 • Síðdegis: 16:31 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 10:23 • Síðdegis: 22:34 í Reykjavík

Er hægt að hægja á taugaboðum milli heilans og skynfæranna þannig að maður skynji tímann hægar?

Þorsteinn Vilhjálmsson

Ef ekkert annað mundi breytast en það að taugaboðin væru lengur á leiðinni frá skynfærum til heila en áður, þá mundum við ekki skynja tímann hægar. Taugaboðin yrðu að meðaltali jafnmörg á hverri sekúndu og áður; þau hefðu bara verið lengur á leiðinni.

Þetta er einna líkast því að við værum að horfa á bílalest á leið austur yfir Hellisheiði frá Skíðaskálanum og svo væru aðrir að horfa á sömu lest uppi á háheiðinni. Báðir hóparnir mundu sjá jafnmarga bíla á tímaeiningu þegar til lengri tíma er litið en háheiðarhópurinn mundi auðvitað sjá þá síðar.

Hins vegar er hægt að hugsa sér að taugaboðin mundu annaðhvort strjálast eða þéttast. Þá gæti vel verið að einstaklingnum fyndist tíminn líða hægar eða hraðar eftir atvikum en þá þyrfti að skoða það nánar út frá þeim forsendum sem menn vildu hugsa sér í hverju tilviki.

Þess konar viðfangsefni yrðu trúlega fjölgreinaeðlis (interdisciplinary) áður en varir, þannig að menn frá ýmsum fræðigreinum þyrftu að koma að verki við umfjöllun um þau. Þannig gætu hér til dæmis komið við sögu bæði eðlisfræði, stærðfræði og rökfræði, taugalæknisfræði og sálarfræði.

Höfundur

Þorsteinn Vilhjálmsson

prófessor emeritus, ritstjóri Vísindavefsins 2000-2010 og ritstjóri Evrópuvefsins 2011

Útgáfudagur

4.3.2000

Spyrjandi

Bjarni Már Magnússon

Tilvísun

Þorsteinn Vilhjálmsson. „Er hægt að hægja á taugaboðum milli heilans og skynfæranna þannig að maður skynji tímann hægar?“ Vísindavefurinn, 4. mars 2000. Sótt 19. apríl 2024. http://visindavefur.is/svar.php?id=178.

Þorsteinn Vilhjálmsson. (2000, 4. mars). Er hægt að hægja á taugaboðum milli heilans og skynfæranna þannig að maður skynji tímann hægar? Vísindavefurinn. Sótt af http://visindavefur.is/svar.php?id=178

Þorsteinn Vilhjálmsson. „Er hægt að hægja á taugaboðum milli heilans og skynfæranna þannig að maður skynji tímann hægar?“ Vísindavefurinn. 4. mar. 2000. Vefsíða. 19. apr. 2024. <http://visindavefur.is/svar.php?id=178>.

Chicago | APA | MLA

Spyrja

Sendu inn spurningu LeiðbeiningarTil baka

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Senda grein til vinar

=

Er hægt að hægja á taugaboðum milli heilans og skynfæranna þannig að maður skynji tímann hægar?
Ef ekkert annað mundi breytast en það að taugaboðin væru lengur á leiðinni frá skynfærum til heila en áður, þá mundum við ekki skynja tímann hægar. Taugaboðin yrðu að meðaltali jafnmörg á hverri sekúndu og áður; þau hefðu bara verið lengur á leiðinni.

Þetta er einna líkast því að við værum að horfa á bílalest á leið austur yfir Hellisheiði frá Skíðaskálanum og svo væru aðrir að horfa á sömu lest uppi á háheiðinni. Báðir hóparnir mundu sjá jafnmarga bíla á tímaeiningu þegar til lengri tíma er litið en háheiðarhópurinn mundi auðvitað sjá þá síðar.

Hins vegar er hægt að hugsa sér að taugaboðin mundu annaðhvort strjálast eða þéttast. Þá gæti vel verið að einstaklingnum fyndist tíminn líða hægar eða hraðar eftir atvikum en þá þyrfti að skoða það nánar út frá þeim forsendum sem menn vildu hugsa sér í hverju tilviki.

Þess konar viðfangsefni yrðu trúlega fjölgreinaeðlis (interdisciplinary) áður en varir, þannig að menn frá ýmsum fræðigreinum þyrftu að koma að verki við umfjöllun um þau. Þannig gætu hér til dæmis komið við sögu bæði eðlisfræði, stærðfræði og rökfræði, taugalæknisfræði og sálarfræði....